Enski boltinn

Viðar sagður undir smásjá Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Viðar í leik með Maccabi Tel Aviv gegn KR fyrr í sumar.
Viðar í leik með Maccabi Tel Aviv gegn KR fyrr í sumar. vísir/andri marinó
Forráðamenn Newcastle hafa áhuga á Viðari Erni Kjartanssyni, leikmanni Maccabi Tel Aviv, ef marka má frétt Daily Star í dag. Newcastler er sagt reiðubúið að bjóða átta milljónir punda í sóknarmanninn, jafnvirði rúmlega milljarðs króna.

Viðar Örn hefur skorað mikið með Maccabi síðan hann gekk í raðir félagsins á síðasta ári og haldið uppteknum hætti í upphafi nýs tímabils.

Viðar hefur skorað mikið hvar sem hann hefur spilað, með Vålerenga í Noregi, Malmö í Svíþjóð og Jiangsu Sainty í Kína. Hann varð markahæsti leikmaður ísraelsku deildarinnar á síðasta tímabili með fimmtán mörk.

Daily Star segir að útsendarar Newcastle hafi fylgst með Viðari Erni í leik Maccabi gegn Altach í forkeppni Evrópudeildar UEFA en Viðar Örn skoraði þá eina mark leiksins.

Samkvæmt fréttinni hafa önnur lið í ensku úrvalsdeildinni verið að fylgjast með kappanum, sem og lið í ensku B-deildinni.


Tengdar fréttir

McClaren aðstoðar Viðar Örn og félaga

Steve McClaren, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, hefur verið ráðinn til Maccabi Tel Aviv sem ráðgjafi knattspyrnustjórans Jordis Cruyff.

Viðar skoraði er Maccabi skreið áfram

Maccabi Tel-Aviv tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA eftir hörkuleik gegn austurríska liðinu Rheindorf Altach.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×