Skemmtileg leiksýning um sjálfhverft og leiðinlegt fólk Magnús Guðmundsson skrifar 23. ágúst 2017 11:00 Umskiptingarnir Sesselía Ólafsdóttir, Vilhjálmur B. Bragason, Birna Pétursdóttir ásamt Margréti Sverrisdóttur, leikstjóra sýningarinnar. Það er ekki á hverjum degi sem atvinnuleikhópar eru stofnaðir utan höfuðborgarsvæðisins en svo gleðilega bar þó nýverið til á Akureyri. Atvinnuleikhópurinn Umskiptingar samanstendur af fimm einstaklingum sem allir eru menntaðir í sviðslistum og annað kvöld klukkan átta stendur fyrir dyrum fyrsta frumsýning hópsins í Hlöðunni. Sýnt verður verkið Fram hjá rauða húsinu og niður stigann. Leikhópurinn samanstendur af sviðslistafólkinu Birnu Pétursdóttur, Sesselíu Ólafsdóttur, Vilhjálmi B. Bragasyni, Jennýju Láru Arnórsdóttur framleiðanda og Margréti Sverrisdóttur leikstjóra. Margrét Sverrisdóttir segir að ástæðan fyrir stofnun leikhópsins hafi einfaldlega verið sú hversu mörg þau voru orðin fyrir norðan með menntun og áhuga á sviðslistum. „Það vill reyndar svo skemmtilega til að við lærðum öll í Bretlandi, vorum öll í London. Við erum reyndar ekki öll frá Akureyri, ég er sjálf frá Húsavík og Birna er að austan en búin að vera hér mikið síðan hún kom hingað í menntaskóla og Jenný Lára er svona alls staðar að held ég, en meðal annars úr Þingeyjarsýslunni,“ segir Margrét létt og bendir á að þeim hafi einfaldlega þótt tilvalið að sameina krafta sína.Meira leikhús „Við höfðum reynslu af samstarfi okkar á milli, tvö og tvö eða kannski þrjú og þrjú, en aldrei þannig að allur hópurinn tæki sig saman til góðra verka og það var einfaldlega kominn tími á það. Út frá fyrra samstarfi þá vissum við vel út í hvað við værum að fara þannig að við ákváðum að slá til, stofna leikhóp og fara að gera eitthvað meira og skemmtilegt.“ Þrátt fyrir að góð sviðslistahús sé að finna inni á Akureyri þá sýnir leikhópurinn rétt utan bæjarins en Margrét segir að Hlaðan sé líka bráðskemmtilegt húsnæði. „Þetta fellur nú undir Akureyri en Hlaðan er á milli flugvallarins og bæjarins. Skúli Gautason leikari og eiginkona hans búa þarna og Hlaðan er skemmtilegur braggi þar sem er að finna lítið og notalegt leikhús og þar höfum við fundið okkar fyrsta heimavöll. Hér er bæði virkilega gott að vinna og vera.“ Margrét bætir við að ein af forsendum þess að þau séu að taka sig saman með þessum hætti sé líka að Leikfélag Akureyrar búi við þröngan kost. „En það vill nú svo skemmtilega til að hluti af okkur er samt engu að síður að vinna með leikfélaginu þannig að þetta er allt saman ást og friður. Við erum alls ekki að fara gegn leikfélaginu með því að stofna leikhóp, þvert á móti, því leikhús getur af sér leikhús. Því meira og betra sem úrvalið er þeim mun meira fer fólk í leikhús þannig að aukin fjölbreytni er bara af hinu góða fyrir samfélagið hérna fyrir norðan.“Sjálfhverfur veruleiki Framhjá rauða húsinu og niður stigann er fyrsta sýning leikhópsins og Margrét segir að þau þrjú sem standi á sviðinu, Sesselía, Birna og Vilhjálmur, hafi komið með það að borðinu. „Þau skrifuðu þrjú eintöl sem eru svo fléttuð saman og mynda þannig þetta verk.“ Aðspurð hvort sú vinna hafi átt sér stað í ferlinu segir Margrét að sú sé ekki raunin heldur hafi þau komið með verkið fullbúið. „Ég verð reyndar að játa að það er soldið snúið að segja frá þessu. Þetta er pínu óvenjulegt verk en það gerir það bara meira spennandi fyrir leikhúsgesti að koma og eiga með okkur góða kvöldstund. En svona til þess að gera langa sögu stutta þá má segja að hér sé á ferðinni skemmtileg leiksýning um leiðinlegt fólk,“ segir Margrét og hlær. Hún bætir þó við að verkið fjalli um þrjá einstaklinga sem takist svona misvel að fóta sig í heimi samtímans. Allar eigi persónurnar það sameiginlegt að standa fyrir taumlausa einstaklingshyggju samtímans og annað slíkt sem okkur ætti að vera vel kunnugt í samtímanum. Ein persónan er þjökuð af útlitsdýrkun og lágu sjálfsmati, ein heldur að öll vandamál heimsins leysist með samfélagsmiðlum og skyndilausnum og sú síðasta er hrokagikkur sem reynir að upphefja sjálfa sig á kostnað annarra. „Þetta er bara um það sem er svo mikið fjallað um í okkar samtíma. Nýr lífsstíll, geðsjúkdómar, vanlíðan og vellíðan og allt þetta en það talar alltaf hver og ein persóna út frá sér og sínu lífi. Þannig er þetta óneitanlega endurspeglun á mjög svo sjálfhverfum veruleika. Það sem er svo merkilegt við það að horfa á þetta verk er að fyrst hugsar maður um það hvað þetta er hrikalega sjálfhverft og leiðinlegt fólk, en svo fer maður allt í einu að sjá sjálfan sig sem er óneitanlega mjög óþægilegt. Maður fer að sjá bæði brot úr sjálfum sér og líka öðru fólki sem maður þekkir en samt eru þetta eitthvað svo glataðir og sjálfsuppteknir einstaklingar. Þannig að þetta er í senn áleitið og skemmtilegt leikhús og við vonumst eftir að sjá sem flesta í Hlöðunni á næstunni.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. ágúst. Menning Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem atvinnuleikhópar eru stofnaðir utan höfuðborgarsvæðisins en svo gleðilega bar þó nýverið til á Akureyri. Atvinnuleikhópurinn Umskiptingar samanstendur af fimm einstaklingum sem allir eru menntaðir í sviðslistum og annað kvöld klukkan átta stendur fyrir dyrum fyrsta frumsýning hópsins í Hlöðunni. Sýnt verður verkið Fram hjá rauða húsinu og niður stigann. Leikhópurinn samanstendur af sviðslistafólkinu Birnu Pétursdóttur, Sesselíu Ólafsdóttur, Vilhjálmi B. Bragasyni, Jennýju Láru Arnórsdóttur framleiðanda og Margréti Sverrisdóttur leikstjóra. Margrét Sverrisdóttir segir að ástæðan fyrir stofnun leikhópsins hafi einfaldlega verið sú hversu mörg þau voru orðin fyrir norðan með menntun og áhuga á sviðslistum. „Það vill reyndar svo skemmtilega til að við lærðum öll í Bretlandi, vorum öll í London. Við erum reyndar ekki öll frá Akureyri, ég er sjálf frá Húsavík og Birna er að austan en búin að vera hér mikið síðan hún kom hingað í menntaskóla og Jenný Lára er svona alls staðar að held ég, en meðal annars úr Þingeyjarsýslunni,“ segir Margrét létt og bendir á að þeim hafi einfaldlega þótt tilvalið að sameina krafta sína.Meira leikhús „Við höfðum reynslu af samstarfi okkar á milli, tvö og tvö eða kannski þrjú og þrjú, en aldrei þannig að allur hópurinn tæki sig saman til góðra verka og það var einfaldlega kominn tími á það. Út frá fyrra samstarfi þá vissum við vel út í hvað við værum að fara þannig að við ákváðum að slá til, stofna leikhóp og fara að gera eitthvað meira og skemmtilegt.“ Þrátt fyrir að góð sviðslistahús sé að finna inni á Akureyri þá sýnir leikhópurinn rétt utan bæjarins en Margrét segir að Hlaðan sé líka bráðskemmtilegt húsnæði. „Þetta fellur nú undir Akureyri en Hlaðan er á milli flugvallarins og bæjarins. Skúli Gautason leikari og eiginkona hans búa þarna og Hlaðan er skemmtilegur braggi þar sem er að finna lítið og notalegt leikhús og þar höfum við fundið okkar fyrsta heimavöll. Hér er bæði virkilega gott að vinna og vera.“ Margrét bætir við að ein af forsendum þess að þau séu að taka sig saman með þessum hætti sé líka að Leikfélag Akureyrar búi við þröngan kost. „En það vill nú svo skemmtilega til að hluti af okkur er samt engu að síður að vinna með leikfélaginu þannig að þetta er allt saman ást og friður. Við erum alls ekki að fara gegn leikfélaginu með því að stofna leikhóp, þvert á móti, því leikhús getur af sér leikhús. Því meira og betra sem úrvalið er þeim mun meira fer fólk í leikhús þannig að aukin fjölbreytni er bara af hinu góða fyrir samfélagið hérna fyrir norðan.“Sjálfhverfur veruleiki Framhjá rauða húsinu og niður stigann er fyrsta sýning leikhópsins og Margrét segir að þau þrjú sem standi á sviðinu, Sesselía, Birna og Vilhjálmur, hafi komið með það að borðinu. „Þau skrifuðu þrjú eintöl sem eru svo fléttuð saman og mynda þannig þetta verk.“ Aðspurð hvort sú vinna hafi átt sér stað í ferlinu segir Margrét að sú sé ekki raunin heldur hafi þau komið með verkið fullbúið. „Ég verð reyndar að játa að það er soldið snúið að segja frá þessu. Þetta er pínu óvenjulegt verk en það gerir það bara meira spennandi fyrir leikhúsgesti að koma og eiga með okkur góða kvöldstund. En svona til þess að gera langa sögu stutta þá má segja að hér sé á ferðinni skemmtileg leiksýning um leiðinlegt fólk,“ segir Margrét og hlær. Hún bætir þó við að verkið fjalli um þrjá einstaklinga sem takist svona misvel að fóta sig í heimi samtímans. Allar eigi persónurnar það sameiginlegt að standa fyrir taumlausa einstaklingshyggju samtímans og annað slíkt sem okkur ætti að vera vel kunnugt í samtímanum. Ein persónan er þjökuð af útlitsdýrkun og lágu sjálfsmati, ein heldur að öll vandamál heimsins leysist með samfélagsmiðlum og skyndilausnum og sú síðasta er hrokagikkur sem reynir að upphefja sjálfa sig á kostnað annarra. „Þetta er bara um það sem er svo mikið fjallað um í okkar samtíma. Nýr lífsstíll, geðsjúkdómar, vanlíðan og vellíðan og allt þetta en það talar alltaf hver og ein persóna út frá sér og sínu lífi. Þannig er þetta óneitanlega endurspeglun á mjög svo sjálfhverfum veruleika. Það sem er svo merkilegt við það að horfa á þetta verk er að fyrst hugsar maður um það hvað þetta er hrikalega sjálfhverft og leiðinlegt fólk, en svo fer maður allt í einu að sjá sjálfan sig sem er óneitanlega mjög óþægilegt. Maður fer að sjá bæði brot úr sjálfum sér og líka öðru fólki sem maður þekkir en samt eru þetta eitthvað svo glataðir og sjálfsuppteknir einstaklingar. Þannig að þetta er í senn áleitið og skemmtilegt leikhús og við vonumst eftir að sjá sem flesta í Hlöðunni á næstunni.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. ágúst.
Menning Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira