Síðasti Viperinn af færibandinu Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2017 15:00 Dodge Viper. Síðasta eintakið af Dodge Viper orkutröllinu sem framleitt verður rann af færiböndunum í Conner Avenue Assembly Plant í vikunni. Það gerðist án nokkurs hávaða eða hátíuðarhalda af nokkru tagi og endar með því 25 ára framleiðslusaga þessa magnaða sportbíls. Hann var víst hættur að seljast að nokkru ráði og því fátt eitt að gera fyrir Dodge annað en að hætta framleiðslunni. Það eru ekki margir bílar sem framleiddir eru með 10 strokka vél, en Viper var einn þeirra og nú hefur þeim fækkað um eina bílgerð. Í fyrstu var þessi 10 strokka vél 400 hestöfl en síðasta kynslóð bílsins var heil 645 hestöfl. Viper á mörg hraðametin á Bandarískum brautum, en náði að auki tímanum 7:03,45 á Nürburgring brautinni þýsku, sem þykir ansi gott og er hraðasti tími sem bandarískur bíll hefur náð á brautinni. Fyrir tveimur árum var sú ákvörðun tekin að framleiðslu Viper yrði hætt í ár og við það hefur nú verið staðið. Dodge mun ekki selja þetta síðasta framleiðslueintak af Viper bílnum, heldur eiga það sjálft sem sýningargrip. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent
Síðasta eintakið af Dodge Viper orkutröllinu sem framleitt verður rann af færiböndunum í Conner Avenue Assembly Plant í vikunni. Það gerðist án nokkurs hávaða eða hátíuðarhalda af nokkru tagi og endar með því 25 ára framleiðslusaga þessa magnaða sportbíls. Hann var víst hættur að seljast að nokkru ráði og því fátt eitt að gera fyrir Dodge annað en að hætta framleiðslunni. Það eru ekki margir bílar sem framleiddir eru með 10 strokka vél, en Viper var einn þeirra og nú hefur þeim fækkað um eina bílgerð. Í fyrstu var þessi 10 strokka vél 400 hestöfl en síðasta kynslóð bílsins var heil 645 hestöfl. Viper á mörg hraðametin á Bandarískum brautum, en náði að auki tímanum 7:03,45 á Nürburgring brautinni þýsku, sem þykir ansi gott og er hraðasti tími sem bandarískur bíll hefur náð á brautinni. Fyrir tveimur árum var sú ákvörðun tekin að framleiðslu Viper yrði hætt í ár og við það hefur nú verið staðið. Dodge mun ekki selja þetta síðasta framleiðslueintak af Viper bílnum, heldur eiga það sjálft sem sýningargrip.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent