Segir Woody Allen og Roman Polanski vera magnaða leikstjóra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2017 20:48 Kate Winslet sagðist ekkert vita um málið. Vísir/getty Leikkonan Kate Winslet setur það ekki fyrir sig að leikstjórinn Woody Allen hafi verið sakaður um kynferðisofbeldi og tók þá ákvörðun að starfa fyrir hann því hann sé „magnaður leikstjóri.“ Allen var gefið að sök að hafa misnotað stjúpdóttur sína en saksóknari ákvað að gefa ekki út ákæru í málinu. Woody Allen segist aldrei hugsa um þær þungu sakir sem á hann voru bornar. Hann vill ekki tjá sig neitt frekar um ásakanirnar.Vísir/getty Aðspurð hvort hún hafi verið hikandi að taka að sér hlutverk í mynd Allens vegna þessa segist Winslet ekki hafa þekkt Allen áður. Leikkonan fer með aðalhlutverkið í nýjustu mynd Allens, Wonder Wheel en auk hennar leika aðrir þekktir leikarar í myndinni á borð við Justin Timberlake, Debi Mazar og Juno Temple. „Auðvitað hugsar maður um það en ég þekkti ekki Woody og ég veit ekki neitt um þessa fjölskyldu. Sem leikkona í myndinni verður maður að halda ákveðinni fjarlægð og segja sem er að ég veit í raun ekki neitt um þetta. Ég veit ekki hvort þetta sé satt,“ segir leikkonan í viðtali við New York Times um ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Allens. Kate Winslet tók sérstaklega fram að Roman Polanski væri líka magnaður leikstjóri, spurð út í sína afstöðu til Allens.Vísir/getty Hún segist eftir nokkra umhugsun hafa ákveðið að leggja þessar hugsanir til hliðar og vinna með Woody. „Hann er magnaður leikstjóri,“ segir Winslet sem bætir við að sér þyki Roman Polanski einnig magnaður í sínu starfi en Polanski nauðgaði þrettán ára stúlku á áttunda áratugnum í Los Angeles. „Ég átti einstaka upplifun í vinnunni með þessum mönnum og það er sannleikurinn.“ Mál Woody Allen Tengdar fréttir Sonur Woody Allen úthúðar leikurum sem starfa með honum Birti harða grein vegna ásakana dóttur Allens sem sakar föður sinn um kynferðisofbeldi. 12. maí 2016 14:03 Opið bréf Dylan Farrow vekur heimsathygli Virðingin sem Woody Allen nýtur í kvikmyndaiðnaðinum er lýsandi dæmi þess að samfélagið bregst ítrekað fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í opnu bréfi Dylan Farrow, dóttur Allens, sem birtist í The New York Times í gærkvöldi, en þar lýsir hún misnotkun af hálfu föður síns. 2. febrúar 2014 20:00 Tjáir sig ekki um bréfið frá Dylan Farrow Leikkonan Scarlett Johansson segir hegðun dóttur Woody Allen óábyrga. 17. mars 2014 19:30 Lena Dunham kemur Dylan Farrow til varnar Leikkonan tjáði sig um málið á Twitter í gær. 5. febrúar 2014 17:36 Woody Allen þvertekur fyrir að hafa misnotað dóttur sína Nú hefur Woody Allen gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hann þvertekur fyrir það að hafa misnotað dóttir sína. 2. febrúar 2014 23:20 Woody Allen mun svara ásökunum um kynferðisofbeldi Dóttir leikstjórans birti sláandi bréf á vef New York Times um síðustu helgi. 6. febrúar 2014 19:51 Segir Woody Allen hafa misnotað sig kynferðislega Dylan Farrow, dóttir bandaríska kvikmyndaleikstjórans, skrifaði opinskátt bréf á vef New York Times. 2. febrúar 2014 08:45 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Leikkonan Kate Winslet setur það ekki fyrir sig að leikstjórinn Woody Allen hafi verið sakaður um kynferðisofbeldi og tók þá ákvörðun að starfa fyrir hann því hann sé „magnaður leikstjóri.“ Allen var gefið að sök að hafa misnotað stjúpdóttur sína en saksóknari ákvað að gefa ekki út ákæru í málinu. Woody Allen segist aldrei hugsa um þær þungu sakir sem á hann voru bornar. Hann vill ekki tjá sig neitt frekar um ásakanirnar.Vísir/getty Aðspurð hvort hún hafi verið hikandi að taka að sér hlutverk í mynd Allens vegna þessa segist Winslet ekki hafa þekkt Allen áður. Leikkonan fer með aðalhlutverkið í nýjustu mynd Allens, Wonder Wheel en auk hennar leika aðrir þekktir leikarar í myndinni á borð við Justin Timberlake, Debi Mazar og Juno Temple. „Auðvitað hugsar maður um það en ég þekkti ekki Woody og ég veit ekki neitt um þessa fjölskyldu. Sem leikkona í myndinni verður maður að halda ákveðinni fjarlægð og segja sem er að ég veit í raun ekki neitt um þetta. Ég veit ekki hvort þetta sé satt,“ segir leikkonan í viðtali við New York Times um ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Allens. Kate Winslet tók sérstaklega fram að Roman Polanski væri líka magnaður leikstjóri, spurð út í sína afstöðu til Allens.Vísir/getty Hún segist eftir nokkra umhugsun hafa ákveðið að leggja þessar hugsanir til hliðar og vinna með Woody. „Hann er magnaður leikstjóri,“ segir Winslet sem bætir við að sér þyki Roman Polanski einnig magnaður í sínu starfi en Polanski nauðgaði þrettán ára stúlku á áttunda áratugnum í Los Angeles. „Ég átti einstaka upplifun í vinnunni með þessum mönnum og það er sannleikurinn.“
Mál Woody Allen Tengdar fréttir Sonur Woody Allen úthúðar leikurum sem starfa með honum Birti harða grein vegna ásakana dóttur Allens sem sakar föður sinn um kynferðisofbeldi. 12. maí 2016 14:03 Opið bréf Dylan Farrow vekur heimsathygli Virðingin sem Woody Allen nýtur í kvikmyndaiðnaðinum er lýsandi dæmi þess að samfélagið bregst ítrekað fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í opnu bréfi Dylan Farrow, dóttur Allens, sem birtist í The New York Times í gærkvöldi, en þar lýsir hún misnotkun af hálfu föður síns. 2. febrúar 2014 20:00 Tjáir sig ekki um bréfið frá Dylan Farrow Leikkonan Scarlett Johansson segir hegðun dóttur Woody Allen óábyrga. 17. mars 2014 19:30 Lena Dunham kemur Dylan Farrow til varnar Leikkonan tjáði sig um málið á Twitter í gær. 5. febrúar 2014 17:36 Woody Allen þvertekur fyrir að hafa misnotað dóttur sína Nú hefur Woody Allen gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hann þvertekur fyrir það að hafa misnotað dóttir sína. 2. febrúar 2014 23:20 Woody Allen mun svara ásökunum um kynferðisofbeldi Dóttir leikstjórans birti sláandi bréf á vef New York Times um síðustu helgi. 6. febrúar 2014 19:51 Segir Woody Allen hafa misnotað sig kynferðislega Dylan Farrow, dóttir bandaríska kvikmyndaleikstjórans, skrifaði opinskátt bréf á vef New York Times. 2. febrúar 2014 08:45 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Sonur Woody Allen úthúðar leikurum sem starfa með honum Birti harða grein vegna ásakana dóttur Allens sem sakar föður sinn um kynferðisofbeldi. 12. maí 2016 14:03
Opið bréf Dylan Farrow vekur heimsathygli Virðingin sem Woody Allen nýtur í kvikmyndaiðnaðinum er lýsandi dæmi þess að samfélagið bregst ítrekað fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í opnu bréfi Dylan Farrow, dóttur Allens, sem birtist í The New York Times í gærkvöldi, en þar lýsir hún misnotkun af hálfu föður síns. 2. febrúar 2014 20:00
Tjáir sig ekki um bréfið frá Dylan Farrow Leikkonan Scarlett Johansson segir hegðun dóttur Woody Allen óábyrga. 17. mars 2014 19:30
Lena Dunham kemur Dylan Farrow til varnar Leikkonan tjáði sig um málið á Twitter í gær. 5. febrúar 2014 17:36
Woody Allen þvertekur fyrir að hafa misnotað dóttur sína Nú hefur Woody Allen gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hann þvertekur fyrir það að hafa misnotað dóttir sína. 2. febrúar 2014 23:20
Woody Allen mun svara ásökunum um kynferðisofbeldi Dóttir leikstjórans birti sláandi bréf á vef New York Times um síðustu helgi. 6. febrúar 2014 19:51
Segir Woody Allen hafa misnotað sig kynferðislega Dylan Farrow, dóttir bandaríska kvikmyndaleikstjórans, skrifaði opinskátt bréf á vef New York Times. 2. febrúar 2014 08:45