Uppvakningur Lára G. Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2017 07:00 Unglingar geta verið erfiðir. Móðir mín er til vitnis um það. Ekki nóg með að unglingar séu að slíta sig frá naflastrengnum heldur eru þeir oft vakandi fram á nótt. Ég ber ábyrgð á unglingi sem tekur rispur og liggur andvaka í nokkrar klukkustundir. Ég veit að unglingurinn hefur mikinn áhuga á samfélagsmiðlum eins og önnur börn og að komast á næsta leikjaborð í tölvuleik en það eru ekki einu ástæðurnar sem halda fyrir honum vöku. Unglingar eru ekki í sama tímabelti og aðrir, svona líkamlega séð. Líkamsklukkunni seinkar á unglingsaldri sem þýðir að þeir verða seinna þreyttir en aðrir. Það getur skapað ákveðin vandræði þegar unglingur er rifinn upp úr rekkju árla morguns eða skipað í háttinn á kristilegum tíma. Eftir því sem saxast á svefninn safnast upp þreyta, pirringur, einbeitingar- og eirðarleysi. Við segjum þá stundum að við séum komin með uppvakning á heimilið. Ég tók fræðin heim og gaf unglingnum melatónínpillu eftir kvöldmat. Eftir það heyrðust ljúf svefnhljóð úr herberginu hans á eðlilegum háttatíma. Þegar andvökunætur endurtaka sig dugar að gefa honum melatónín nokkur kvöld og þá dettur hann í „réttan takt“. Melatónín er svefnlyf að því leyti að það getur hjálpað til við að flýta líkamsklukkunni og fá okkur til að sofna fyrr. Að því gefnu að við séum ekki í mikilli birtu eins og fyrir framan tölvuskjá því birta seinkar líkamsklukkunni. Samfélagið er ekki sniðið að líkamsklukku unglings og meðan svo er þá vil ég heldur hafa úthvíldan ungling á heimilinu en uppvakning. Í framtíðinni munum við vonandi aðlaga umhverfið unglingum eins og að leyfa þeim að mæta seinna í skólann en venja er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun
Unglingar geta verið erfiðir. Móðir mín er til vitnis um það. Ekki nóg með að unglingar séu að slíta sig frá naflastrengnum heldur eru þeir oft vakandi fram á nótt. Ég ber ábyrgð á unglingi sem tekur rispur og liggur andvaka í nokkrar klukkustundir. Ég veit að unglingurinn hefur mikinn áhuga á samfélagsmiðlum eins og önnur börn og að komast á næsta leikjaborð í tölvuleik en það eru ekki einu ástæðurnar sem halda fyrir honum vöku. Unglingar eru ekki í sama tímabelti og aðrir, svona líkamlega séð. Líkamsklukkunni seinkar á unglingsaldri sem þýðir að þeir verða seinna þreyttir en aðrir. Það getur skapað ákveðin vandræði þegar unglingur er rifinn upp úr rekkju árla morguns eða skipað í háttinn á kristilegum tíma. Eftir því sem saxast á svefninn safnast upp þreyta, pirringur, einbeitingar- og eirðarleysi. Við segjum þá stundum að við séum komin með uppvakning á heimilið. Ég tók fræðin heim og gaf unglingnum melatónínpillu eftir kvöldmat. Eftir það heyrðust ljúf svefnhljóð úr herberginu hans á eðlilegum háttatíma. Þegar andvökunætur endurtaka sig dugar að gefa honum melatónín nokkur kvöld og þá dettur hann í „réttan takt“. Melatónín er svefnlyf að því leyti að það getur hjálpað til við að flýta líkamsklukkunni og fá okkur til að sofna fyrr. Að því gefnu að við séum ekki í mikilli birtu eins og fyrir framan tölvuskjá því birta seinkar líkamsklukkunni. Samfélagið er ekki sniðið að líkamsklukku unglings og meðan svo er þá vil ég heldur hafa úthvíldan ungling á heimilinu en uppvakning. Í framtíðinni munum við vonandi aðlaga umhverfið unglingum eins og að leyfa þeim að mæta seinna í skólann en venja er.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun