Ómöguleiki Hörður Ægisson skrifar 25. ágúst 2017 07:00 Það er skammt stórra högga á milli. Eftir nánast linnulausa gengisstyrkingu síðustu misseri – og raungengið upp um 35 prósent frá 2015 – er krónan snögglega farin að gefa eftir. Gengið hefur þannig lækkað um tólf prósent frá því snemma í júní. Sú þróun er að mörgu leyti eftirsóknarverð. Hátt gengi krónunnar var farið að skaða samkeppnishæfni útflutningsatvinnugreina landsins. Engin einhlít skýring er á lækkun gengisins. Þar spila meðal annars inn í auknar erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða og annarra fjárfesta, vaxandi áhugi á gjaldeyrisvörnum og að útflutningsfyrirtæki halda að sér höndum við að skipta gjaldeyristekjum yfir í krónur. Lítil velta á gjaldeyrismarkaði hefur síðan magnað upp gengissveiflurnar. Seðlabankinn, sem hætti reglulegum gjaldeyriskaupum fyrr á árinu, hefur að mestu kosið að standa á hliðarlínunni í stað þess að grípa inn í og kaupa og selja gjaldeyri eftir atvikum til að draga úr sveiflum. Sú afstaða vekur um margt furðu. Seðlabankanum virðist hins vegar, eins og greiningardeild Arion banka hefur bent á, líka það ágætlega að „stefnan sé áfram óljós og óskýr“. Gengisveiking síðustu vikna var helsta ástæða þess að peningastefnunefnd Seðlabankans kaus – ranglega – að halda vöxtum óbreyttum í vikunni. Sú ákvörðun kom samt ekki á óvart. Að kjósa með vaxtalækkun er oftar en ekki ómöguleiki í huga sumra nefndarmanna sem einblína fyrst og síðast á þau rök sem mæla gegn lækkun vaxta. Stóra myndin er hins vegar þessi. Það hefur orðið bylting á grunngerð hagkerfisins. Viðskiptaafgangur er mikill og viðvarandi, erlenda staðan hefur ekki verið betri frá því að mælingar hófust, sparnaðarstigið er í hæstum hæðum og Ísland, rétt eins og ríki á borð við Sviss, Austurríki og Noreg, er orðið að fjármagnsútflytjanda. Þessi kerfisbreyting þýðir með öðrum orðum að vextir Seðlabankans geta verið talsvert lægri án þess að það raski jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Hátt í fjögurra prósenta vaxtamunur við útlönd er óskiljanlegur við þessar aðstæður. Mikil gengislækkun stafar einkum af því að það er nánast einstefna í fjármagnsflæði til og frá landinu eins og sakir standa. Á sama tíma og við sjáum stóraukið fjárfestingarútflæði eftir losun hafta eru hömlur á fjárfestingu erlendra aðila í íslenskum skuldabréfum. Afleiðingarnar eru fyrirsjáanlegar. Krónan gefur eftir, verðbólguálag eykst og Seðlabankinn þarf að bregðast við með aðhaldssamari peningastefnu. Niðurstaðan er sú að langtímavaxtamunur við útlönd hækkar. Þrátt fyrir að fjárstreymistæki bankans hafi verið réttlætanlegt á sínum tíma, ekki síst í aðdraganda aflandskrónuútboðs, þá hafa aðstæður breyst með afnámi hafta. Rýmri heimild til fjárfestinga í skuldabréfum yrði til þess fallin að minnka gengissveiflur og skapar forsendur fyrir lækkun vaxta. Þrátt fyrir að gengið hafi lækkað nokkuð í sumar þá hafa verðbólguvæntingar til lengri tíma lítið breyst og verðbólga hefur núna mælst undir 2,5 prósent markmiði Seðlabankans samfleytt í 42 mánuði. Þá sýnir ný þjóðhagsspá bankans að útlit sé fyrir minni hagvöxt, atvinnuvegafjárfesting dragist saman og vísbendingar eru um kólnun á fasteignamarkaði. Seðlabankinn taldi aftur á móti veikingu krónunnar vega þyngra á metunum. Binda má vonir við að ákvörðun bankans um að halda ekki áfram hægfara vaxtalækkunarferli sínu sé aðeins tímabundið hik sem verði leiðrétt síðar á árinu. Reynslan sýnir hins vegar að líkurnar eru ekki með því.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun
Það er skammt stórra högga á milli. Eftir nánast linnulausa gengisstyrkingu síðustu misseri – og raungengið upp um 35 prósent frá 2015 – er krónan snögglega farin að gefa eftir. Gengið hefur þannig lækkað um tólf prósent frá því snemma í júní. Sú þróun er að mörgu leyti eftirsóknarverð. Hátt gengi krónunnar var farið að skaða samkeppnishæfni útflutningsatvinnugreina landsins. Engin einhlít skýring er á lækkun gengisins. Þar spila meðal annars inn í auknar erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða og annarra fjárfesta, vaxandi áhugi á gjaldeyrisvörnum og að útflutningsfyrirtæki halda að sér höndum við að skipta gjaldeyristekjum yfir í krónur. Lítil velta á gjaldeyrismarkaði hefur síðan magnað upp gengissveiflurnar. Seðlabankinn, sem hætti reglulegum gjaldeyriskaupum fyrr á árinu, hefur að mestu kosið að standa á hliðarlínunni í stað þess að grípa inn í og kaupa og selja gjaldeyri eftir atvikum til að draga úr sveiflum. Sú afstaða vekur um margt furðu. Seðlabankanum virðist hins vegar, eins og greiningardeild Arion banka hefur bent á, líka það ágætlega að „stefnan sé áfram óljós og óskýr“. Gengisveiking síðustu vikna var helsta ástæða þess að peningastefnunefnd Seðlabankans kaus – ranglega – að halda vöxtum óbreyttum í vikunni. Sú ákvörðun kom samt ekki á óvart. Að kjósa með vaxtalækkun er oftar en ekki ómöguleiki í huga sumra nefndarmanna sem einblína fyrst og síðast á þau rök sem mæla gegn lækkun vaxta. Stóra myndin er hins vegar þessi. Það hefur orðið bylting á grunngerð hagkerfisins. Viðskiptaafgangur er mikill og viðvarandi, erlenda staðan hefur ekki verið betri frá því að mælingar hófust, sparnaðarstigið er í hæstum hæðum og Ísland, rétt eins og ríki á borð við Sviss, Austurríki og Noreg, er orðið að fjármagnsútflytjanda. Þessi kerfisbreyting þýðir með öðrum orðum að vextir Seðlabankans geta verið talsvert lægri án þess að það raski jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Hátt í fjögurra prósenta vaxtamunur við útlönd er óskiljanlegur við þessar aðstæður. Mikil gengislækkun stafar einkum af því að það er nánast einstefna í fjármagnsflæði til og frá landinu eins og sakir standa. Á sama tíma og við sjáum stóraukið fjárfestingarútflæði eftir losun hafta eru hömlur á fjárfestingu erlendra aðila í íslenskum skuldabréfum. Afleiðingarnar eru fyrirsjáanlegar. Krónan gefur eftir, verðbólguálag eykst og Seðlabankinn þarf að bregðast við með aðhaldssamari peningastefnu. Niðurstaðan er sú að langtímavaxtamunur við útlönd hækkar. Þrátt fyrir að fjárstreymistæki bankans hafi verið réttlætanlegt á sínum tíma, ekki síst í aðdraganda aflandskrónuútboðs, þá hafa aðstæður breyst með afnámi hafta. Rýmri heimild til fjárfestinga í skuldabréfum yrði til þess fallin að minnka gengissveiflur og skapar forsendur fyrir lækkun vaxta. Þrátt fyrir að gengið hafi lækkað nokkuð í sumar þá hafa verðbólguvæntingar til lengri tíma lítið breyst og verðbólga hefur núna mælst undir 2,5 prósent markmiði Seðlabankans samfleytt í 42 mánuði. Þá sýnir ný þjóðhagsspá bankans að útlit sé fyrir minni hagvöxt, atvinnuvegafjárfesting dragist saman og vísbendingar eru um kólnun á fasteignamarkaði. Seðlabankinn taldi aftur á móti veikingu krónunnar vega þyngra á metunum. Binda má vonir við að ákvörðun bankans um að halda ekki áfram hægfara vaxtalækkunarferli sínu sé aðeins tímabundið hik sem verði leiðrétt síðar á árinu. Reynslan sýnir hins vegar að líkurnar eru ekki með því.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun