Frábær endasprettur Stenson færði honum sigurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. ágúst 2017 08:30 Henrik Stenson fagnar sigrinum í gær. Vísir/Getty Hinn sænski Henrik Stenson vann í gær sitt fyrsta mót eftir sigurinn á Opna breska í fyrra, er hann bar sigur úr býtum á Wyndham-mótinu á PGA-mótaröðinni. Stenson spilaði frábærlega í gær eða á 64 höggum og endaði á 22 höggum undir pari, einu á undan Ollie Schniederjans frá Bandaríkjunum. Stenson fékk átta fugla á lokahringnum í gær, þar af þrjá í röð frá fimmtándu til sautjándu holu sem færði honum sigurinn. Schniederjans spilaði einnig á 64 höggum í gær en Webb Simpson endaði í þriðja sæti á átján höggum undir pari. „Ég veit ekki hversu mörg tækifæri ég fæ til viðbótar að spila jafn vel og ég gerði á Troon [vellinum þar sem Opna breska fór fram í fyrra]. En ég er mjög ánægður með hvernig mér tókst að klára þetta mót.“ Stenson rauk upp í 23. sæti stigalista PGA-mótaraðarinnar með sigrinum en þetta var síðasta mót tímabilsins áður en FedEx-bikarinn hefst. 125 stigahæstu kylfingarnir fá að taka þátt í keppninni, sem telur alls fjögur mót. Sigurvegarinn á lokamótinu fær tíu milljónir dollara í sinn hlut. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Hinn sænski Henrik Stenson vann í gær sitt fyrsta mót eftir sigurinn á Opna breska í fyrra, er hann bar sigur úr býtum á Wyndham-mótinu á PGA-mótaröðinni. Stenson spilaði frábærlega í gær eða á 64 höggum og endaði á 22 höggum undir pari, einu á undan Ollie Schniederjans frá Bandaríkjunum. Stenson fékk átta fugla á lokahringnum í gær, þar af þrjá í röð frá fimmtándu til sautjándu holu sem færði honum sigurinn. Schniederjans spilaði einnig á 64 höggum í gær en Webb Simpson endaði í þriðja sæti á átján höggum undir pari. „Ég veit ekki hversu mörg tækifæri ég fæ til viðbótar að spila jafn vel og ég gerði á Troon [vellinum þar sem Opna breska fór fram í fyrra]. En ég er mjög ánægður með hvernig mér tókst að klára þetta mót.“ Stenson rauk upp í 23. sæti stigalista PGA-mótaraðarinnar með sigrinum en þetta var síðasta mót tímabilsins áður en FedEx-bikarinn hefst. 125 stigahæstu kylfingarnir fá að taka þátt í keppninni, sem telur alls fjögur mót. Sigurvegarinn á lokamótinu fær tíu milljónir dollara í sinn hlut.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira