Íslensk fjölskylda tapaði búslóðinni í svikamyllu í Dúbaí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2017 10:27 Björgvin Þór Hólmgeirsson spilar með ÍR í efstu deild karla í vetur. Vísir/Andri Marinó Handboltakappinn Björgvin Hólmgeirsson og fjölskylda hans urðu fyrir miklu fjárhagslegu tjóni á dögunum þegar búslóð þeirra skilaði sér ekki til Íslands. Svo virðist sem þau hafi orðið fyrir barðinu á svikamyllu en þau vita til þess að fleiri hafi lent í aðilum sem settu á fót flutningsþjónustu, rukkuðu fyrir og gengu fagmannlega frá pökkun. Búslóðirnar bárust hins vegar aldrei til síns heima. Björgvin var í spjalli í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann er fluttur heim ásamt fjölskyldunni eftir tvö ár í atvinnumennsku í Dúbaí. Fjölskyldan kom heim í vor og Björgvin svo í byrjun júní. Búslóðin átti að skila sér í byrjun júlí en ekkert hefur spurst til hennar. Björgvin er svartsýnn á að hann muni sjá búslóðina úr þessu en fleira fólk á faraldsfæti hefur lent í því sama og fjölskylda Björgvins. Hann lýsir því hvernig þau hafi keypt flutningsþjónustu af aðilum úti í Dúbaí. Mjög fagmannlega hafi verið staðið að öllu, hlutunum pakkað vel saman og þá hafi hann keypt tryggingu af fyrirtækinu. Nokkrum vikum síðar er ekki svarað í nein símanúmer og heimasíðunni hefur verið lokað. Fullt af fólki hefur leitað til lögreglu í Dúbaí sem virðist lítið geta gert.Höfðu tugi milljóna króna upp úr krafsinu „Þetta er eitthvað svaka sakamál í Dúabí,“ segir Björgvin. Svo virðist sem fólkið á bak við flutningsfyrirtækið hafi stungið af. Þau hafi gefið upp átta vikna flutningstíma á búslóðinni. Svo þegar viðskiptavinir fóru að kanna málið að átta vikum liðnum, þegar búslóðin skilaði sér ekki, hafi fólkið gripið í tómt. „Við höldum í vonina,“ segir Björgvin en er greinilega ekki bjartsýnn. Greitt var fyrir flutningana í reiðufé sem er afar algengt í Dúbaí að sögn Björgvins. Hann er viss um að þau fái ekki peningana aftur en mögulega búslóðina. „Mér finnst mjög ólíklegt að þeir hafi tekið dótið líka. Þeir hafa örugglega skilið dótið eftir einhvers staðar.“ Verið sé að leita að gámunum en ljóst sé að flutningsaðilarnir hafi haft tugi milljóna upp úr svikunum. „Ég er með allar kvittanir fyrir öllu og innihaldslýsingar. Þeir pökkuðu öllu í kassa og ég hafði ekkert út á þá að setja. Ég hefði nú samt viljað kveðja dótið mitt betur, hefði ég vitað að ég fengi aldrei að sjá það aftur.“Hrækti framan í Björgvin Björgvin þekkir til í lögreglunni í Dúbaí en einn liðsfélagi hans starfar hjá lögreglunni. „Einn vinur minn sem var í liðinu er háttsettur í lögreglunni. Hann segir að það sé lítið hægt að gera. Þeir eru bara horfnir,“ segir Björgvin. Málið sé þó til skoðunar og lögregla hafi fengið vísbendingu um eitthvað vöruhús sem aðilarnir hafi notað. Hann bíði tíðinda hvort nokkuð finnist þar en allir kassarnir séu merktir honum. Sem betur fer er tjónið að langmestu leyti fjárhagslegt að sögn Björgvins. Persónulegir munir hafi verið á Íslandi allan tímann en þau fluttu út í ferðatösku fyrir tveimur árum. Eitthvað hafi þó glatast af dóti sonar hans sem var í leikskóla í Dúbaí. Annars lætur Björgvin nokkuð vel af tíma sínum í Dúbaí þótt hann hafi ekki áhuga á að fara þangað aftur. Allur gangur hafi verið á því hve margir mættu á æfingar. Stundum fimm og stundum tuttugu. „Þetta var mjög sérstakt. Maður vissi aldrei við hverju maður átti að búast á æfingum,“ segir Björgvin. Ekki var um metnaðarleysi að ræða hjá leikmönnum heldur agaleysi. „Þetta eru metnaðarfyllstu menn í heimi en hafa engan aga. Þeir eru aldir upp við að komast upp með allt. Því miður en góðir karlar engu að síður.“ Barningurinn er meiri í handboltanum í Dúbaí og menn blóðheitir. Svo heitir að á dögunum skyrpti leikmaður framan í Björgvin þegar hann hugðist taka í höndina á honum. „Þeir eru svo blóðheitir. Það er ekkert hægt að gera.“Viðtalið í heild má heyra hér að neðan. Íslenski handboltinn Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Handboltakappinn Björgvin Hólmgeirsson og fjölskylda hans urðu fyrir miklu fjárhagslegu tjóni á dögunum þegar búslóð þeirra skilaði sér ekki til Íslands. Svo virðist sem þau hafi orðið fyrir barðinu á svikamyllu en þau vita til þess að fleiri hafi lent í aðilum sem settu á fót flutningsþjónustu, rukkuðu fyrir og gengu fagmannlega frá pökkun. Búslóðirnar bárust hins vegar aldrei til síns heima. Björgvin var í spjalli í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann er fluttur heim ásamt fjölskyldunni eftir tvö ár í atvinnumennsku í Dúbaí. Fjölskyldan kom heim í vor og Björgvin svo í byrjun júní. Búslóðin átti að skila sér í byrjun júlí en ekkert hefur spurst til hennar. Björgvin er svartsýnn á að hann muni sjá búslóðina úr þessu en fleira fólk á faraldsfæti hefur lent í því sama og fjölskylda Björgvins. Hann lýsir því hvernig þau hafi keypt flutningsþjónustu af aðilum úti í Dúbaí. Mjög fagmannlega hafi verið staðið að öllu, hlutunum pakkað vel saman og þá hafi hann keypt tryggingu af fyrirtækinu. Nokkrum vikum síðar er ekki svarað í nein símanúmer og heimasíðunni hefur verið lokað. Fullt af fólki hefur leitað til lögreglu í Dúbaí sem virðist lítið geta gert.Höfðu tugi milljóna króna upp úr krafsinu „Þetta er eitthvað svaka sakamál í Dúabí,“ segir Björgvin. Svo virðist sem fólkið á bak við flutningsfyrirtækið hafi stungið af. Þau hafi gefið upp átta vikna flutningstíma á búslóðinni. Svo þegar viðskiptavinir fóru að kanna málið að átta vikum liðnum, þegar búslóðin skilaði sér ekki, hafi fólkið gripið í tómt. „Við höldum í vonina,“ segir Björgvin en er greinilega ekki bjartsýnn. Greitt var fyrir flutningana í reiðufé sem er afar algengt í Dúbaí að sögn Björgvins. Hann er viss um að þau fái ekki peningana aftur en mögulega búslóðina. „Mér finnst mjög ólíklegt að þeir hafi tekið dótið líka. Þeir hafa örugglega skilið dótið eftir einhvers staðar.“ Verið sé að leita að gámunum en ljóst sé að flutningsaðilarnir hafi haft tugi milljóna upp úr svikunum. „Ég er með allar kvittanir fyrir öllu og innihaldslýsingar. Þeir pökkuðu öllu í kassa og ég hafði ekkert út á þá að setja. Ég hefði nú samt viljað kveðja dótið mitt betur, hefði ég vitað að ég fengi aldrei að sjá það aftur.“Hrækti framan í Björgvin Björgvin þekkir til í lögreglunni í Dúbaí en einn liðsfélagi hans starfar hjá lögreglunni. „Einn vinur minn sem var í liðinu er háttsettur í lögreglunni. Hann segir að það sé lítið hægt að gera. Þeir eru bara horfnir,“ segir Björgvin. Málið sé þó til skoðunar og lögregla hafi fengið vísbendingu um eitthvað vöruhús sem aðilarnir hafi notað. Hann bíði tíðinda hvort nokkuð finnist þar en allir kassarnir séu merktir honum. Sem betur fer er tjónið að langmestu leyti fjárhagslegt að sögn Björgvins. Persónulegir munir hafi verið á Íslandi allan tímann en þau fluttu út í ferðatösku fyrir tveimur árum. Eitthvað hafi þó glatast af dóti sonar hans sem var í leikskóla í Dúbaí. Annars lætur Björgvin nokkuð vel af tíma sínum í Dúbaí þótt hann hafi ekki áhuga á að fara þangað aftur. Allur gangur hafi verið á því hve margir mættu á æfingar. Stundum fimm og stundum tuttugu. „Þetta var mjög sérstakt. Maður vissi aldrei við hverju maður átti að búast á æfingum,“ segir Björgvin. Ekki var um metnaðarleysi að ræða hjá leikmönnum heldur agaleysi. „Þetta eru metnaðarfyllstu menn í heimi en hafa engan aga. Þeir eru aldir upp við að komast upp með allt. Því miður en góðir karlar engu að síður.“ Barningurinn er meiri í handboltanum í Dúbaí og menn blóðheitir. Svo heitir að á dögunum skyrpti leikmaður framan í Björgvin þegar hann hugðist taka í höndina á honum. „Þeir eru svo blóðheitir. Það er ekkert hægt að gera.“Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum