„Leita þarf lausna án tafar en drepa ekki málinu á dreif með karpi“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2017 22:57 Vísir/Stefán Sveitarstjórn Húnavatnshrepps lýsir yfir „þungum áhyggjum“ vegna boðaðra lækkana á verði til sauðfjárbænda í komandi sláturtíð og skorar á hlutaðeigandi að leita allra leiða til að leysa þá „grafalvarlegu stöðu“ sem uppi er. Sveitarstjórnin samþykkti samhljóða á fundi sínum í kvöld ályktun þar sem sagt er að verði boðaðar verðlækkanir á afurðaverði til sauðfjárbænda nú í haust að veruleika sé rekstrargrundvöllur sauðfjárbúa í landinu algerlega brostinn. Ljóst er að mati sveitarstjórnarinnar að það muni hafa í för með sér hrun í búgreininni og í framhaldi af því stórfellda byggðaröskun „Sauðfjárrækt er undirstaða byggðar í héraðinu og þar af leiðandi hriktir í byggðinni þegar fótum er kippt undan þeirri starfsemi,“ segir í ályktuninni.Sjá einnig: Sigurður Ingi telur að ríkið þurfi að styðja við sauðfjárbændur Sauðfjárbúskapur er stærsta atvinnugrein innan Húnavatnshrepps og segir í ályktuninni að boðuð lækkun á verði til sauðfjárbænda muni hafa „gífurleg áhrif“ á afkomu heimila í Húnavatnshreppi og sveitarfélagsins í heild. „Nú, annað árið í röð standa sauðfjárbændur frammi fyrir verulegri tekjuskerðingu og á komandi hausti af þeirri stærðargráðu að ekkert mun standa eftir af tekjum búanna til greiðslu á launum, þegar kostnaður við framleiðsluna hefur verið greiddur. Laun bænda vegna búrekstrarins verða því engin. Miklir fjárhagsörðugleikar blasa við, sérstaklega skuldsettum bændum. Kemur tekjuskerðing augljóslega harðast niður á þeim sem nýlega hafa byrjað búskap, sem eru í flestum tilfellum yngstu bændurnir,“ segir í ályktuninni. Sveitarstjórn Húnavatnshrepps skorar á stjórnvöld, forystumenn bænda, sláturleyfishafa og aðra hlutaðeigandi að leita allra leiða til leysa þá „grafalvarlegu stöðu“ sem uppi er. „Leita þarf lausna án tafar, en drepa ekki málinu á dreif með karpi um orsakir vandans.“ Húnavatnshreppur Tengdar fréttir Sigurður Ingi telur að ríkið þurfi að styðja við sauðfjárbændur Bændur funduðu með atvinnuveganefnd Alþingis í gær um stöðu sauðfjárræktar en áætlað er að 1.300 tonn af óseldu lambakjöti verði til í haust þegar slátrun hefst. 16. ágúst 2017 15:15 Sauðfjárbændur segja stöðuna grafalvarlega Vilja vinna með stjórnvöldum að bæði skammtíma- og langtímalausn og söluvanda. 11. ágúst 2017 23:23 Áætla 1.300 tonn af óseldu lambakjöti í haust Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, telur að minnka þurfi framleiðslu í takt við minni eftirspurn. 15. ágúst 2017 14:45 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps lýsir yfir „þungum áhyggjum“ vegna boðaðra lækkana á verði til sauðfjárbænda í komandi sláturtíð og skorar á hlutaðeigandi að leita allra leiða til að leysa þá „grafalvarlegu stöðu“ sem uppi er. Sveitarstjórnin samþykkti samhljóða á fundi sínum í kvöld ályktun þar sem sagt er að verði boðaðar verðlækkanir á afurðaverði til sauðfjárbænda nú í haust að veruleika sé rekstrargrundvöllur sauðfjárbúa í landinu algerlega brostinn. Ljóst er að mati sveitarstjórnarinnar að það muni hafa í för með sér hrun í búgreininni og í framhaldi af því stórfellda byggðaröskun „Sauðfjárrækt er undirstaða byggðar í héraðinu og þar af leiðandi hriktir í byggðinni þegar fótum er kippt undan þeirri starfsemi,“ segir í ályktuninni.Sjá einnig: Sigurður Ingi telur að ríkið þurfi að styðja við sauðfjárbændur Sauðfjárbúskapur er stærsta atvinnugrein innan Húnavatnshrepps og segir í ályktuninni að boðuð lækkun á verði til sauðfjárbænda muni hafa „gífurleg áhrif“ á afkomu heimila í Húnavatnshreppi og sveitarfélagsins í heild. „Nú, annað árið í röð standa sauðfjárbændur frammi fyrir verulegri tekjuskerðingu og á komandi hausti af þeirri stærðargráðu að ekkert mun standa eftir af tekjum búanna til greiðslu á launum, þegar kostnaður við framleiðsluna hefur verið greiddur. Laun bænda vegna búrekstrarins verða því engin. Miklir fjárhagsörðugleikar blasa við, sérstaklega skuldsettum bændum. Kemur tekjuskerðing augljóslega harðast niður á þeim sem nýlega hafa byrjað búskap, sem eru í flestum tilfellum yngstu bændurnir,“ segir í ályktuninni. Sveitarstjórn Húnavatnshrepps skorar á stjórnvöld, forystumenn bænda, sláturleyfishafa og aðra hlutaðeigandi að leita allra leiða til leysa þá „grafalvarlegu stöðu“ sem uppi er. „Leita þarf lausna án tafar, en drepa ekki málinu á dreif með karpi um orsakir vandans.“
Húnavatnshreppur Tengdar fréttir Sigurður Ingi telur að ríkið þurfi að styðja við sauðfjárbændur Bændur funduðu með atvinnuveganefnd Alþingis í gær um stöðu sauðfjárræktar en áætlað er að 1.300 tonn af óseldu lambakjöti verði til í haust þegar slátrun hefst. 16. ágúst 2017 15:15 Sauðfjárbændur segja stöðuna grafalvarlega Vilja vinna með stjórnvöldum að bæði skammtíma- og langtímalausn og söluvanda. 11. ágúst 2017 23:23 Áætla 1.300 tonn af óseldu lambakjöti í haust Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, telur að minnka þurfi framleiðslu í takt við minni eftirspurn. 15. ágúst 2017 14:45 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Sigurður Ingi telur að ríkið þurfi að styðja við sauðfjárbændur Bændur funduðu með atvinnuveganefnd Alþingis í gær um stöðu sauðfjárræktar en áætlað er að 1.300 tonn af óseldu lambakjöti verði til í haust þegar slátrun hefst. 16. ágúst 2017 15:15
Sauðfjárbændur segja stöðuna grafalvarlega Vilja vinna með stjórnvöldum að bæði skammtíma- og langtímalausn og söluvanda. 11. ágúst 2017 23:23
Áætla 1.300 tonn af óseldu lambakjöti í haust Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, telur að minnka þurfi framleiðslu í takt við minni eftirspurn. 15. ágúst 2017 14:45