Aqua-Lene leikur nýja eiginkonu Caspers í Klovn Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2017 14:35 Reiknað er með að sjöunda þáttaröð Klovn verði sýnd á næsta ári. Vísir/Anton Brink Lene Nystrøm, sem gerði garðinn frægan sem söngkona sveitarinnar Aqua, mun fara með hlutverk nýrrar eiginkonu Casper Christensen í næstu þáttaröð um vitleysingana í Klovn. Nystrøm segir í samtali við TV2 að hún muni þar leika ýkta útgáfu af sjálfri sér. Klovn fjallar um líf grínistanna Frank Hvam og Casper Christensen og raunir þeirra en þættirnir nutu mikilla vinsælda í Danmörku, Íslandi og víðar. Tökur standa nú yfir á sjöundu þáttaröðinni en auk fyrri þáttaraðanna sex hafa komið út tvær kvikmyndir um ævintýri þeirra Frank og Casper. Í fyrri þáttum og kvikmyndum hefur Iben Hjejle farið með hlutverk eiginkonu Casper. Þau Hjejle og Christensen voru einnig hjón í raunveruleikanum en skildu árið 2011. Í nýju þáttaröðinni verða Casper og Iben einnig búin að skilja og hann hefur þá tekið saman við og gifst Lene. Nystrøm hefur látið að sér kveða á sviði leiklistar á síðustu árum. Lene og félagar hennar í Aqua áttu hvern stórsmellinn á fætur öðrum á tíunda áratugnum, meðal annars Barbie Girl og Doctor Jones. Reiknað er með að sjöunda þáttaröð Klovn verði sýnd á næsta ári. Tengdar fréttir Frank og Casper ráðast í gerð fleiri Klovn-þátta Dönsku grínistarnir Frank Hvam og Casper Christiansen hafa ákveðið að ráðast í gerð sjöundu þáttaraðarinnar af Klovn. 1. febrúar 2017 18:17 Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Lene Nystrøm, sem gerði garðinn frægan sem söngkona sveitarinnar Aqua, mun fara með hlutverk nýrrar eiginkonu Casper Christensen í næstu þáttaröð um vitleysingana í Klovn. Nystrøm segir í samtali við TV2 að hún muni þar leika ýkta útgáfu af sjálfri sér. Klovn fjallar um líf grínistanna Frank Hvam og Casper Christensen og raunir þeirra en þættirnir nutu mikilla vinsælda í Danmörku, Íslandi og víðar. Tökur standa nú yfir á sjöundu þáttaröðinni en auk fyrri þáttaraðanna sex hafa komið út tvær kvikmyndir um ævintýri þeirra Frank og Casper. Í fyrri þáttum og kvikmyndum hefur Iben Hjejle farið með hlutverk eiginkonu Casper. Þau Hjejle og Christensen voru einnig hjón í raunveruleikanum en skildu árið 2011. Í nýju þáttaröðinni verða Casper og Iben einnig búin að skilja og hann hefur þá tekið saman við og gifst Lene. Nystrøm hefur látið að sér kveða á sviði leiklistar á síðustu árum. Lene og félagar hennar í Aqua áttu hvern stórsmellinn á fætur öðrum á tíunda áratugnum, meðal annars Barbie Girl og Doctor Jones. Reiknað er með að sjöunda þáttaröð Klovn verði sýnd á næsta ári.
Tengdar fréttir Frank og Casper ráðast í gerð fleiri Klovn-þátta Dönsku grínistarnir Frank Hvam og Casper Christiansen hafa ákveðið að ráðast í gerð sjöundu þáttaraðarinnar af Klovn. 1. febrúar 2017 18:17 Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Frank og Casper ráðast í gerð fleiri Klovn-þátta Dönsku grínistarnir Frank Hvam og Casper Christiansen hafa ákveðið að ráðast í gerð sjöundu þáttaraðarinnar af Klovn. 1. febrúar 2017 18:17