Breiðablik og FH fá 72 milljónir vegna sölu Gylfa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. ágúst 2017 10:15 Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu með Swansea. Vísir/Getty Þegar Gylfi Þór Sigurðsson gengur í raðir Everton munu íslensku félögin sem hann spilaði með fá uppeldisbætur sem nema samtals tæpum 72 milljónum króna, miðað við gengi dagsins. Kaupverð Gylfa hefur ekki verið gefið upp en enskir fjölmiðlar telja það vera um 45 milljónir punda. Samkvæmt heimildum Vísis greiðir Everton um 40 milljónir strax en afganginn þegar Gylfi hefur uppfyllt ákveðin skilyrði samningsins. Miðað við 40 milljóna punda grunnkaupverð og gengi dagsins í dag fær Breiðabliki rúmar 42 milljónir í sinn hlut og FH tæpar 30 milljónir. Gylfi Þór spilaði í yngri flokkum FH en skipti yfir í Breiðablik árið 2003, þá á þrettánda aldursári. Hann var í Kópavoginum í tvö ár og átta mánuði, uns hann samdi við Reading í október 2005. Gylfi Þór var þá nýorðinn sextán ára. Samkvæmt heimildum Vísis fær Breiðablik 0,75 prósent af kaupverði Gylfa Þórs í sinn hlut en FH 0,53 prósent. Þess ber að geta að uppeldisbætur eru greiddar út í hvert sinn sem að leikmaður hefur félagaskipti á milli knattspyrnusambanda, en Gylfi er nú að fara frá Swansea, sem er undir knattspyrnusambandi Wales, til þess enska. Reading fær langmest í sinn hlut af uppeldisbótunum, um 142 milljónir króna. Hoffenheim fær 51 milljón og Tottenham 13 milljónir. Útreikning á hvernig uppeldisbætur skiptast á milli félaga má sjá á heimasíðu FIFA. Gylfi Þór mun í dag gangast undir læknisskoðun hjá Everton og líklegt er að hann verði kynntur sem nýr leikmaður liðsins innan skamms.Svona skiptast uppeldisbætur Gylfa Þórs: FH: 0,53% Breiðablik: 0,75% Reading: 2,54% Hoffenheim: 0,92% Tottenham: 0,24% Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli. 12. ágúst 2017 16:00 „Ómögulegt að fylla skarð Gylfa“ Það er ómögulegt fyrir Swansea City að fylla skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þetta segir Ian Walsh, fyrrverandi leikmaður Swansea og velska landsliðsins. 16. ágúst 2017 07:17 Spilar í bláu allan ársins hring Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag. 16. ágúst 2017 06:00 Ísland og 25 ára saga ensku úrvalsdeildarinnar Enska úrvalsdeildin fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir og það er því ekki úr vegi að skoða þátttöku íslenskra knattspyrnumanna í deildinni á þessum aldarfjórðungi. 11. ágúst 2017 06:30 Everton og Swansea búin að semja um kaupverð: Gylfi í læknisskoðun í fyrramálið Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga til liðs við Everton í ensku úrvalsdeildinni. 15. ágúst 2017 19:22 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Sjá meira
Þegar Gylfi Þór Sigurðsson gengur í raðir Everton munu íslensku félögin sem hann spilaði með fá uppeldisbætur sem nema samtals tæpum 72 milljónum króna, miðað við gengi dagsins. Kaupverð Gylfa hefur ekki verið gefið upp en enskir fjölmiðlar telja það vera um 45 milljónir punda. Samkvæmt heimildum Vísis greiðir Everton um 40 milljónir strax en afganginn þegar Gylfi hefur uppfyllt ákveðin skilyrði samningsins. Miðað við 40 milljóna punda grunnkaupverð og gengi dagsins í dag fær Breiðabliki rúmar 42 milljónir í sinn hlut og FH tæpar 30 milljónir. Gylfi Þór spilaði í yngri flokkum FH en skipti yfir í Breiðablik árið 2003, þá á þrettánda aldursári. Hann var í Kópavoginum í tvö ár og átta mánuði, uns hann samdi við Reading í október 2005. Gylfi Þór var þá nýorðinn sextán ára. Samkvæmt heimildum Vísis fær Breiðablik 0,75 prósent af kaupverði Gylfa Þórs í sinn hlut en FH 0,53 prósent. Þess ber að geta að uppeldisbætur eru greiddar út í hvert sinn sem að leikmaður hefur félagaskipti á milli knattspyrnusambanda, en Gylfi er nú að fara frá Swansea, sem er undir knattspyrnusambandi Wales, til þess enska. Reading fær langmest í sinn hlut af uppeldisbótunum, um 142 milljónir króna. Hoffenheim fær 51 milljón og Tottenham 13 milljónir. Útreikning á hvernig uppeldisbætur skiptast á milli félaga má sjá á heimasíðu FIFA. Gylfi Þór mun í dag gangast undir læknisskoðun hjá Everton og líklegt er að hann verði kynntur sem nýr leikmaður liðsins innan skamms.Svona skiptast uppeldisbætur Gylfa Þórs: FH: 0,53% Breiðablik: 0,75% Reading: 2,54% Hoffenheim: 0,92% Tottenham: 0,24%
Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli. 12. ágúst 2017 16:00 „Ómögulegt að fylla skarð Gylfa“ Það er ómögulegt fyrir Swansea City að fylla skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þetta segir Ian Walsh, fyrrverandi leikmaður Swansea og velska landsliðsins. 16. ágúst 2017 07:17 Spilar í bláu allan ársins hring Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag. 16. ágúst 2017 06:00 Ísland og 25 ára saga ensku úrvalsdeildarinnar Enska úrvalsdeildin fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir og það er því ekki úr vegi að skoða þátttöku íslenskra knattspyrnumanna í deildinni á þessum aldarfjórðungi. 11. ágúst 2017 06:30 Everton og Swansea búin að semja um kaupverð: Gylfi í læknisskoðun í fyrramálið Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga til liðs við Everton í ensku úrvalsdeildinni. 15. ágúst 2017 19:22 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Sjá meira
Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli. 12. ágúst 2017 16:00
„Ómögulegt að fylla skarð Gylfa“ Það er ómögulegt fyrir Swansea City að fylla skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þetta segir Ian Walsh, fyrrverandi leikmaður Swansea og velska landsliðsins. 16. ágúst 2017 07:17
Spilar í bláu allan ársins hring Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag. 16. ágúst 2017 06:00
Ísland og 25 ára saga ensku úrvalsdeildarinnar Enska úrvalsdeildin fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir og það er því ekki úr vegi að skoða þátttöku íslenskra knattspyrnumanna í deildinni á þessum aldarfjórðungi. 11. ágúst 2017 06:30
Everton og Swansea búin að semja um kaupverð: Gylfi í læknisskoðun í fyrramálið Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga til liðs við Everton í ensku úrvalsdeildinni. 15. ágúst 2017 19:22