Costco áhrifin Þórarinn Þórarinsson skrifar 11. ágúst 2017 10:00 Hef aldrei komið til Ameríku. En ef Tóti vill ekki fara til Ameríku þá verður Ameríka að koma til Tóta. Og það hefur hún loksins gert! Fagra gleði, guða logi, Costco, heill sé þér! Í þinn hásal hrifnir eldi, heilög gyðja, komum vér. Þínir blíðu töfrar tengja, tízkan meðan sundur slær; allir bræður aftur verða yndisvængjum þínum nær. Mest er talað um Costco sem einhverja ægilega kjarabót fyrir krónupínda íslenska aumingja. Skítt með það þótt lífeyrir okkar allra sé bundinn í sjóðum sem spillingargemlingar stjórna þannig að á meðan við græðum í Costco rýrnar framtíðarframfærsla okkar um skrilljónir vegna þess að einhverra undarlegra hluta vegna höfum við verið á fullu að fjárfesta í kúgurum okkar á matvörumarkaði. Og við töpum samt alltaf. Geggjað? Nei, bara íslenskt. En hverjum er ekki sama? Ameríka er komin! Sjálfum er mér slétt sama um að bleyjur og Kókó Pöffs eru einhverjum krónum ódýrari í Costco. Vöruúrvalið heillar mig. Borða þó ekkert sem blæðir ekki þannig að mér gæti ekki verið sama um jarðarber sem bragð er að og ferskt avókadó. Fyrir mér má það drasl enn vera jafn maðkað og gamla einokunarmjölið. En nú get ég steikt almennilega, hnausþykka hamborgara með Mexicana-osti eða grillað mér bragðsterka samloku með osti þessum og „Sliced honey roast ham“ sem kemur í svo þykkum sneiðum að hver og ein nýtist á í það minnsta fimm samlokur. Eins og frelsarinn sjálfur sé kominn að breyta útvötnuðu framsóknarvernduðu skinkudrasli í alvöru svínakjöt. Og þegar kuldaboli fer að bíta í viðkvæmu húðina mína í vetur þá maka ég á mig E45 cream þannig að ég verð mjúkur eins og dúnn. Costco hefur gert okkur frjáls! USA! USA! USA! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun
Hef aldrei komið til Ameríku. En ef Tóti vill ekki fara til Ameríku þá verður Ameríka að koma til Tóta. Og það hefur hún loksins gert! Fagra gleði, guða logi, Costco, heill sé þér! Í þinn hásal hrifnir eldi, heilög gyðja, komum vér. Þínir blíðu töfrar tengja, tízkan meðan sundur slær; allir bræður aftur verða yndisvængjum þínum nær. Mest er talað um Costco sem einhverja ægilega kjarabót fyrir krónupínda íslenska aumingja. Skítt með það þótt lífeyrir okkar allra sé bundinn í sjóðum sem spillingargemlingar stjórna þannig að á meðan við græðum í Costco rýrnar framtíðarframfærsla okkar um skrilljónir vegna þess að einhverra undarlegra hluta vegna höfum við verið á fullu að fjárfesta í kúgurum okkar á matvörumarkaði. Og við töpum samt alltaf. Geggjað? Nei, bara íslenskt. En hverjum er ekki sama? Ameríka er komin! Sjálfum er mér slétt sama um að bleyjur og Kókó Pöffs eru einhverjum krónum ódýrari í Costco. Vöruúrvalið heillar mig. Borða þó ekkert sem blæðir ekki þannig að mér gæti ekki verið sama um jarðarber sem bragð er að og ferskt avókadó. Fyrir mér má það drasl enn vera jafn maðkað og gamla einokunarmjölið. En nú get ég steikt almennilega, hnausþykka hamborgara með Mexicana-osti eða grillað mér bragðsterka samloku með osti þessum og „Sliced honey roast ham“ sem kemur í svo þykkum sneiðum að hver og ein nýtist á í það minnsta fimm samlokur. Eins og frelsarinn sjálfur sé kominn að breyta útvötnuðu framsóknarvernduðu skinkudrasli í alvöru svínakjöt. Og þegar kuldaboli fer að bíta í viðkvæmu húðina mína í vetur þá maka ég á mig E45 cream þannig að ég verð mjúkur eins og dúnn. Costco hefur gert okkur frjáls! USA! USA! USA!
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun