RIF plata lítur loksins dagsins ljós Stefán Þór Hjartarson skrifar 11. ágúst 2017 09:45 Andri Ásgrímsson úr RIF náði loksins að klára og gefa út plötuna Yfir djúpin dagur skín. Vísir/Ernir „Þetta er plata sem ég hef verið að vinna að í frekar langan tíma, átakanlegt verkefni sem ég þurfti að klára. Það var aðallega peningaleysi sem olli því að þetta tók svona langan tíma – það kostar að fara í stúdíó, og svo bara lífið, lífið tekur meiri tíma heldur en að gera tónlist – tónlist er ekki söluvæn vara í dag og er alltaf á kantinum,“ segir Andri Ásgrímsson tónlistarmaður en hann ásamt Haraldi Þorsteinssyni sendi frá sér plötuna Yfir djúpin dagur skín. Þeir starfa sem hljómsveitin RIF en hafa þó ýmislegt brallað í tónlistinni gegnum tíðina – Andri hefur lengi spilað með Leaves og með Haraldi í hljómsveitinni Náttfara. „þetta er dálítið þjóðleg plata – ég er að syngja á íslensku. Það var eiginlega konseptið, ég hef aðallega verið í „instrumental“ tónlist; Náttfara og svo gerði ég sólóplötu 2009 sem hét Orrustan um Esjuna sem var bara „instrumental“. Svo þetta var smá „challenge“ fyrir mig, að fara út í þennan anga tónlistar og syngja á íslensku. Ég var að gera lög við texta eftir Stein Steinarr og út frá því fór ég að gera eigin texta. Þannig að þetta var svolítið spennandi á tímabili en síðan var þetta sett í skúffu. En núna er þetta loksins komið.“ RIF spilar í Lucky Records í dag klukkan fimm. Plötuna má kaupa á geisladisk og vínyl í Smekkleysu, Lucky Records og Kaffi Vínyl auk þess sem hlusta má á hana á Spotify og iTunes. Tónlist Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þetta er plata sem ég hef verið að vinna að í frekar langan tíma, átakanlegt verkefni sem ég þurfti að klára. Það var aðallega peningaleysi sem olli því að þetta tók svona langan tíma – það kostar að fara í stúdíó, og svo bara lífið, lífið tekur meiri tíma heldur en að gera tónlist – tónlist er ekki söluvæn vara í dag og er alltaf á kantinum,“ segir Andri Ásgrímsson tónlistarmaður en hann ásamt Haraldi Þorsteinssyni sendi frá sér plötuna Yfir djúpin dagur skín. Þeir starfa sem hljómsveitin RIF en hafa þó ýmislegt brallað í tónlistinni gegnum tíðina – Andri hefur lengi spilað með Leaves og með Haraldi í hljómsveitinni Náttfara. „þetta er dálítið þjóðleg plata – ég er að syngja á íslensku. Það var eiginlega konseptið, ég hef aðallega verið í „instrumental“ tónlist; Náttfara og svo gerði ég sólóplötu 2009 sem hét Orrustan um Esjuna sem var bara „instrumental“. Svo þetta var smá „challenge“ fyrir mig, að fara út í þennan anga tónlistar og syngja á íslensku. Ég var að gera lög við texta eftir Stein Steinarr og út frá því fór ég að gera eigin texta. Þannig að þetta var svolítið spennandi á tímabili en síðan var þetta sett í skúffu. En núna er þetta loksins komið.“ RIF spilar í Lucky Records í dag klukkan fimm. Plötuna má kaupa á geisladisk og vínyl í Smekkleysu, Lucky Records og Kaffi Vínyl auk þess sem hlusta má á hana á Spotify og iTunes.
Tónlist Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning