Dýrara að særa konur en karla hjá hárskerum Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. ágúst 2017 06:00 Jökull Jörgensen, hjá Amadeus hársnyrtistofu, er einn fárra í stéttinni sem innheimtir sama gjald af konum og körlum. vísir/laufey „Ég fór í klippingu með manninum mínum fyrir um það bil tveimur árum. Hann fékk klippingu en það var sært neðan af hárinu á mér. Hann borgaði töluvert minna, ég held að það hafi verið 1.500 eða 2.000 krónur sem munaði, segir Aðalheiður Ólafsdóttir líffræðingur. „Það var særing hjá mér en klipping hjá honum þannig að það tók ekki lengri tíma hjá mér,“ segir Aðalheiður. „Mér fannst þetta mjög óréttlátt og ég ákvað að ég ætlaði ekki að fara í klippingu á hárgreiðslustofu fyrr en ég fyndi stofu sem rukkaði það sama fyrir karla og konur. Ég fékk mömmu til að særa neðan af hárinu á mér þangað til núna. Þá langaði mig til að breyta til og fá mér einhverja klippingu,“ segir Aðalheiður. Aðalheiður ákvað þá að hringja í hárgreiðslustofur til að finna stofu sem rukkaði það sama fyrir karla og konur. Hún hringdi í um 30 hárgreiðslustofur og fann tvær sem taka sama gjald fyrir konur og karla. Annars vegar Hár og smár og hins vegar Amadeus. Í 24. grein jafnréttislaga er lagt bann við mismunun við afhendingu á vöru eða þjónustu eftir kyni. Álitaefnið snýr þá að því hvort dömu- og herraklipping sé sambærileg þjónusta. Því hafna flestir þeir hárskerar sem Fréttablaðið talaði við í gær. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur ekki reynt á þetta fyrir dómi hér á landi. Hins vegar hefur mál af því tagi farið fyrir millidómsstig í Danmörku. Árið 2012 kvartaði stuttklippt kona til jafnréttisnefndar þar í landi yfir mismunun. Hún var ósátt við hárgreiðslustofu sem rukkaði meira fyrir dömuklippingu en fyrir herraklippingu. Jafnréttisnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hárgreiðslustofan hefði brotið jafnréttislög og skyldi greiða 2.500 danskar krónur í bætur. Hárskerarnir fóru með málið fyrir eystri landsrétt. Þar færðu þeir rök fyrir því að herraklipping og dömuklipping væri ekki sambærileg þjónusta. Dömuklipping væri flóknara fyrirbæri og tæki lengri tíma. Dómstóllinn féllst á þessi rök hárskeranna og komst einnig að þeirri niðurstöðu að þar sem konan hefði ekki óskað sérstaklega eftir herraklippingu, hefðu jafnréttislög ekki verið brotin. Daði Ólafsson, hjá Neytendastofu, vildi ekki taka formlega afstöðu til málsins en sagði það ekki koma á óvart þó sambærileg sjónarmið væru í spilinu fyrir íslenskum dómstólum eða kærunefnd jafnréttismála. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
„Ég fór í klippingu með manninum mínum fyrir um það bil tveimur árum. Hann fékk klippingu en það var sært neðan af hárinu á mér. Hann borgaði töluvert minna, ég held að það hafi verið 1.500 eða 2.000 krónur sem munaði, segir Aðalheiður Ólafsdóttir líffræðingur. „Það var særing hjá mér en klipping hjá honum þannig að það tók ekki lengri tíma hjá mér,“ segir Aðalheiður. „Mér fannst þetta mjög óréttlátt og ég ákvað að ég ætlaði ekki að fara í klippingu á hárgreiðslustofu fyrr en ég fyndi stofu sem rukkaði það sama fyrir karla og konur. Ég fékk mömmu til að særa neðan af hárinu á mér þangað til núna. Þá langaði mig til að breyta til og fá mér einhverja klippingu,“ segir Aðalheiður. Aðalheiður ákvað þá að hringja í hárgreiðslustofur til að finna stofu sem rukkaði það sama fyrir karla og konur. Hún hringdi í um 30 hárgreiðslustofur og fann tvær sem taka sama gjald fyrir konur og karla. Annars vegar Hár og smár og hins vegar Amadeus. Í 24. grein jafnréttislaga er lagt bann við mismunun við afhendingu á vöru eða þjónustu eftir kyni. Álitaefnið snýr þá að því hvort dömu- og herraklipping sé sambærileg þjónusta. Því hafna flestir þeir hárskerar sem Fréttablaðið talaði við í gær. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur ekki reynt á þetta fyrir dómi hér á landi. Hins vegar hefur mál af því tagi farið fyrir millidómsstig í Danmörku. Árið 2012 kvartaði stuttklippt kona til jafnréttisnefndar þar í landi yfir mismunun. Hún var ósátt við hárgreiðslustofu sem rukkaði meira fyrir dömuklippingu en fyrir herraklippingu. Jafnréttisnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hárgreiðslustofan hefði brotið jafnréttislög og skyldi greiða 2.500 danskar krónur í bætur. Hárskerarnir fóru með málið fyrir eystri landsrétt. Þar færðu þeir rök fyrir því að herraklipping og dömuklipping væri ekki sambærileg þjónusta. Dömuklipping væri flóknara fyrirbæri og tæki lengri tíma. Dómstóllinn féllst á þessi rök hárskeranna og komst einnig að þeirri niðurstöðu að þar sem konan hefði ekki óskað sérstaklega eftir herraklippingu, hefðu jafnréttislög ekki verið brotin. Daði Ólafsson, hjá Neytendastofu, vildi ekki taka formlega afstöðu til málsins en sagði það ekki koma á óvart þó sambærileg sjónarmið væru í spilinu fyrir íslenskum dómstólum eða kærunefnd jafnréttismála.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira