Milljarða fjárfesting HB Granda bundin við bryggju Benedikt Bóas skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Engey RE 91 við bryggju á Akranesi. Unnið er dag og nótt við að koma nýstárlegum búnaði um borð. vísir/eyþór Engey RE 91, nýtt skip HB Granda, hefur ekki enn farið í eina einustu veiðiferð en stefnt er að því að skipið sigli út á morgun í sína fyrstu veiðiferð. Þegar skipið kom til hafnar í Reykjavík í byrjun apríl var tilkynnt að það færi á veiðar í lok þess mánaðar. Síðan hafa komið upp margvísleg vandamál enda er um borð byltingarkenndur vinnslubúnaður, sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. „Þetta er nýtt fyrir mönnum og hefur aldrei áður verið gert í heiminum þannig að menn gerðu sér kannski ekki grein fyrir umfanginu. En ég vona að við séum að komast fyrir vind núna og skipið haldi til veiða á fimmtudagskvöldið sem er mun síðar en gert var ráð fyrir,“ segir Vilhjálmur en skipið hefur farið tvo tilraunatúra. Fyrirtækið Skaginn 3X hannar búnaðinn og hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands fyrir hann. Tæknin grundvallast á nýjum aðferðum við meðhöndlun fisksins og aukinni sjálfvirkni í vinnslukerfinu sem flýtir aðgerð og frágangi á afla sem á að skila mun betri gæðum. Með nýrri myndavélatækni er hver einasti fiskur myndaður, tegundagreindur og stærðarflokkaður. Ingólfur Árnason, forstjóri Skagans 3X, segir að verkefnið sé risavaxið þróunarverkefni og þróunin muni halda áfram. Vilhjálmur bendir á að töfin sé óheppileg og hafi ýmisleg áhrif á HB Granda. „Við höfum þurft að halda hinum skipunum að veiðum og verið að fá heldur minni afla inn í hús en við áætluðum. Verst kemur þetta þó við áhöfnina sem verður af tekjum.“ Skipið er einn tæknivæddasti ísfisktogari landsins og er hluti af um sjö milljarða króna fjárfestingu HB Granda. Fyrir utan íburð í tækni er einnig íburður um borð sem HB Grandi vill frekar hafa á sjó en við höfn. „Þetta eru ekki bilanir heldur er verið að koma búnaðinum í virkni. Umfangið er meira en menn gerðu ráð fyrir og er að taka mun lengri tíma en var áætlað eins og forritun og hugbúnaður.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ný Engey sjósett Nýr ísfiskitogari, Engey RE, var sjósettur á þriðjudag. 3. mars 2016 07:00 Engey komin til Reykjavíkur 7. apríl 2017 19:15 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Engey RE 91, nýtt skip HB Granda, hefur ekki enn farið í eina einustu veiðiferð en stefnt er að því að skipið sigli út á morgun í sína fyrstu veiðiferð. Þegar skipið kom til hafnar í Reykjavík í byrjun apríl var tilkynnt að það færi á veiðar í lok þess mánaðar. Síðan hafa komið upp margvísleg vandamál enda er um borð byltingarkenndur vinnslubúnaður, sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. „Þetta er nýtt fyrir mönnum og hefur aldrei áður verið gert í heiminum þannig að menn gerðu sér kannski ekki grein fyrir umfanginu. En ég vona að við séum að komast fyrir vind núna og skipið haldi til veiða á fimmtudagskvöldið sem er mun síðar en gert var ráð fyrir,“ segir Vilhjálmur en skipið hefur farið tvo tilraunatúra. Fyrirtækið Skaginn 3X hannar búnaðinn og hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands fyrir hann. Tæknin grundvallast á nýjum aðferðum við meðhöndlun fisksins og aukinni sjálfvirkni í vinnslukerfinu sem flýtir aðgerð og frágangi á afla sem á að skila mun betri gæðum. Með nýrri myndavélatækni er hver einasti fiskur myndaður, tegundagreindur og stærðarflokkaður. Ingólfur Árnason, forstjóri Skagans 3X, segir að verkefnið sé risavaxið þróunarverkefni og þróunin muni halda áfram. Vilhjálmur bendir á að töfin sé óheppileg og hafi ýmisleg áhrif á HB Granda. „Við höfum þurft að halda hinum skipunum að veiðum og verið að fá heldur minni afla inn í hús en við áætluðum. Verst kemur þetta þó við áhöfnina sem verður af tekjum.“ Skipið er einn tæknivæddasti ísfisktogari landsins og er hluti af um sjö milljarða króna fjárfestingu HB Granda. Fyrir utan íburð í tækni er einnig íburður um borð sem HB Grandi vill frekar hafa á sjó en við höfn. „Þetta eru ekki bilanir heldur er verið að koma búnaðinum í virkni. Umfangið er meira en menn gerðu ráð fyrir og er að taka mun lengri tíma en var áætlað eins og forritun og hugbúnaður.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ný Engey sjósett Nýr ísfiskitogari, Engey RE, var sjósettur á þriðjudag. 3. mars 2016 07:00 Engey komin til Reykjavíkur 7. apríl 2017 19:15 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira