Er Wenger loksins komin á endastöð? Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. ágúst 2017 06:00 Arsene Wenger. vísir/getty Frammistaða Arsenal-manna í gær á Anfield er sennilega ein sú slakasta sem Arsenal hefur sýnt undir Arsene Wenger á þeim 21. árum sen hann hefur stýrt Lundúnarliðinu. Aðeins nokkrir mánuðir eru síðan Liverpool rétt hafði Meistaradeildarsæti af Arsenal í lokaumferðinni með eins stigs mun en leikur gærdagsins var leikur kattarins að músinni. „Úrslitin endurspegluðu frammistöðuna. Þetta var hrikalegt, við urðum undir á öllum sviðum og þegar litið er til baka gerðum við þeim auðvelt fyrir,“ sagði Wenger niðurlútur að leikslokum.Undarlegt liðsval Wenger styrkti liðið á báðum endum vallarins í sumar, fékk til sín öflugan bakvörð ásamt heitasta framherja frönsku deildarinnar undanfarin ár í Alexandre Lacazette. Var þeim ætlað að skjóta liðinu aftur inn í Meistaradeildina og aftur í baráttu um toppsæti. Þeir tóku sér hins vegar báðir sæti á bekknum í gær þrátt fyrir fínar frammistöður fyrstu vikurnar. Þess í stað kallaði hann á gamalkunnug nöfn, Alexis Sanchez lék fyrsta leik sinn á tímabilinu og virtist ekki í stakk búinn til að koma inn og gera útslagið í stórleik sem þessum. „Ég er vonsvikinn yfir því hvernig strákarnir spiluðu þennan leik en það þýðir ekki að gleyma sér í svekkelsinu. Við höfum yfirleitt leikið vel í stórleikjum eins og þessum og núna munum við nýta fríið á meðan landsleikjahléið er til þess að finna út hvað það var sem fór svona úrskeiðis.“Hvert er framhaldið? Framundan er tæplega tveggja vikna frí áður en liðið mætir stigalausum Bournemouth-mönnum á heimavelli þar sem Skytturnar ættu ef allt er eðlilegt að komast aftur á sigurbraut. Það eru hinsvegar stór spurningarmerki þegar litið er yfir leikmannahóp liðsins. Þegar stutt er eftir af félagsskiptaglugganum er ljóst að styrkja þarf leikmannahópinn á fleiri stöðum ef Arsenal ætlar að gera atlögu að toppnum á nýjan leik miðað við spilamennsku keppinautanna undanfarnar vikur. Wenger og stjórn Arsenal verða þar að auki að finna lausn á framhaldinu hjá eigin leikmönnum, lykilpóstar á borð við Alexis Sanchez og Mesut Özil ásamt Alex Oxlade-Chamberlain og Shkodran Mustafi eru allir þrálátlega orðaðir við önnur félög þessa dagana.Mesut Özil svekktur í leikslok.Vísir/GettySamningsstaða Sanchez, Chamberlain og Özil sem eiga aðeins ár eftir af samningi sínum þýðir að lausn verður að finnast á þeirra málum sem fyrst en þeir virtust vera hálf áhugalausir í leik gærdagsins. Gæti því farið svo að nóg verði að gera hjá Arsenal á næstu dögum við að styrkja liðið til að halda í við toppliðin en fyrst þurfa þeir að leysa vandamálin innanbúðar áður en áfram er haldið. Þrátt fyrir það er Wenger brattur þegar litið er á framhaldið. „ Sjálfstraustið minnkar þegar þú tapar leikjum eins og þessum en við verðum að halda trúnni og einbeitingunni. Eina leiðin okkar til að svara er að mæta í næsta leik og svara fyrir þetta.“Wenger í sviðsljósinu Wenger sem var dýrkaður og dáður fyrstu árin af stuðningsmönnum Arsenal er enn og aftur kominn í sviðsljósið í upphafi ársins. Tveggja ára framlengingin á samningi hans síðasta sumar vakti misjafna lukku hjá stuðningsmönnum liðsins og mun frammistaða eins og í gær ekki vinna marga á sitt band og setur bara meiri pressu á hann. „Það kenna eflaust margir stuðningsmenn mér um vandamál liðsins og ef ég er vandamálið þykir mér það leitt en við viljum stuðningsmenn sem styðja okkur í gegnum súrt og sætt,“ sagði Wenger. Enski boltinn Tengdar fréttir Sanchez vill rúmar 50 milljónir á viku Alexis Sanchez er sagður vilja fá 400 þúsund pund í vikulaun ef hann ætli að vera áfram hjá Arsenal. 26. ágúst 2017 12:00 Liverpool valtaði yfir Arsenal Liverpool valtaði yfir Arsenal 4-0 á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27. ágúst 2017 16:45 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Frammistaða Arsenal-manna í gær á Anfield er sennilega ein sú slakasta sem Arsenal hefur sýnt undir Arsene Wenger á þeim 21. árum sen hann hefur stýrt Lundúnarliðinu. Aðeins nokkrir mánuðir eru síðan Liverpool rétt hafði Meistaradeildarsæti af Arsenal í lokaumferðinni með eins stigs mun en leikur gærdagsins var leikur kattarins að músinni. „Úrslitin endurspegluðu frammistöðuna. Þetta var hrikalegt, við urðum undir á öllum sviðum og þegar litið er til baka gerðum við þeim auðvelt fyrir,“ sagði Wenger niðurlútur að leikslokum.Undarlegt liðsval Wenger styrkti liðið á báðum endum vallarins í sumar, fékk til sín öflugan bakvörð ásamt heitasta framherja frönsku deildarinnar undanfarin ár í Alexandre Lacazette. Var þeim ætlað að skjóta liðinu aftur inn í Meistaradeildina og aftur í baráttu um toppsæti. Þeir tóku sér hins vegar báðir sæti á bekknum í gær þrátt fyrir fínar frammistöður fyrstu vikurnar. Þess í stað kallaði hann á gamalkunnug nöfn, Alexis Sanchez lék fyrsta leik sinn á tímabilinu og virtist ekki í stakk búinn til að koma inn og gera útslagið í stórleik sem þessum. „Ég er vonsvikinn yfir því hvernig strákarnir spiluðu þennan leik en það þýðir ekki að gleyma sér í svekkelsinu. Við höfum yfirleitt leikið vel í stórleikjum eins og þessum og núna munum við nýta fríið á meðan landsleikjahléið er til þess að finna út hvað það var sem fór svona úrskeiðis.“Hvert er framhaldið? Framundan er tæplega tveggja vikna frí áður en liðið mætir stigalausum Bournemouth-mönnum á heimavelli þar sem Skytturnar ættu ef allt er eðlilegt að komast aftur á sigurbraut. Það eru hinsvegar stór spurningarmerki þegar litið er yfir leikmannahóp liðsins. Þegar stutt er eftir af félagsskiptaglugganum er ljóst að styrkja þarf leikmannahópinn á fleiri stöðum ef Arsenal ætlar að gera atlögu að toppnum á nýjan leik miðað við spilamennsku keppinautanna undanfarnar vikur. Wenger og stjórn Arsenal verða þar að auki að finna lausn á framhaldinu hjá eigin leikmönnum, lykilpóstar á borð við Alexis Sanchez og Mesut Özil ásamt Alex Oxlade-Chamberlain og Shkodran Mustafi eru allir þrálátlega orðaðir við önnur félög þessa dagana.Mesut Özil svekktur í leikslok.Vísir/GettySamningsstaða Sanchez, Chamberlain og Özil sem eiga aðeins ár eftir af samningi sínum þýðir að lausn verður að finnast á þeirra málum sem fyrst en þeir virtust vera hálf áhugalausir í leik gærdagsins. Gæti því farið svo að nóg verði að gera hjá Arsenal á næstu dögum við að styrkja liðið til að halda í við toppliðin en fyrst þurfa þeir að leysa vandamálin innanbúðar áður en áfram er haldið. Þrátt fyrir það er Wenger brattur þegar litið er á framhaldið. „ Sjálfstraustið minnkar þegar þú tapar leikjum eins og þessum en við verðum að halda trúnni og einbeitingunni. Eina leiðin okkar til að svara er að mæta í næsta leik og svara fyrir þetta.“Wenger í sviðsljósinu Wenger sem var dýrkaður og dáður fyrstu árin af stuðningsmönnum Arsenal er enn og aftur kominn í sviðsljósið í upphafi ársins. Tveggja ára framlengingin á samningi hans síðasta sumar vakti misjafna lukku hjá stuðningsmönnum liðsins og mun frammistaða eins og í gær ekki vinna marga á sitt band og setur bara meiri pressu á hann. „Það kenna eflaust margir stuðningsmenn mér um vandamál liðsins og ef ég er vandamálið þykir mér það leitt en við viljum stuðningsmenn sem styðja okkur í gegnum súrt og sætt,“ sagði Wenger.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sanchez vill rúmar 50 milljónir á viku Alexis Sanchez er sagður vilja fá 400 þúsund pund í vikulaun ef hann ætli að vera áfram hjá Arsenal. 26. ágúst 2017 12:00 Liverpool valtaði yfir Arsenal Liverpool valtaði yfir Arsenal 4-0 á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27. ágúst 2017 16:45 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Sanchez vill rúmar 50 milljónir á viku Alexis Sanchez er sagður vilja fá 400 þúsund pund í vikulaun ef hann ætli að vera áfram hjá Arsenal. 26. ágúst 2017 12:00
Liverpool valtaði yfir Arsenal Liverpool valtaði yfir Arsenal 4-0 á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27. ágúst 2017 16:45