Að hverfa í fjöldann og skapa sér líf utan hjónabands Magnús Guðmundsson skrifar 10. ágúst 2017 17:00 Ásta Kristín Benediktsdóttir bókmenntafræðingur segir að í hinsegin sagnfræði sé m.a. skoðað hvernig samfélög hafa brugðist við þeim sem standa fyrir utan normið. Visir/Laufey Hinsegin sagnfræði er bæði saga hinsegin fólks í frekar víðum skilningi sem og alls konar fólks sem er ekki gagnkynhneigt. En síðan er þetta líka spurning um aðferðafræði og þar kemur þetta greinasafn nýtt inn því þar er að finna ákveðna nálgun að sögunni sem er frábrugðin hefðbundnari sagnfræði,“ segir Ásta Kristín Benediktsdóttir, sem er ein af ritstjórum greinasafnsins Svo veistu að þú varst ekki hér. Hinsegin sagnfræði og hinsegin saga á Íslandi, sem Sögufélag gefur út. Auk Ástu Kristínar eru ritstjórar þær Hafdís Erla Hafsteinsdóttir og Íris Ellenberger en allar eiga þær greinar í ritinu auk Kristínar Svövu Tómasdóttur, Þorsteins Vilhjálmssonar og Þorvalds Kristinssonar. Ásta Kristín segir að hinsegin sagnfræði sé í fræðilegu tilliti sambærileg við róttæka feminíska rýni. „Þetta er nálgun sem skoðar hugmyndafræði, orðræður og reynir að skilja hvernig samfélögin á hverjum tíma fyrir sig brugðust við hinsegin fólki. Ekki endilega að skoða hvaða fólk í gamla daga var hinsegin heldur meira að skoða hvernig var talað um kyn og kynverund og hvernig var brugðist við fólki sem var öðruvísi heldur en normið. Hvernig var talað um fólk, hvernig var farið með fólk, hvernig var valdi beitt og þannig mætti áfram telja.“ Ásta Kristín segir að í þessu riti sé verið að skoða íslenskt samfélag og þar sem samkynhneigð hafi fyrst orðið sýnileg í Reykjavík sé hún fyrirferðarmikil á sögusviðinu. „Þetta var eina borgin og hefur alltaf verið. Við erum þó ekki bundin við Reykjavík því þarna er til að mynda grein um Guðmund Sigurjónsson sem var dæmdur í fangelsi fyrir „kynvillu“ árið 1924. Guðmundur var úr Mývatnssveit og það er grein sem fer með okkur bæði norður í land og til Vesturheims og víðar. En engu að síður verður hinsegin menning oft fyrst til í borgarmenningu af þeirri ástæðu til dæmis að þar skapast fremur þær aðstæður að fólk geti fengið að vera það sjálft, það á auðveldara með að hverfa í fjöldann og skapa sér líf utan hjónabands og fjölskyldu.“ Í sögulegu samhengi þá virðist vera að saga karlmanna sé mjög ríkjandi og Ásta Kristín segir að skýringuna sé meðal annars að finna í sömu ástæðum og í annarri söguskoðun. „Almennt í sögum um allan heim er meira skrifað um karlmenn en konur sem ræðst af því að þeir hafa meira aðgengi að opinberu rými, valdastöðum, fjölmiðlum og svo framvegis á meðan konur liggja meira til hliðar. Að auki þá hafa líka verið harðari viðbrögð við samkynhneigð karla en kvenna. Það þýðir ekki að samkynhneigð kvenna hafi verið samþykkt heldur var meira litið fram hjá henni eða látið sem hún væri ekki til á meðan það var brugðist harkalegar við karlmönnunum.“ Ásta Kristín bendir einnig á að sambúð kvenna hafi jafnvel verið samfélagslega ásættanleg út frá efnahagslegum sjónarmiðum þó svo samkynhneigðin væri það alls ekki. „Þetta er samt eitthvað sem okkur langar til þess að skoða nánar vegna þess að við vitum í raun nánast ekki neitt um þetta atriði í íslensku samhengi. Þess vegna erum við, sem ritstýrðum þessari bók, að setja af stað heimildasöfnunarverkefni og það miðar sérstaklega að því að safna heimildum um hinsegin konur. Við vitum nánast ekkert um þær og það er erfitt að finna þessar heimildir þannig að það þarf að leita að þeim sérstaklega.“ Þegar horft er til þess að 1924 var maður fangelsaður fyrir samkynhneigð og svo að Hinsegindagar standa nú sem hæst í Reykjavík þá er óhjákvæmilegt að velta því fyrir sér hvenær viðhorf samfélagsins hafi tekið að breytast. Ásta Kristín segir að það hafi líkast til verið að gera það allan þennan tíma. „Sú grein í bókinni sem fjallar um það sem er næst okkur í tíma er eftir Írisi Ellenberger og fjallar um 21. öldina. Þar er sýnt fram á hversu greinileg breyting hefur orðið í samfélaginu, einkum í því hvernig er hugsað um samkynhneigð og hvernig hún er samþykkt en líka felld inn í þjóðernisorðræðu og sitthvað fleira.“ Ásta Kristín segir að greinarnar í bókinni séu ólíkar en tengist engu að síður með ýmsum hætti. „Við vonum að þetta myndi tiltölulega heildstætt verk. Þannig ætti þetta að vera bók fyrir sagnfræðinga, þá sem hafa áhuga á íslenskri menningu og þannig alla þá sem hafa áhuga á þessum málum. Það er erfitt að átta sig á því þegar maður er að ritstýra fræðigreinum hvernig tekst til við að hafa verkið aðgengilegt almenningi en ég held að þessi bók sé það. Ég vona allavega að okkur hafi tekist að gera þetta auðlæsilegt þannig að allir geti lesið og fræðst um þessa mjög svo forvitnilegu sögu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. ágúst. Menning Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hinsegin sagnfræði er bæði saga hinsegin fólks í frekar víðum skilningi sem og alls konar fólks sem er ekki gagnkynhneigt. En síðan er þetta líka spurning um aðferðafræði og þar kemur þetta greinasafn nýtt inn því þar er að finna ákveðna nálgun að sögunni sem er frábrugðin hefðbundnari sagnfræði,“ segir Ásta Kristín Benediktsdóttir, sem er ein af ritstjórum greinasafnsins Svo veistu að þú varst ekki hér. Hinsegin sagnfræði og hinsegin saga á Íslandi, sem Sögufélag gefur út. Auk Ástu Kristínar eru ritstjórar þær Hafdís Erla Hafsteinsdóttir og Íris Ellenberger en allar eiga þær greinar í ritinu auk Kristínar Svövu Tómasdóttur, Þorsteins Vilhjálmssonar og Þorvalds Kristinssonar. Ásta Kristín segir að hinsegin sagnfræði sé í fræðilegu tilliti sambærileg við róttæka feminíska rýni. „Þetta er nálgun sem skoðar hugmyndafræði, orðræður og reynir að skilja hvernig samfélögin á hverjum tíma fyrir sig brugðust við hinsegin fólki. Ekki endilega að skoða hvaða fólk í gamla daga var hinsegin heldur meira að skoða hvernig var talað um kyn og kynverund og hvernig var brugðist við fólki sem var öðruvísi heldur en normið. Hvernig var talað um fólk, hvernig var farið með fólk, hvernig var valdi beitt og þannig mætti áfram telja.“ Ásta Kristín segir að í þessu riti sé verið að skoða íslenskt samfélag og þar sem samkynhneigð hafi fyrst orðið sýnileg í Reykjavík sé hún fyrirferðarmikil á sögusviðinu. „Þetta var eina borgin og hefur alltaf verið. Við erum þó ekki bundin við Reykjavík því þarna er til að mynda grein um Guðmund Sigurjónsson sem var dæmdur í fangelsi fyrir „kynvillu“ árið 1924. Guðmundur var úr Mývatnssveit og það er grein sem fer með okkur bæði norður í land og til Vesturheims og víðar. En engu að síður verður hinsegin menning oft fyrst til í borgarmenningu af þeirri ástæðu til dæmis að þar skapast fremur þær aðstæður að fólk geti fengið að vera það sjálft, það á auðveldara með að hverfa í fjöldann og skapa sér líf utan hjónabands og fjölskyldu.“ Í sögulegu samhengi þá virðist vera að saga karlmanna sé mjög ríkjandi og Ásta Kristín segir að skýringuna sé meðal annars að finna í sömu ástæðum og í annarri söguskoðun. „Almennt í sögum um allan heim er meira skrifað um karlmenn en konur sem ræðst af því að þeir hafa meira aðgengi að opinberu rými, valdastöðum, fjölmiðlum og svo framvegis á meðan konur liggja meira til hliðar. Að auki þá hafa líka verið harðari viðbrögð við samkynhneigð karla en kvenna. Það þýðir ekki að samkynhneigð kvenna hafi verið samþykkt heldur var meira litið fram hjá henni eða látið sem hún væri ekki til á meðan það var brugðist harkalegar við karlmönnunum.“ Ásta Kristín bendir einnig á að sambúð kvenna hafi jafnvel verið samfélagslega ásættanleg út frá efnahagslegum sjónarmiðum þó svo samkynhneigðin væri það alls ekki. „Þetta er samt eitthvað sem okkur langar til þess að skoða nánar vegna þess að við vitum í raun nánast ekki neitt um þetta atriði í íslensku samhengi. Þess vegna erum við, sem ritstýrðum þessari bók, að setja af stað heimildasöfnunarverkefni og það miðar sérstaklega að því að safna heimildum um hinsegin konur. Við vitum nánast ekkert um þær og það er erfitt að finna þessar heimildir þannig að það þarf að leita að þeim sérstaklega.“ Þegar horft er til þess að 1924 var maður fangelsaður fyrir samkynhneigð og svo að Hinsegindagar standa nú sem hæst í Reykjavík þá er óhjákvæmilegt að velta því fyrir sér hvenær viðhorf samfélagsins hafi tekið að breytast. Ásta Kristín segir að það hafi líkast til verið að gera það allan þennan tíma. „Sú grein í bókinni sem fjallar um það sem er næst okkur í tíma er eftir Írisi Ellenberger og fjallar um 21. öldina. Þar er sýnt fram á hversu greinileg breyting hefur orðið í samfélaginu, einkum í því hvernig er hugsað um samkynhneigð og hvernig hún er samþykkt en líka felld inn í þjóðernisorðræðu og sitthvað fleira.“ Ásta Kristín segir að greinarnar í bókinni séu ólíkar en tengist engu að síður með ýmsum hætti. „Við vonum að þetta myndi tiltölulega heildstætt verk. Þannig ætti þetta að vera bók fyrir sagnfræðinga, þá sem hafa áhuga á íslenskri menningu og þannig alla þá sem hafa áhuga á þessum málum. Það er erfitt að átta sig á því þegar maður er að ritstýra fræðigreinum hvernig tekst til við að hafa verkið aðgengilegt almenningi en ég held að þessi bók sé það. Ég vona allavega að okkur hafi tekist að gera þetta auðlæsilegt þannig að allir geti lesið og fræðst um þessa mjög svo forvitnilegu sögu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. ágúst.
Menning Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira