Kókaínsmyglari í haldi þar til dómur fellur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. júlí 2017 19:36 Maðurinn neitaði að hafa staðið að innflutningnum. Vísir/GVA Brasilískur maður, sem í síðustu viku var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning, þarf að sæta gæsluvarðhaldi þar til Hæstiréttur kveður upp dóm í máli hans. Úrskurður þess efnis var staðfestur í Hæstarétti í dag.Fíkniefnin í snyrtivörubrúsum Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæplega tveimur lítrum af fljótandi kókaíni, sem var af 69 prósent styrkleika í mars síðastliðnum. Hann er sagður hafa flutt fíkniefnin hingað til lands með flugi frá Amsterdam í Hollandi, en fíkniefnin fundust í fjórum brúsum undir snyrtivörur. Sjálfur sagði maðurinn að í brúsunum væri sjampó, sápa og munnskol, en þegar hann var spurður nánar út í innihaldið kannaðist hann ekki við brúsana og vissi ekki hver hefði sett þá í farangur hans. Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa ætlað að ferðast á Íslandi. Hann hefði aldrei séð snjó og ætlað að reyna að fara á snjóbretti. Þá sagðist hann vera atvinnuljósmyndari og ætlað að mynda norðurljósin.Ólíklegt að hann sé menntaður ljósmyndari Lögregla rannsakaði farsímanotkun mannsins en engin samskipti reyndust á milli hans og annarra símanúmera hér á landi. Maðurinn kvaðst heimila lögreglu að rannsaka gögn á netfangi sínu, en aðgangsorð sem hann gaf upp reyndist ekki rétt og því var ekki unnt að opna netfangið. Minniskort úr myndavél mannsins var einnig skoðað, en það sem vakti athygli rannsakanda var að ljósmyndirnar á kortinu bentu til þess að maðurinn hefði litla sem enga menntun eða reynslu á sviði ljósmyndunar. Dómnum þótti framburður mannsins ótrúverðugur og sakfelldi hann. Maðurinn áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar og mótmælti því sömuleiðis að þurfa að sæta haldi á meðan mál hans var til meðferðar. Hæstiréttur hafnaði kröfu hans og verður manninum gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar, en eigi lengur en til 10. október næstkomandi. Tengdar fréttir Þrjú og hálft ár fyrir innflutning á kókaíni Brasilískur ríkisborgari með óvenju sterkt kókaín í farangri sínum. 20. júlí 2017 15:08 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira
Brasilískur maður, sem í síðustu viku var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning, þarf að sæta gæsluvarðhaldi þar til Hæstiréttur kveður upp dóm í máli hans. Úrskurður þess efnis var staðfestur í Hæstarétti í dag.Fíkniefnin í snyrtivörubrúsum Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæplega tveimur lítrum af fljótandi kókaíni, sem var af 69 prósent styrkleika í mars síðastliðnum. Hann er sagður hafa flutt fíkniefnin hingað til lands með flugi frá Amsterdam í Hollandi, en fíkniefnin fundust í fjórum brúsum undir snyrtivörur. Sjálfur sagði maðurinn að í brúsunum væri sjampó, sápa og munnskol, en þegar hann var spurður nánar út í innihaldið kannaðist hann ekki við brúsana og vissi ekki hver hefði sett þá í farangur hans. Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa ætlað að ferðast á Íslandi. Hann hefði aldrei séð snjó og ætlað að reyna að fara á snjóbretti. Þá sagðist hann vera atvinnuljósmyndari og ætlað að mynda norðurljósin.Ólíklegt að hann sé menntaður ljósmyndari Lögregla rannsakaði farsímanotkun mannsins en engin samskipti reyndust á milli hans og annarra símanúmera hér á landi. Maðurinn kvaðst heimila lögreglu að rannsaka gögn á netfangi sínu, en aðgangsorð sem hann gaf upp reyndist ekki rétt og því var ekki unnt að opna netfangið. Minniskort úr myndavél mannsins var einnig skoðað, en það sem vakti athygli rannsakanda var að ljósmyndirnar á kortinu bentu til þess að maðurinn hefði litla sem enga menntun eða reynslu á sviði ljósmyndunar. Dómnum þótti framburður mannsins ótrúverðugur og sakfelldi hann. Maðurinn áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar og mótmælti því sömuleiðis að þurfa að sæta haldi á meðan mál hans var til meðferðar. Hæstiréttur hafnaði kröfu hans og verður manninum gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar, en eigi lengur en til 10. október næstkomandi.
Tengdar fréttir Þrjú og hálft ár fyrir innflutning á kókaíni Brasilískur ríkisborgari með óvenju sterkt kókaín í farangri sínum. 20. júlí 2017 15:08 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira
Þrjú og hálft ár fyrir innflutning á kókaíni Brasilískur ríkisborgari með óvenju sterkt kókaín í farangri sínum. 20. júlí 2017 15:08