Mikilvægi hófseminnar Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 26. ágúst 2017 07:00 Stjórnmálamenn eru eins ólíkir og þeir eru margir. Sumir segja að þeir séu of margir og aðrir eru þeirrar skoðunar að allir aðrir en þeir sem núna eru í stjórnmálum eigi að vera þar. Það þykir jafnvel gáfuleg skoðun að stjórnmálamenn skipti ekki lengur máli, heimurinn sé breyttur og áhrifin liggi annars staðar en hjá kjörnum fulltrúum. Ég er ekki sammála því sjónarmiði og það skiptir máli hvernig stjórnmálamenn tjá sig. Á undanförnum árum hefur þeim stjórnmálamönnum fjölgað, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu, sem telja sér til framdráttar að hampa öfgahópum. Þeir fara fram með stóryrðum, skeyta engu um staðreyndir, rannsóknir eða sannleika og láta sig engu varða þótt ummæli þeirra valdi einstaklingum eða hópum tjóni eða ótta. Skiljanlega fljóta fjölmiðlarnir með, það er fréttnæmt þegar frambjóðendur til hárra embætta segja krassandi hluti umbúðalaust og láta alla heyra það. Og í sjálfu sér getur verið nauðsynlegt að hlutirnir séu sagðir hreint og beint. En það er ekki afsökun fyrir fordómum, hatri og fáfræði né heldur lýðskrumi hvers konar. Slíkt tal manna sem eru í kastljósi fjölmiðla er beinlínis hættulegt því það gefur öfgaöflunum skjól, normaliserar þau og verður að lokum skálkaskjól ofbeldis og glæpa. Um það eru sorgleg nýleg dæmi. Þess vegna eiga fjölmiðlar að veita hefðbundnum stjórnmálamönnum meiri athygli, gefa þeim meiri tíma sem vanda málflutning sinn, jafnvel þó þeir séu ekki eins mikið bíó og hinir. Það er betra að stjórnmálamenn séu skemmtilegir og áhugaverðir, en mestu skiptir að þeir séu málefnalegir og ábyrgir. Slíkir stjórnmálamenn valda ekki skaða. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun
Stjórnmálamenn eru eins ólíkir og þeir eru margir. Sumir segja að þeir séu of margir og aðrir eru þeirrar skoðunar að allir aðrir en þeir sem núna eru í stjórnmálum eigi að vera þar. Það þykir jafnvel gáfuleg skoðun að stjórnmálamenn skipti ekki lengur máli, heimurinn sé breyttur og áhrifin liggi annars staðar en hjá kjörnum fulltrúum. Ég er ekki sammála því sjónarmiði og það skiptir máli hvernig stjórnmálamenn tjá sig. Á undanförnum árum hefur þeim stjórnmálamönnum fjölgað, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu, sem telja sér til framdráttar að hampa öfgahópum. Þeir fara fram með stóryrðum, skeyta engu um staðreyndir, rannsóknir eða sannleika og láta sig engu varða þótt ummæli þeirra valdi einstaklingum eða hópum tjóni eða ótta. Skiljanlega fljóta fjölmiðlarnir með, það er fréttnæmt þegar frambjóðendur til hárra embætta segja krassandi hluti umbúðalaust og láta alla heyra það. Og í sjálfu sér getur verið nauðsynlegt að hlutirnir séu sagðir hreint og beint. En það er ekki afsökun fyrir fordómum, hatri og fáfræði né heldur lýðskrumi hvers konar. Slíkt tal manna sem eru í kastljósi fjölmiðla er beinlínis hættulegt því það gefur öfgaöflunum skjól, normaliserar þau og verður að lokum skálkaskjól ofbeldis og glæpa. Um það eru sorgleg nýleg dæmi. Þess vegna eiga fjölmiðlar að veita hefðbundnum stjórnmálamönnum meiri athygli, gefa þeim meiri tíma sem vanda málflutning sinn, jafnvel þó þeir séu ekki eins mikið bíó og hinir. Það er betra að stjórnmálamenn séu skemmtilegir og áhugaverðir, en mestu skiptir að þeir séu málefnalegir og ábyrgir. Slíkir stjórnmálamenn valda ekki skaða. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun