Nefnd um hestanöfn neitar nafni Mósunnar Benedikt Bóas skrifar 24. ágúst 2017 06:00 Mósan frá Skeggsstöðum er fædd 2014, og er því þriggja vetra, undan Össu frá Stafafelli og Trymbli frá Stóra-Ási. Hér er Mósan ásamt systurdóttur Guðrúnar, Guðrúnu Þóru Björgvinsdóttur. Mynd/Kolbrún Hrafnsdóttir Guðrún Hrafnsdóttir, hrossabóndi á Skeggsstöðum, fær ekki að nefna hryssuna sína Mósuna. Samkvæmt nýlegum lögum Alþjóðasamtaka um íslenska hestinn, FEIF, mega hross ekki heita hvað sem er. Tveggja manna nefnd leggur blessun sína yfir hvað hreinræktuð hross fá að heita og eru skráð í gagnabankann WorldFeng. Nafninu Mósan var hafnað því að nöfn með greini brjóti í bága við íslenska nafnahefð og því að sérnöfn eru nokkurs konar jafngildi orða með greini. Nafnið Hrymjandi var samþykkt sem og Ævör á sama fundi. Eftir stendur þriggja vetra Mósan, sem fær ekki að heita sínu nafni og er Guðrún ósátt við að nefndin hafi unnið eftir nýju reglunum, þó þau hafi ekki verið samþykkt fyrr en í ár. Atvinnuvegaráðuneytið hefur skoðað málið og Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að verið sé að skoða á hvaða lagagrunni þessi hópur telji sér heimilt að neita fólki um að nefna hrossin sín hvaða nafni sem er. Guðrún segir að Mósan sé dásamleg meri þó það sé ekki komin reynsla á hana enda aðeins þriggja vetra. Hún segir nafnið koma til eftir samtal við hana úti í haga. „Ég var að tala við hana, hvað segir Mósan mín og það festist bara. Það er oft skýrt með greini. Álfurinn, Prinsinn og fleira. Það eru hestar, en þetta er hryssa, kannski er einhver mismunun,“ spyr hún. „Ég veit að það er til merin Fléttan til dæmis. Það er eitthvað misjafnt í þessu,“ segir Guðrún sem hefur sent innanríkisráðuneytinu fyrirspurn vegna málsins. Þar hefur hún verið í fimm mánuði. Birtist í Fréttablaðinu Hestar Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Guðrún Hrafnsdóttir, hrossabóndi á Skeggsstöðum, fær ekki að nefna hryssuna sína Mósuna. Samkvæmt nýlegum lögum Alþjóðasamtaka um íslenska hestinn, FEIF, mega hross ekki heita hvað sem er. Tveggja manna nefnd leggur blessun sína yfir hvað hreinræktuð hross fá að heita og eru skráð í gagnabankann WorldFeng. Nafninu Mósan var hafnað því að nöfn með greini brjóti í bága við íslenska nafnahefð og því að sérnöfn eru nokkurs konar jafngildi orða með greini. Nafnið Hrymjandi var samþykkt sem og Ævör á sama fundi. Eftir stendur þriggja vetra Mósan, sem fær ekki að heita sínu nafni og er Guðrún ósátt við að nefndin hafi unnið eftir nýju reglunum, þó þau hafi ekki verið samþykkt fyrr en í ár. Atvinnuvegaráðuneytið hefur skoðað málið og Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að verið sé að skoða á hvaða lagagrunni þessi hópur telji sér heimilt að neita fólki um að nefna hrossin sín hvaða nafni sem er. Guðrún segir að Mósan sé dásamleg meri þó það sé ekki komin reynsla á hana enda aðeins þriggja vetra. Hún segir nafnið koma til eftir samtal við hana úti í haga. „Ég var að tala við hana, hvað segir Mósan mín og það festist bara. Það er oft skýrt með greini. Álfurinn, Prinsinn og fleira. Það eru hestar, en þetta er hryssa, kannski er einhver mismunun,“ spyr hún. „Ég veit að það er til merin Fléttan til dæmis. Það er eitthvað misjafnt í þessu,“ segir Guðrún sem hefur sent innanríkisráðuneytinu fyrirspurn vegna málsins. Þar hefur hún verið í fimm mánuði.
Birtist í Fréttablaðinu Hestar Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira