Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. ágúst 2017 06:00 Íbúafundur í Reykjanesbæ samþykkti ályktun um að biðla til Almannavarna að grípa inn í vegna United Silicon. vísir/ernir Ekki voru sæti fyrir alla sem vildu á íbúafundi um málefni United Silicon sem haldinn var í Stapa í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Þungt hljóð var í fundargestum sem voru á þriðja hundrað. Á fundinum var samþykkt ályktun um að biðla til almannavarna að grípa til aðgerða vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í bænum. „Fólki var mikið niðri fyrir. Margir lýstu auknum veikindum eftir að verksmiðjan kom og aðrir bentu á að ekki væri óhætt lengur að hleypa börnum út að leika,“ segir Andri Snær Magnason, rithöfundur, en hann flutti tölu á fundinum. „Það var kona sem kom upp í pontu og bað fólk um að standa upp ef það hafði fundið fyrir einkennum. Þá reis þriðjungur salarins.“ Fólk lýsti meðal annars áhyggjum yfir því að fyrirhugað er að fleiri ofnar verði settir í gang. Aðeins logar á einum ofni í verksmiðju United Silicon en þeir gætu orðið allt að fjórir. Þá er fyrirhugað að aðrir fjórir verði í verksmiðju Thorsil sem áætlað er að opna á sama stað árið 2020. „Næsta skref er að hrinda af stað alþjóðlegri söfnun fyrir Félag andstæðinga stóriðju í Helguvík,“ segir Einar Már Atlason, formaður félagsins, en það stóð fyrir fundinum. „Síðan tekur við málsókn. Við hættum ekki fyrr en verksmiðjunni hefur verið lokað og að engin frekari stóriðja verði sett upp í Helguvík,“ segir Einar Már að lokum. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Stefna enn ótrauðir að annarri kísilverksmiðju í Helguvík Engin áform eru um að forsvarsmenn Thorsil komi að rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Vilja hefja framkvæmdir á seinni hluta næsta árs og framleiðslu árið 2020. Fjármögnun á að ljúka á næstu misserum. 25. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Ekki voru sæti fyrir alla sem vildu á íbúafundi um málefni United Silicon sem haldinn var í Stapa í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Þungt hljóð var í fundargestum sem voru á þriðja hundrað. Á fundinum var samþykkt ályktun um að biðla til almannavarna að grípa til aðgerða vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í bænum. „Fólki var mikið niðri fyrir. Margir lýstu auknum veikindum eftir að verksmiðjan kom og aðrir bentu á að ekki væri óhætt lengur að hleypa börnum út að leika,“ segir Andri Snær Magnason, rithöfundur, en hann flutti tölu á fundinum. „Það var kona sem kom upp í pontu og bað fólk um að standa upp ef það hafði fundið fyrir einkennum. Þá reis þriðjungur salarins.“ Fólk lýsti meðal annars áhyggjum yfir því að fyrirhugað er að fleiri ofnar verði settir í gang. Aðeins logar á einum ofni í verksmiðju United Silicon en þeir gætu orðið allt að fjórir. Þá er fyrirhugað að aðrir fjórir verði í verksmiðju Thorsil sem áætlað er að opna á sama stað árið 2020. „Næsta skref er að hrinda af stað alþjóðlegri söfnun fyrir Félag andstæðinga stóriðju í Helguvík,“ segir Einar Már Atlason, formaður félagsins, en það stóð fyrir fundinum. „Síðan tekur við málsókn. Við hættum ekki fyrr en verksmiðjunni hefur verið lokað og að engin frekari stóriðja verði sett upp í Helguvík,“ segir Einar Már að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Stefna enn ótrauðir að annarri kísilverksmiðju í Helguvík Engin áform eru um að forsvarsmenn Thorsil komi að rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Vilja hefja framkvæmdir á seinni hluta næsta árs og framleiðslu árið 2020. Fjármögnun á að ljúka á næstu misserum. 25. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Stefna enn ótrauðir að annarri kísilverksmiðju í Helguvík Engin áform eru um að forsvarsmenn Thorsil komi að rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Vilja hefja framkvæmdir á seinni hluta næsta árs og framleiðslu árið 2020. Fjármögnun á að ljúka á næstu misserum. 25. ágúst 2017 06:00