Ég kann mjög vel við þetta knappa form Magnús Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2017 11:00 Þór Stefánsson, ljóðskáld og þýðandi segir mikið standa til í París í haust í tengslum við útgáfuna. Visir/Andri Marinó Það er ekki á hverjum degi sem íslenskt skáld sendir frá sér ljóðabók á tveimur tungumálum, íslensku og frönsku, en þetta fyrirkomulag er þó Þór Stefánssyni ljóðskáldi vel kunnugt. Ástin og lífið… og fleiri ljóð / L'amour et la vie… et d'autres poèmes, er fjórtánda ljóðabók Þórs en að baki á hann einnig jafn margar þýðingar úr frönsku. Þór segist þó alls ekki skrifa jöfnum höndum á íslensku og frönsku heldur hafi hann í gegnum tíðina þýtt eigin verk með frönskum þýðendum. „Það sem hefur komið út áður þýddi ég alltaf með Lucie Albertini og reyndar hef ég alltaf gert þetta að frumkvæði Frakkanna. Að þessu sinni vinn ég þýðinguna með Nicole Barrière, en hún er útgáfustjóri þessa bókaflokks hjá L'Harmattan-forlaginu í París sem gefur bókina út. En ég hef því aldrei gefið mig í það að skrifa beint á frönsku sjálfur heldur alltaf ort á íslensku og unnið svo þýðingarnar í samvinnu við aðra. Ég hef reyndar líka þýtt eftir önnur íslensk skáld en fyrir fimmtán árum kom út bók sem mundi hafa heitið Tuttugu og fimm íslensk skáld, með verkum samtímahöfunda.“ Þór segir að þessi sterku tengsl hans við Frakkland og franska menningu megi einfaldlega rekja til þess að hann hafi farið þangað til náms á sínum tíma. „Ég menntaði mig í Frakklandi og hef starfað m.a. sem frönskukennari og hef að auki verið að fást við þýðingar úr frönsku en þá einkum frá frönskumælandi jaðarsvæðum. Að auki ritstýrði ég frönsku orðabókinni á sínum tíma sem er nú víst ekki fáanleg lengur heldur aðeins aðgengileg á netinu.“ En finnst Þór að það sé kannski franskur keimur á hans ljóðagerð? „Ég veit það ekki, efast eiginlega um það. Reyndar var fyrsta skáldið sem ég þýddi Guillevec sem ég þýddi nokkrar bækur eftir. Ég finn nú ákveðna samkennd með honum en þetta eru yfirleitt stuttir textar hjá mér en það er ekki ýkja algengt í Frakklandi núna. En þetta knappa form hentar mér og ég kann vel við það. Guillevec yrkir einnig á þessu knappa formi og það er því ekki ólíklegt að ég hafi í raun valið að takast á við að þýða ljóðin hans vegna þess að það passaði mér, kunni vel við lag hans á ljóðlistinni. Hann var reyndar fallinn frá þegar ég fór að takast á við þessar þýðingar en ég kynntist ekkjunni hans og það var stórmerkileg kona.“ Varðandi yrkisefnin segir Þór að líkast til sé titill nýjustu bókarinnar ágætis vísbending. „Þessi titill, Ástin og lífið?…?og fleiri ljóð, er nokkuð lýsandi fyrir það sem ég hef verið að takast á við í mínum ljóðum. Ástin hefur vissulega verið nokkuð áberandi en það er ekki allt bundið hana. Þemun hafa verið þessi: Ástin og lífið og ýmislegt fleira og dauðinn er auðvitað partur af lífinu.“ Þór segir að það hafi komið honum skemmtilega á óvart hversu mikið verður svo að gerast í haust í París í tengslum við útgáfu bókarinnar þar. „Ég fer til Frakklands í október og þá verður heilmikið að gerast, það kemur mér eiginlega á óvart hvað það er mikið umstang. Það er þarna leikhús sem heitir Déchargeurs sem verður með dagskrá um verk mín á frönsku og svo ætlar Norræna bókasafnið í París, sem er deild í aðalsafni borgarinnar, að vera með dagskrá um verk mín. Þetta verður allt í sömu vikunni í október svo það er sitthvað að hlakka til.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. ágúst. Menning Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem íslenskt skáld sendir frá sér ljóðabók á tveimur tungumálum, íslensku og frönsku, en þetta fyrirkomulag er þó Þór Stefánssyni ljóðskáldi vel kunnugt. Ástin og lífið… og fleiri ljóð / L'amour et la vie… et d'autres poèmes, er fjórtánda ljóðabók Þórs en að baki á hann einnig jafn margar þýðingar úr frönsku. Þór segist þó alls ekki skrifa jöfnum höndum á íslensku og frönsku heldur hafi hann í gegnum tíðina þýtt eigin verk með frönskum þýðendum. „Það sem hefur komið út áður þýddi ég alltaf með Lucie Albertini og reyndar hef ég alltaf gert þetta að frumkvæði Frakkanna. Að þessu sinni vinn ég þýðinguna með Nicole Barrière, en hún er útgáfustjóri þessa bókaflokks hjá L'Harmattan-forlaginu í París sem gefur bókina út. En ég hef því aldrei gefið mig í það að skrifa beint á frönsku sjálfur heldur alltaf ort á íslensku og unnið svo þýðingarnar í samvinnu við aðra. Ég hef reyndar líka þýtt eftir önnur íslensk skáld en fyrir fimmtán árum kom út bók sem mundi hafa heitið Tuttugu og fimm íslensk skáld, með verkum samtímahöfunda.“ Þór segir að þessi sterku tengsl hans við Frakkland og franska menningu megi einfaldlega rekja til þess að hann hafi farið þangað til náms á sínum tíma. „Ég menntaði mig í Frakklandi og hef starfað m.a. sem frönskukennari og hef að auki verið að fást við þýðingar úr frönsku en þá einkum frá frönskumælandi jaðarsvæðum. Að auki ritstýrði ég frönsku orðabókinni á sínum tíma sem er nú víst ekki fáanleg lengur heldur aðeins aðgengileg á netinu.“ En finnst Þór að það sé kannski franskur keimur á hans ljóðagerð? „Ég veit það ekki, efast eiginlega um það. Reyndar var fyrsta skáldið sem ég þýddi Guillevec sem ég þýddi nokkrar bækur eftir. Ég finn nú ákveðna samkennd með honum en þetta eru yfirleitt stuttir textar hjá mér en það er ekki ýkja algengt í Frakklandi núna. En þetta knappa form hentar mér og ég kann vel við það. Guillevec yrkir einnig á þessu knappa formi og það er því ekki ólíklegt að ég hafi í raun valið að takast á við að þýða ljóðin hans vegna þess að það passaði mér, kunni vel við lag hans á ljóðlistinni. Hann var reyndar fallinn frá þegar ég fór að takast á við þessar þýðingar en ég kynntist ekkjunni hans og það var stórmerkileg kona.“ Varðandi yrkisefnin segir Þór að líkast til sé titill nýjustu bókarinnar ágætis vísbending. „Þessi titill, Ástin og lífið?…?og fleiri ljóð, er nokkuð lýsandi fyrir það sem ég hef verið að takast á við í mínum ljóðum. Ástin hefur vissulega verið nokkuð áberandi en það er ekki allt bundið hana. Þemun hafa verið þessi: Ástin og lífið og ýmislegt fleira og dauðinn er auðvitað partur af lífinu.“ Þór segir að það hafi komið honum skemmtilega á óvart hversu mikið verður svo að gerast í haust í París í tengslum við útgáfu bókarinnar þar. „Ég fer til Frakklands í október og þá verður heilmikið að gerast, það kemur mér eiginlega á óvart hvað það er mikið umstang. Það er þarna leikhús sem heitir Déchargeurs sem verður með dagskrá um verk mín á frönsku og svo ætlar Norræna bókasafnið í París, sem er deild í aðalsafni borgarinnar, að vera með dagskrá um verk mín. Þetta verður allt í sömu vikunni í október svo það er sitthvað að hlakka til.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. ágúst.
Menning Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira