Alltaf leitað í minningar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2017 09:45 Flestar myndir Sigurþórs eru olíumálverk. Mynd/Oliver Devaney Gluggi minninganna nefnir Sigurþór Jakobsson listmálari sýningu sem hann heldur í tilefni 75 ára afmælis síns. Afmælið brestur reyndar ekki á fyrr en eftir mánuð en sýningin lifir fram yfir það. Hún er að Vesturgötu 7 (í húsi Heilsugæslu Miðborgar) og verður opnuð nú á laugardaginn klukkan 14. „Ég hef alltaf leitað í minningar þegar ég mála,“ segir Sigurþór. „Bjó í Vesturbænum sem krakki og myndirnar á sýningunni tengjast honum. Ég bý hér í húsinu og fékk leyfi hússtjórnar til að sýna hér, það er ekkert vanalegt en hér eru góðir veggir og mikið pláss í anddyrinu, hátt til lofts og falleg birta. Svo eru tvö stór verk á efstu hæð.“ Sautján ára hóf Sigurþór nám í Myndlistarskóla Reykjavíkur. „Ég var á kvöldnámskeiðum í fjögur ár en lærði líka setningu í Gutenberg. Svo fór ég til London á Bítlatímanum, stúderaði myndlist, spilaði fótbolta með áhugamannaliði og djammaði.“ Hann kveðst nýlega hafa frétt að skyldleiki væri milli hans og Sigurðar málara. „Það er svolítið fyndið að Sigurður fór út til náms og var styrktur af föður sínum sem þó var á móti því að sonurinn yrði listamaður heldur vildi að hann lærði handverk sem hann gæti lifað af. Ég var á styrk hjá föður mínum í London og hann var heldur ekki hrifinn af listastússinu. Hann sá mig fyrir sér síðhærðan gaur með skegg. Sjálfur hafði hann kynnst kreppunni en var orðinn vélstjóri á skipi. Af því ég var búinn að læra setningu vann ég svolítið í auglýsingateiknun, sem nú er nefnd grafísk hönnun. Faðir minn var ánægður með það. Svo starfaði ég sjálfstætt í mörg ár við hönnun bóka.“ Sýningin á Vesturgötu 7 er opin milli klukkan 14 og 18. Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Gluggi minninganna nefnir Sigurþór Jakobsson listmálari sýningu sem hann heldur í tilefni 75 ára afmælis síns. Afmælið brestur reyndar ekki á fyrr en eftir mánuð en sýningin lifir fram yfir það. Hún er að Vesturgötu 7 (í húsi Heilsugæslu Miðborgar) og verður opnuð nú á laugardaginn klukkan 14. „Ég hef alltaf leitað í minningar þegar ég mála,“ segir Sigurþór. „Bjó í Vesturbænum sem krakki og myndirnar á sýningunni tengjast honum. Ég bý hér í húsinu og fékk leyfi hússtjórnar til að sýna hér, það er ekkert vanalegt en hér eru góðir veggir og mikið pláss í anddyrinu, hátt til lofts og falleg birta. Svo eru tvö stór verk á efstu hæð.“ Sautján ára hóf Sigurþór nám í Myndlistarskóla Reykjavíkur. „Ég var á kvöldnámskeiðum í fjögur ár en lærði líka setningu í Gutenberg. Svo fór ég til London á Bítlatímanum, stúderaði myndlist, spilaði fótbolta með áhugamannaliði og djammaði.“ Hann kveðst nýlega hafa frétt að skyldleiki væri milli hans og Sigurðar málara. „Það er svolítið fyndið að Sigurður fór út til náms og var styrktur af föður sínum sem þó var á móti því að sonurinn yrði listamaður heldur vildi að hann lærði handverk sem hann gæti lifað af. Ég var á styrk hjá föður mínum í London og hann var heldur ekki hrifinn af listastússinu. Hann sá mig fyrir sér síðhærðan gaur með skegg. Sjálfur hafði hann kynnst kreppunni en var orðinn vélstjóri á skipi. Af því ég var búinn að læra setningu vann ég svolítið í auglýsingateiknun, sem nú er nefnd grafísk hönnun. Faðir minn var ánægður með það. Svo starfaði ég sjálfstætt í mörg ár við hönnun bóka.“ Sýningin á Vesturgötu 7 er opin milli klukkan 14 og 18.
Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira