Innlent

Fiskaflinn var rúmlega 73 þúsund tonn í júlí

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Fiskafli íslenskra skipa er 3 prósentum meiri en í júlí 2016
Fiskafli íslenskra skipa er 3 prósentum meiri en í júlí 2016 vísir/stefán
Fiskafli íslenskra skipa er 3 prósentum meiri en í júlí 2016 og er nú 73.473 tonn. Þá jókst botnfiskaflinn um 6 prósent eða 30 þúsund tonn og þar af voru 17 þúsund tonn af þorski. Er það 22 prósenta aukning miðað við júlí 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni.

Heildarafli á þessu tólf mánaða tímabili frá ágúst 2016 til júlí 2017 var 1.120 þúsund tonn og eykst um 8 prósent. 

Uppsjávarafli dróst saman um 2 prósent og var tæplega 39 þúsund tonn miðað við sama tíma í fyrra. Þá veiddist mest af makríl eða 28 þúsund tonn. Flatfiskaflinn jókst um 35 prósent á milli ára og var 3.200 tonn en mest veiddist af grálúðu í júlí eða 2.300 tonn. Þá jókst skeldýraafli og var 1.632 tonn en var 1.238 tonn í júlí 2016.

Verðmæti afla var 6,3 prósentum meira en í júlí í fyrra miðað við fast verðlag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×