Fyrsta lagið á íslensku rauk á toppinn Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. ágúst 2017 11:30 Chase og Oddur ákváðu í fyrra að leggja tónlistina fyrir sig og það hefur ekki staðið á árangrinum. Vísir/Anton Brink Lagið Ég vil það með Chase og Jóa Pé hefur verið gríðarlega vinsælt síðan það kom út fyrir tæpum þremur vikum og er á toppi Spotify vinsældarlistans auk þess sem áhorf á myndbandið eru farin að nálgast 80 þúsund á ekki lengri tíma. Chase Anthony er aðeins 18 ára og ekki búinn að vera lengi að – hann gaf út sitt fyrsta lag í október í fyrra. „Við erum tveir sem byrjuðum þetta saman – ég og Oddur Þórisson. Við hittumst fyrst 24. október til að gera tónlist, við höfðum verið í skóla saman og þekktumst, og svo kom fyrsta lagið þarna 28. október. Eftir það vorum við að vinna saman með skólanum, hægt og rólega. Við erum búnir að gefa út þrjú lög á ensku en núna í sumar prófuðum við að gefa út lag á íslensku. Þá fengum við Jóa með, við vorum búnir að vera góðir kunningjar og gáfum út Ég vil það,“ segir Chase en honum fannst enskan ekki vera að virka neitt og því var ákveðið að skipta yfir í okkar ástkæra og ylhýra – og það virkaði heldur betur vel fyrir þá.Bjuggust þið við þessum viðtökum? „Nei, eiginlega ekki, maður býst alltaf við því besta auðvitað – en ég var eiginlega bara „what, hvað er að gerast?!“ Ég var í Bandaríkjunum á meðan á þessu stóð og ég hugsaði með mér „af hverju er ég ekki á Íslandi núna?““ Chase hefur nokkrum sinnum spilað á tónleikum en málsháttur í íslensku rappsenunni er svohljóðandi: „ef þú hefur ekki spilað á Prikinu, hefur þú þá í raun og veru spilað?“. Eða það gæti allt eins verið svona málsháttur.“ Allavega verður Chase með „showcase“ á Prikinu í kvöld þar sem hann sýnir kröfuhörðum Prikurum hvers megnugur hann er og verða þetta hans fyrstu tónleikar í Mekka rappsins á Íslandi – og alveg örugglega ekki þeir síðustu.Hvað muntu bjóða upp á á Prikinu í kvöld? „Við erum að gera plötu á Íslensku núna – hún ætti að vera tilbúin í byrjun september. Við ætlum líklega að sýna alveg tvö ný lög á Prikinu á morgun. Jói P verður þarna, ég held að Króli verði líka og auðvitað Oddur. Síðan er möguleiki á að það mæti leynigestur en það kemur auðvitað í ljós á morgun hver það er.“ Tónleikarnir hefjast á Prikinu klukkan tíu en örugglega er gáfulegt að mæta fyrr enda rúmar staðurinn ekki endalausan fjölda. Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Lagið Ég vil það með Chase og Jóa Pé hefur verið gríðarlega vinsælt síðan það kom út fyrir tæpum þremur vikum og er á toppi Spotify vinsældarlistans auk þess sem áhorf á myndbandið eru farin að nálgast 80 þúsund á ekki lengri tíma. Chase Anthony er aðeins 18 ára og ekki búinn að vera lengi að – hann gaf út sitt fyrsta lag í október í fyrra. „Við erum tveir sem byrjuðum þetta saman – ég og Oddur Þórisson. Við hittumst fyrst 24. október til að gera tónlist, við höfðum verið í skóla saman og þekktumst, og svo kom fyrsta lagið þarna 28. október. Eftir það vorum við að vinna saman með skólanum, hægt og rólega. Við erum búnir að gefa út þrjú lög á ensku en núna í sumar prófuðum við að gefa út lag á íslensku. Þá fengum við Jóa með, við vorum búnir að vera góðir kunningjar og gáfum út Ég vil það,“ segir Chase en honum fannst enskan ekki vera að virka neitt og því var ákveðið að skipta yfir í okkar ástkæra og ylhýra – og það virkaði heldur betur vel fyrir þá.Bjuggust þið við þessum viðtökum? „Nei, eiginlega ekki, maður býst alltaf við því besta auðvitað – en ég var eiginlega bara „what, hvað er að gerast?!“ Ég var í Bandaríkjunum á meðan á þessu stóð og ég hugsaði með mér „af hverju er ég ekki á Íslandi núna?““ Chase hefur nokkrum sinnum spilað á tónleikum en málsháttur í íslensku rappsenunni er svohljóðandi: „ef þú hefur ekki spilað á Prikinu, hefur þú þá í raun og veru spilað?“. Eða það gæti allt eins verið svona málsháttur.“ Allavega verður Chase með „showcase“ á Prikinu í kvöld þar sem hann sýnir kröfuhörðum Prikurum hvers megnugur hann er og verða þetta hans fyrstu tónleikar í Mekka rappsins á Íslandi – og alveg örugglega ekki þeir síðustu.Hvað muntu bjóða upp á á Prikinu í kvöld? „Við erum að gera plötu á Íslensku núna – hún ætti að vera tilbúin í byrjun september. Við ætlum líklega að sýna alveg tvö ný lög á Prikinu á morgun. Jói P verður þarna, ég held að Króli verði líka og auðvitað Oddur. Síðan er möguleiki á að það mæti leynigestur en það kemur auðvitað í ljós á morgun hver það er.“ Tónleikarnir hefjast á Prikinu klukkan tíu en örugglega er gáfulegt að mæta fyrr enda rúmar staðurinn ekki endalausan fjölda.
Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira