Lætur ekki bruna heimilisins stöðva hreinsunarstarf Bláa hersins Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. júlí 2017 21:00 Tómas, stofnandi Bláa hersins, við hús sitt sem er nú óíbúðarhæft. visir/egill Tómas J. Knútsson stofnaði umhverfissamtökin Bláa herinn fyrir 22 árum eftir að hann varð vitni að ástandinu neðansjávar við störf sín sem kafari. Síðan þá hefur Blái herinn staðið fyrir hundrað og fimmtíu hreinsunarverkefnum. „Og við látum í raun og veru okkur ekkert óviðkomandi varða í sambandi við rusl og drasl. Því ef þetta er á landi og ekki hirt um það þar, þá fýkur það út í hafið," segir Tómas.Tómas með sína eigin hönnun af ruslapokavísir/egillTómas hefur tínt rusl á mörgum ströndum. Venjulega eru hundrað kíló af rusli á hverja hundrað metra eða tonn á hvern kílómetra. Nú er átak í gangi á Suðurnesjum og er ströndin í Sandgerði næst á dagskrá. Tómas vill sjá strandhreinsanir í betri farvegi. Hingað til hefur starfið verið drifið áfram af hugsjón. „Ég er alltaf sjálfboðaliði og hef alltaf verið en reyni að safna styrkjum til að fá með mér íþróttafélög og einhverja aðila, og styrkja um leið gott starf."Heimili slökkviliðsmannsins brann til kaldra kolaTómas heldur baráttu Bláa hersins ótrauður áfram þrátt fyrir að hafa lent í miklu áfalli í síðasta mánuði, þegar húsið hans brann.Það kviknaði í hjá pallinum og varð sprenging sem heyrðist um allt hverfivísir/egillÞað kviknaði í pallinum svo sprenging varð og eldurinn náði að teygja sig um allt húsið. Verið er að rannsaka eldsupptök. „Auðvitað er það mikið áfall að verða allt í einu heimilislaus, en við erum bæði lifandi og hundurinn okkar. Og við megum þakka fyrir það að anda." Tómas vann sem slökkviliðsmaður í tuttugu ár og fann oft til með fólki sem lenti í þessum aðstæðum. „Lyktin eftir að vera á brunastað, hún er allt önnur í dag, tilfinningin á bak við það. Það er kannski sálrænn hlutur, þegar þetta er eigning manns, þá er lyktin erfiðari.“ Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Tómas J. Knútsson stofnaði umhverfissamtökin Bláa herinn fyrir 22 árum eftir að hann varð vitni að ástandinu neðansjávar við störf sín sem kafari. Síðan þá hefur Blái herinn staðið fyrir hundrað og fimmtíu hreinsunarverkefnum. „Og við látum í raun og veru okkur ekkert óviðkomandi varða í sambandi við rusl og drasl. Því ef þetta er á landi og ekki hirt um það þar, þá fýkur það út í hafið," segir Tómas.Tómas með sína eigin hönnun af ruslapokavísir/egillTómas hefur tínt rusl á mörgum ströndum. Venjulega eru hundrað kíló af rusli á hverja hundrað metra eða tonn á hvern kílómetra. Nú er átak í gangi á Suðurnesjum og er ströndin í Sandgerði næst á dagskrá. Tómas vill sjá strandhreinsanir í betri farvegi. Hingað til hefur starfið verið drifið áfram af hugsjón. „Ég er alltaf sjálfboðaliði og hef alltaf verið en reyni að safna styrkjum til að fá með mér íþróttafélög og einhverja aðila, og styrkja um leið gott starf."Heimili slökkviliðsmannsins brann til kaldra kolaTómas heldur baráttu Bláa hersins ótrauður áfram þrátt fyrir að hafa lent í miklu áfalli í síðasta mánuði, þegar húsið hans brann.Það kviknaði í hjá pallinum og varð sprenging sem heyrðist um allt hverfivísir/egillÞað kviknaði í pallinum svo sprenging varð og eldurinn náði að teygja sig um allt húsið. Verið er að rannsaka eldsupptök. „Auðvitað er það mikið áfall að verða allt í einu heimilislaus, en við erum bæði lifandi og hundurinn okkar. Og við megum þakka fyrir það að anda." Tómas vann sem slökkviliðsmaður í tuttugu ár og fann oft til með fólki sem lenti í þessum aðstæðum. „Lyktin eftir að vera á brunastað, hún er allt önnur í dag, tilfinningin á bak við það. Það er kannski sálrænn hlutur, þegar þetta er eigning manns, þá er lyktin erfiðari.“
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira