Áfram alþjóðavæðing Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 12. ágúst 2017 06:00 Auðvitað deilum við um Costco eins og annað. Yfir sumartímann, þegar allt sofnar grillsvefninum langa, þá er kærkomið að þrasa um verslunarhætti og okurbúllur kaupmanna. Verslun hefur alla tíð verið hitamál, maðkað mjöl, einokun, útlenskir kaupmenn og gráðugir heildsalar, allt efni í margháttaðan pirring og ergelsi. Og nú er Costco komið. Þetta ameríska gróðafyrirtæki, þessi holdgervingur alþjóða kapítalismans er búinn að hreiðra um sig í Garðabænum og viti menn, almenn gleði brýst út. Biðraðir af íslenskum kaupendum sem leita þar skjóls frá okri innlendra kaupmanna, „hvar voru Ameríkanarnir þegar danskurinn tróð upp á okkur maðkaða mjölinu“, segja menn hressir á meðan ódýru bensíni er dælt á bílinn. Meira að segja vinstrisinnaðir vinir mínir eru himinlifandi. Þeir eru gersamlega búnir að gleyma öllu þrefi um ömurleika frjálsra viðskipta og kúgunarvald amerískra heimsvaldakapítalista, en keppast við að segja manni hvað hitt og þetta kostaði í Costco. Hver veit nema upp sé að renna skilningur á jákvæðum áhrifum alþjóðlegra viðskipta. Kannski sjá vinstri vinirnir mínir að alþjóðavæðingin, sem Costco er dæmi um, hefur skilað miklum ábata fyrir venjulegt fólk víðs vegar um heiminn. Vissulega geta íbúar Vesturlanda ekki lengur gengið að því vísu að lífskjör þeirra verði miklu betri en íbúa annarra heimsálfa, en á móti kemur að aldrei í veraldarsögunni hafa jafn margir brotist úr örbirgð til bjargálna eins og gerst hefur á undanförnum áratugum. Ánægja fjölmargra vinstri manna með Costco er vonandi fyrirheit um enn frekari vilja þeirra til að auka samkeppni með því að auðvelda umsvif alþjóðlegra fyrirtækja hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun
Auðvitað deilum við um Costco eins og annað. Yfir sumartímann, þegar allt sofnar grillsvefninum langa, þá er kærkomið að þrasa um verslunarhætti og okurbúllur kaupmanna. Verslun hefur alla tíð verið hitamál, maðkað mjöl, einokun, útlenskir kaupmenn og gráðugir heildsalar, allt efni í margháttaðan pirring og ergelsi. Og nú er Costco komið. Þetta ameríska gróðafyrirtæki, þessi holdgervingur alþjóða kapítalismans er búinn að hreiðra um sig í Garðabænum og viti menn, almenn gleði brýst út. Biðraðir af íslenskum kaupendum sem leita þar skjóls frá okri innlendra kaupmanna, „hvar voru Ameríkanarnir þegar danskurinn tróð upp á okkur maðkaða mjölinu“, segja menn hressir á meðan ódýru bensíni er dælt á bílinn. Meira að segja vinstrisinnaðir vinir mínir eru himinlifandi. Þeir eru gersamlega búnir að gleyma öllu þrefi um ömurleika frjálsra viðskipta og kúgunarvald amerískra heimsvaldakapítalista, en keppast við að segja manni hvað hitt og þetta kostaði í Costco. Hver veit nema upp sé að renna skilningur á jákvæðum áhrifum alþjóðlegra viðskipta. Kannski sjá vinstri vinirnir mínir að alþjóðavæðingin, sem Costco er dæmi um, hefur skilað miklum ábata fyrir venjulegt fólk víðs vegar um heiminn. Vissulega geta íbúar Vesturlanda ekki lengur gengið að því vísu að lífskjör þeirra verði miklu betri en íbúa annarra heimsálfa, en á móti kemur að aldrei í veraldarsögunni hafa jafn margir brotist úr örbirgð til bjargálna eins og gerst hefur á undanförnum áratugum. Ánægja fjölmargra vinstri manna með Costco er vonandi fyrirheit um enn frekari vilja þeirra til að auka samkeppni með því að auðvelda umsvif alþjóðlegra fyrirtækja hér á landi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun