Aldís býr í litskrúðugu og skemmtilegu heimili í Noregi Guðný Hrönn skrifar 24. ágúst 2017 11:45 Innblásturinn kemur úr öllum áttum að sögn Aldísar og húsgögn og stofustáss kaupir hún víða. Listakonan og kennarinn Aldís Gunnarsdóttir býr á litríku heimili í Noregi. Þangað flutti hún fyrir sjö árum og síðan þá hefur smekkur hennar á innanhússhönnun verið að breytast smátt og smátt. „Síðan við fluttum til Noregs hef ég orðið hrifin af skandinavískum stíl og meiri litum. Ég fór frá litlausu heimili yfir í mikla litadýrð sem ágerðist eftir að ég kláraði listaskólann hér í Álasundi,“ segir Aldís sem býr ásamt manni sínum og tveimur börnum í stóru húsi sem hún lýsir sem dæmigerðu norsku timburhúsi. „Það er með A-þaki og frönskum gluggum.“ Það sem vekur athygli við heimili Aldísar er litadýrðin sem ríkir og skemmtilegir munir prýða hvern krók og kima. „Ég hef satt best að segja engan einn ákveðinn stíl. Ég blanda oftar en ekki saman nýju og gömlu, hvítu og lit og svo síðasta ár hef ég puntað svolítið með kopar, gulli og silfri og þá blanda ég því öllu saman í einn graut.“„Ég er ekkert endilega viss um að innanhússhönnuðir væru alltaf sammála uppsetningunni en ég þarf auðvitað ekkert að spá í það. Hver segir að ólíkir metallitir geti ekki átt saman? Ég neita því bara staðfastlega að það sé ekki hægt að blanda þeim saman,“ segir hún og hlær. „Þegar við fluttum inn í nýtt hús, fyrir um tveimur árum, þá fannst mér ekkert annað koma til greina en að hafa fallega liti í kringum mig. Kannski var það líka uppreisnarseggurinn í mér sem fékk útrás og fór í mótþróa við allt sem var svart, hvítt og grátt þó að mér finnist það oft mjög fallegt hjá öðrum.“ Þræðir flóamarkaði„Það er svo skemmtilega heimilislegt að horfa á Mónu greyið með strikavarir eftir bróderinguna,“ segir Aldís um myndina af Mónu.„Mín uppáhaldslitasamsetning eru bjartir litir sem oftar en ekki eru á móti hver öðrum á litaspjaldi. Mér finnst til dæmis turkísblár og appelsínugulur mjög fallegir saman. Mér finnst bara litir almennt vera skemmtilegir og hressandi,“ útskýrir Aldís sem er mikill fagurkeri. „Eitt af mínum áhugamálum er að þræða flóamarkaði í fjársjóðsleit og það eru ófáir hlutir á heimilinu þaðan. Ég hef til dæmis gert upp ruggustól, hengt upp bróderaða mynd af Mónu Lísu þar sem ég spreyjaði gullrammann bleikan og keypt mörg glös og skrautmuni sem núna prýða heimilið. Það eru ansi margir hlutir á heimilinu keyptir notaðir, hvort sem það eru húsgögn eða skrautmunir og svo er ég mjög veik fyrir búsáhaldabúðum, ég er með ákveðið blæti fyrir þeim. En ég get líka dottið í það að kaupa dýra og vandaða muni sem mér þykja fallegir. Ætli það megi ekki bara líkja mér við hrafninn sem dregst að öllu sem glitrar.“ Hús og heimili Mest lesið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Fleiri fréttir „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Sjá meira
Listakonan og kennarinn Aldís Gunnarsdóttir býr á litríku heimili í Noregi. Þangað flutti hún fyrir sjö árum og síðan þá hefur smekkur hennar á innanhússhönnun verið að breytast smátt og smátt. „Síðan við fluttum til Noregs hef ég orðið hrifin af skandinavískum stíl og meiri litum. Ég fór frá litlausu heimili yfir í mikla litadýrð sem ágerðist eftir að ég kláraði listaskólann hér í Álasundi,“ segir Aldís sem býr ásamt manni sínum og tveimur börnum í stóru húsi sem hún lýsir sem dæmigerðu norsku timburhúsi. „Það er með A-þaki og frönskum gluggum.“ Það sem vekur athygli við heimili Aldísar er litadýrðin sem ríkir og skemmtilegir munir prýða hvern krók og kima. „Ég hef satt best að segja engan einn ákveðinn stíl. Ég blanda oftar en ekki saman nýju og gömlu, hvítu og lit og svo síðasta ár hef ég puntað svolítið með kopar, gulli og silfri og þá blanda ég því öllu saman í einn graut.“„Ég er ekkert endilega viss um að innanhússhönnuðir væru alltaf sammála uppsetningunni en ég þarf auðvitað ekkert að spá í það. Hver segir að ólíkir metallitir geti ekki átt saman? Ég neita því bara staðfastlega að það sé ekki hægt að blanda þeim saman,“ segir hún og hlær. „Þegar við fluttum inn í nýtt hús, fyrir um tveimur árum, þá fannst mér ekkert annað koma til greina en að hafa fallega liti í kringum mig. Kannski var það líka uppreisnarseggurinn í mér sem fékk útrás og fór í mótþróa við allt sem var svart, hvítt og grátt þó að mér finnist það oft mjög fallegt hjá öðrum.“ Þræðir flóamarkaði„Það er svo skemmtilega heimilislegt að horfa á Mónu greyið með strikavarir eftir bróderinguna,“ segir Aldís um myndina af Mónu.„Mín uppáhaldslitasamsetning eru bjartir litir sem oftar en ekki eru á móti hver öðrum á litaspjaldi. Mér finnst til dæmis turkísblár og appelsínugulur mjög fallegir saman. Mér finnst bara litir almennt vera skemmtilegir og hressandi,“ útskýrir Aldís sem er mikill fagurkeri. „Eitt af mínum áhugamálum er að þræða flóamarkaði í fjársjóðsleit og það eru ófáir hlutir á heimilinu þaðan. Ég hef til dæmis gert upp ruggustól, hengt upp bróderaða mynd af Mónu Lísu þar sem ég spreyjaði gullrammann bleikan og keypt mörg glös og skrautmuni sem núna prýða heimilið. Það eru ansi margir hlutir á heimilinu keyptir notaðir, hvort sem það eru húsgögn eða skrautmunir og svo er ég mjög veik fyrir búsáhaldabúðum, ég er með ákveðið blæti fyrir þeim. En ég get líka dottið í það að kaupa dýra og vandaða muni sem mér þykja fallegir. Ætli það megi ekki bara líkja mér við hrafninn sem dregst að öllu sem glitrar.“
Hús og heimili Mest lesið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Fleiri fréttir „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”