Blómin launa gott atlæti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. september 2017 10:45 Við afhendinguna: Hreiðar Oddsson, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs, Hjördís Ýr Johnson, formaður nefndarinnar, Guðmundur Jóhann Jónsson og Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir, verðlaunahafar og Ármann bæjarstjóri. Það er ekkert lítið gert úr þessu,“ segir Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir steinhissa þegar hringt er í hana til að spyrja út í viðurkenningu sem hún og eiginmaðurinn, Guðmundur Jóhann Jónsson fengu fyrir húsið sitt og lóðina síðasta fimmtudag frá umhverfis-og samgöngunefnd Kópavogs. Þau búa að Kópavogsbakka 15. Í rökstuðningi nefndarinnar stendur meðal annars. „Húsið er bjart og opið með stórum gluggum og næst þannig fallegt útsýni út á Kópavoginn. Lóðin er ekki stór en með aðstoð Árna Hermannssonar hjá Landverk var hún kláruð á einfaldan og smekklegan máta árið 2011. Garðurinn hefur þróast á undanförnum árum en þar sem umhirða hans er sérstakt áhugamál konunnar á heimilinu þá ber hann merki þess að við hann er nostrað.“ Ég bendi Þórhildi því á að hún sé greinilega búin að vinna fyrir athyglinni. „Mér finnst voða gaman að loknum vinnudegi að fara í gallann og út í garð. Það er hvíld frá amstri dagsins og þar get ég alltaf fundið mér eitthvað að gera,“ viðurkennir hún. „Svo er ég alltaf að hugsa, get ég ekki bætt þetta ... og þetta? Samt er þetta bara lítil lóð. Þannig get ég líka haft allt snyrtilegt, bæði grasið og annað, ræð bara vel við það. Blómin launa gott atlæti. Ég er með dálítið af þeim í kerjum og hef voða gaman af þeim.“Sjö viðurkenningar voru veittar í Kópavogi fyrir hönnun og umhverfi. Gata ársins var Litlavör og þar gróðursettu Theodóra, Margrét, Hjördís Ýr, Ármann, Kr. og Jón tré. Örlítið frá stendur Ólafur Þór.Hjónin byrjuðu að byggja í apríl 2007, fluttu inn í febrúar 2009 og tveimur árum síðar létu þau klára lóðina að sögn Þórhildar. Spurð hvort hún eigi sér einhverja uppáhaldsjurt í garðinum segir hún þær nokkrar. „Mér finnst lavander æðisleg jurt. Ég hef alltaf keypt hana á vorin og sett í pott en gerði tilraun í fyrrahaust með að stinga henni niður í beð og henni líkaði það mjög vel, lifði af veturinn og braggaðist vel í sumar, þannig að hún er mjög falleg. Núna á ég margar hortensíur í kerjum og langar að gá hvort mér tekst að láta þær lifa milli ára, pota þeim einhvernsstaðar niður og sjá hvað þær segja við því. Það er svo leiðinlegt að sjá allt deyja og hverfa á haustin.“ Hús og heimili Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Fleiri fréttir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Sjá meira
Það er ekkert lítið gert úr þessu,“ segir Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir steinhissa þegar hringt er í hana til að spyrja út í viðurkenningu sem hún og eiginmaðurinn, Guðmundur Jóhann Jónsson fengu fyrir húsið sitt og lóðina síðasta fimmtudag frá umhverfis-og samgöngunefnd Kópavogs. Þau búa að Kópavogsbakka 15. Í rökstuðningi nefndarinnar stendur meðal annars. „Húsið er bjart og opið með stórum gluggum og næst þannig fallegt útsýni út á Kópavoginn. Lóðin er ekki stór en með aðstoð Árna Hermannssonar hjá Landverk var hún kláruð á einfaldan og smekklegan máta árið 2011. Garðurinn hefur þróast á undanförnum árum en þar sem umhirða hans er sérstakt áhugamál konunnar á heimilinu þá ber hann merki þess að við hann er nostrað.“ Ég bendi Þórhildi því á að hún sé greinilega búin að vinna fyrir athyglinni. „Mér finnst voða gaman að loknum vinnudegi að fara í gallann og út í garð. Það er hvíld frá amstri dagsins og þar get ég alltaf fundið mér eitthvað að gera,“ viðurkennir hún. „Svo er ég alltaf að hugsa, get ég ekki bætt þetta ... og þetta? Samt er þetta bara lítil lóð. Þannig get ég líka haft allt snyrtilegt, bæði grasið og annað, ræð bara vel við það. Blómin launa gott atlæti. Ég er með dálítið af þeim í kerjum og hef voða gaman af þeim.“Sjö viðurkenningar voru veittar í Kópavogi fyrir hönnun og umhverfi. Gata ársins var Litlavör og þar gróðursettu Theodóra, Margrét, Hjördís Ýr, Ármann, Kr. og Jón tré. Örlítið frá stendur Ólafur Þór.Hjónin byrjuðu að byggja í apríl 2007, fluttu inn í febrúar 2009 og tveimur árum síðar létu þau klára lóðina að sögn Þórhildar. Spurð hvort hún eigi sér einhverja uppáhaldsjurt í garðinum segir hún þær nokkrar. „Mér finnst lavander æðisleg jurt. Ég hef alltaf keypt hana á vorin og sett í pott en gerði tilraun í fyrrahaust með að stinga henni niður í beð og henni líkaði það mjög vel, lifði af veturinn og braggaðist vel í sumar, þannig að hún er mjög falleg. Núna á ég margar hortensíur í kerjum og langar að gá hvort mér tekst að láta þær lifa milli ára, pota þeim einhvernsstaðar niður og sjá hvað þær segja við því. Það er svo leiðinlegt að sjá allt deyja og hverfa á haustin.“
Hús og heimili Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Fleiri fréttir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Sjá meira