Golf

Ólafía: Það gekk ekkert upp í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði á þremur höggum yfir pari á fyrsta hring hennar á Opna breska meistaramótinu í golfi.

Eftir góða byrjun fataðist henni flugið um skamma stund á síðari níu þar sem hún tapaði þremur höggum á tveimur holum. Hún náði ekki að vera á meðal 100 efstu kylfinga eftir daginn.

Sjá einnig: Erfiðar lokaholur hjá Ólafíu

„Það gekk ekkert upp. Ég var ótrúlega óheppin í púttunum - krækti alltof oft, var rétt á brúninni. Þetta var því ekki nógu gott.“

„En ég ferskar flatir á morgun. Þær voru nokkuð ójafnar í dag. Við sjáum bara hvað gerist á morgun.“

Hún segir að aðstæður hafi ekki verið svo slæmar. „Það var alveg vindur en það var erfitt að við þurftum að stoppa tvisvar að spila út af þrumuveðri. Það tekur mann úr takti.“


Tengdar fréttir

Erfiðar lokaholur hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er ekki á meðal 100 efstu eftir fyrsta keppnisdaginn á Opna breska.

Ólafía elskar að spila í roki og rigningu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur í dag leik á Opna breska meistaramótinu í golfi. Leikið verður í roki og rigningu í Skotlandi, við aðstæður sem ættu að henta Ólafíu vel miðað við gengi hennar um liðna helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×