Frá þessu greinir eiginkona hans, Sara Heimis, á Facebook-síðu sinni nú í hádeginu. Í færslu sinni segist hún gjörsamlega miður sín og hún trúi fregnunum vart ennþá.
Þau hafi gengið saman í gegnum súrt og sætt en að þau hafi notið samverunnar. „Þú komst við hjartað í svo ótalmörgum og hjálpaðir fjölda fólks. Það veitti mér innblástur að sjá hvað þú hafðir áhrif á marga um allan heim,“ skrifar Sara.
Hún bætir við að margir viti það kannski ekki en að þau Rich Piana voru ennþá gift. Hún vonar að honum „líði betur á himnum“
„Hvíldu í friði, elskulegi eiginmaður minn.“
Talið er að útkallið með rekja til of stórs lyfjaskammts. Þegar viðbragðsaðilar mættu á svæðið var Piana meðvitundarlaus og var hann fluttur í snatri á sjúkrahús þar sem honum var haldið sofandi í öndunarvél. Nú greina vinir hans frá því á samfélagsmiðlum að Piana sé látinn og votta þeir honum virðingu sína.
Piana naut töluverðar hylli á samfélagsmiðlum og fylgjast rúmlega milljón manns með ævintýrum hans á Instagram.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem heilsufar Rich Piana ratar í fréttinar. Þannig greindi Vísir frá því í desember í fyrra að hann hafi fengið húðkrabbamein. Hann hafði látið fjarlægja nokkra fæðingarbletti og við þá skoðun kom í ljós að Piana hafi verið með krabbamein.
Rich Piana var giftur vaxtarrætarkonunni Söru Heimisdóttur. Þau gengu í það heilaga í september 2015 en þau hættu samansumarið 2016.
Vaxtaræktarheimurinn syrgir Piana í dag og er Twitter og Instagram að fyllast af kveðjum til hans eins og sjá má hér að neðan.
BREAKING NEWS: Reports confirm Rich Piana, a BodyPower legend and star of #GenerationIron2 has passed away. Our condolences to his family. pic.twitter.com/8yHP58Ky3S
— BodyPowerExpo 2017 (@BodyPowerExpo) August 25, 2017
According to close sources, Rich Piana has passed away. RIP. More on this in the coming hours. #richpiana #rip #1dayumay @FitnessOn2 pic.twitter.com/lGj2YfERaa
— Fitness-On (@FitnessOn2) August 25, 2017
RIP Rich Piana
— JAMES MOONEY | GC (@JamesMooneyGC) August 25, 2017
Gone too soon brother. What a sad day, can't even believe it's true...truly heartbreaking. pic.twitter.com/rzg4N5r30B
Rip to the legend of Rich Piana it was an honor meeting you last year pic.twitter.com/Ik4ekRCUNa
— BIG BALLER JACOBO (@JacobGoodsell) August 25, 2017
Tweets about Piana passed away