Allir þeir útvöldu sem voru boðnir í H&M opnunarhófið fengu í dag sendar nánari upplýsingar um viðburðinn. Í tölvupóstinum er óskað eftir því að boðsgestir noti innganginn við hlið H&M verslunarinnar í Smáralind. Þar munu gestir verða skráðir inn og fá armbönd. H&M lofar frábærum mat, drykkjum og skemmtiatriðum frá innlendu tónlistarfólki.
Viðburðurinn hefst í Smáralind klukkan 19:00 næstkomandi fimmtudag. Sérstakar H&M rútur munu keyra frá Hallgrímskirkju á fimm mínútna fresti frá 18:30 til 19:30. Frá 22:00 til 23:00 munu svo H&M rútur fara á fimm mínútna fresti og stoppa á nokkrum stöðum á Höfuðborgarsvæðinu.
Á meðal þeirra sem eru á boðslistanum eru lífsstílsbloggarar, áhrifavaldar, leikarar, fatahönnuðir, fjölmiðlafólk og fleiri. Á meðal boðsgesta eru Hilmir Snær, Eva Laufey Kjaran, Bjarki Gunnlaugs, Hildur Yeomen, Jóhannes Haukur, Álfrún ritstjóri Glamour, Björn Bragi fleiri þekktir einstaklingar.
