Hnúðlaxar eru að veiðast víða á landinu Karl Lúðvíksson skrifar 12. ágúst 2017 10:00 Hnúðlax sem veiddist nýlega í Héðinsfjarðarvatni Mynd: Haukur Sveinn Hauksson Mynd af hnúðlaxahrúgu eftir ádrátt í Vesterelva í Noregi Það hefur verið frekar sjaldgæft að fá hnúðlax í ám á Íslandi þó svo að það gerist á hverju ári en hingað til hefur þetta verið einn og einn fiskur. Í sumar hefur aftur á móti borið meira á hnúðlaxi en dæmi eru um og staðfest tilfelli að nálgast annan tuginn og hann hefur veiðst í flestum landshlutum en að vestfjörðum undanskildum að okkur vitandi. Hnúðlaxi var sleppt á sínum tíma í ár á Kólaskaga til að reyna byggja upp stofna þar og hefur síðan dreift sér víða við litla hrifningu. Í Noregi hefur til að mynda verið dregið á nokkrar ár þar sem hnúðlaxinn hefur gengið í og það í magni sem hefur ekki áður sést. Í gær var dregið á í Vesterelva og afraksturinn af því var 156 laxar og í heildina hafa veiðst 591 hnúðlax í ánni. Fréttir af hnúðlöxum berast úr fleiri ám í Noregi, Bretlandi og Skotlandi og hafa veiðiréttarhafar í ánum þar sem þessir laxar hafa veiðst nokkrar áhyggjur af gangi mála. Í ánni Koma í Finnmörku voru taldir til að mynda um 1200 hnúðlaxar og allir þessir laxar sem hafa veiðst eru komnir að hrygningu. Hnúðlaxinn er Kyrrahafsfiskur sem gengur upp í árnar til að hrygna og til að mynda í British Colombia í Kanada hefur göngumynstrið verið annað hvert ár og einmitt á árum sem enda á oddatölu. Spurningin er því sú hvort svipað göngumunstur sé að verða til í þeim stofni sem virðist vera festa rætur í norðanverðu Atlantshafi. Mest lesið Ytri Rangá komin í 3000 laxa Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Opið hús hjá SVFR annað kvöld Veiði Fyrsti laxinn kominn í Laxá í Kjós Veiði Veiðisaga úr Blöndu Veiði Austurbakki Hólsár búinn að gefa sína fyrstu laxa Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Ný mynd um lífsgöngu laxa á leið í bíó Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði
Mynd af hnúðlaxahrúgu eftir ádrátt í Vesterelva í Noregi Það hefur verið frekar sjaldgæft að fá hnúðlax í ám á Íslandi þó svo að það gerist á hverju ári en hingað til hefur þetta verið einn og einn fiskur. Í sumar hefur aftur á móti borið meira á hnúðlaxi en dæmi eru um og staðfest tilfelli að nálgast annan tuginn og hann hefur veiðst í flestum landshlutum en að vestfjörðum undanskildum að okkur vitandi. Hnúðlaxi var sleppt á sínum tíma í ár á Kólaskaga til að reyna byggja upp stofna þar og hefur síðan dreift sér víða við litla hrifningu. Í Noregi hefur til að mynda verið dregið á nokkrar ár þar sem hnúðlaxinn hefur gengið í og það í magni sem hefur ekki áður sést. Í gær var dregið á í Vesterelva og afraksturinn af því var 156 laxar og í heildina hafa veiðst 591 hnúðlax í ánni. Fréttir af hnúðlöxum berast úr fleiri ám í Noregi, Bretlandi og Skotlandi og hafa veiðiréttarhafar í ánum þar sem þessir laxar hafa veiðst nokkrar áhyggjur af gangi mála. Í ánni Koma í Finnmörku voru taldir til að mynda um 1200 hnúðlaxar og allir þessir laxar sem hafa veiðst eru komnir að hrygningu. Hnúðlaxinn er Kyrrahafsfiskur sem gengur upp í árnar til að hrygna og til að mynda í British Colombia í Kanada hefur göngumynstrið verið annað hvert ár og einmitt á árum sem enda á oddatölu. Spurningin er því sú hvort svipað göngumunstur sé að verða til í þeim stofni sem virðist vera festa rætur í norðanverðu Atlantshafi.
Mest lesið Ytri Rangá komin í 3000 laxa Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Opið hús hjá SVFR annað kvöld Veiði Fyrsti laxinn kominn í Laxá í Kjós Veiði Veiðisaga úr Blöndu Veiði Austurbakki Hólsár búinn að gefa sína fyrstu laxa Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Ný mynd um lífsgöngu laxa á leið í bíó Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði