Það er langbest að vera á Íslandi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. september 2017 10:00 Lilja og Sara ætla kannski að halda tónleika saman þegar þær eru orðnar unglingar en fyrst ætla þær að safna sér fyrir hljóðfærum. Vísir/Ernir Vinkonurnar Sara Louzir og Lilja Andradóttir eru á leiksvæði í hverfinu sínu að halda tónleika með þykjustuhljóðfæri í höndunum. Sara situr í rólunni en Lilja stendur uppi á borði og saman syngja þær með miklum tilþrifum NeiNei, sem Áttan gerði vinsælt fyrr á þessu ári. Falleg dúkka situr í kerru rétt hjá. „Hún er að hlusta á okkur,“ segir Lilja til skýringar þegar laginu lýkur. Lilja er ljóshærð og bláeyg og Sara svarthærð og brúneyg. Sara kveðst hafa fæðst á Íslandi en mamma hennar og pabbi séu frá Alsír. „Ég hef aldrei átt heima í Alsír, bara á Íslandi, en ég fer stundum til Alsír og heimsæki ömmu mína,“ segir hún. „Það er langbest að vera á Íslandi. Þar er aldrei stríð,“ segir Lilja sem kveðst hafa fæðst í Frakklandi. Þær eru báðar nýbyrjaðar í 2. bekk í Dalskóla í Reykjavík. „Við Lilja erum saman í bekk,“ segir Sara og bætir við að þar séu tveir 2. bekkir. „Við erum í 2.G af því kennarinn okkar heitir Gyða.“ „Við löbbum í röð inn í stofuna. Gyða er með bjöllu og þegar hún hringir henni þá hætta allir að tala. Við erum svo þæg,“ lýsir Lilja. Sara segir Dalskóla vera góðan skóla „Þar er aldrei neinn að stríða.“ Lilja tekur undir það. „Allir eru góðir vinir, alveg sama hvaða tungumál þeir tala, einn strákur talar spænsku og ein stelpa ensku.“ Best að tefja þær ekki lengur, eru þær ekki að æfa fyrir alvörutónleika? Lilja hikar aðeins áður en hún svarar: „Kannski þegar við erum orðnar unglingar. Þá höldum við tónleika saman.“ „Við erum ekki búnar að safna okkur fyrir hljóðfærum,“ útskýrir Sara. „Ég hugsa að við byrjum á að verða söngkonur.“ Krakkar Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Vinkonurnar Sara Louzir og Lilja Andradóttir eru á leiksvæði í hverfinu sínu að halda tónleika með þykjustuhljóðfæri í höndunum. Sara situr í rólunni en Lilja stendur uppi á borði og saman syngja þær með miklum tilþrifum NeiNei, sem Áttan gerði vinsælt fyrr á þessu ári. Falleg dúkka situr í kerru rétt hjá. „Hún er að hlusta á okkur,“ segir Lilja til skýringar þegar laginu lýkur. Lilja er ljóshærð og bláeyg og Sara svarthærð og brúneyg. Sara kveðst hafa fæðst á Íslandi en mamma hennar og pabbi séu frá Alsír. „Ég hef aldrei átt heima í Alsír, bara á Íslandi, en ég fer stundum til Alsír og heimsæki ömmu mína,“ segir hún. „Það er langbest að vera á Íslandi. Þar er aldrei stríð,“ segir Lilja sem kveðst hafa fæðst í Frakklandi. Þær eru báðar nýbyrjaðar í 2. bekk í Dalskóla í Reykjavík. „Við Lilja erum saman í bekk,“ segir Sara og bætir við að þar séu tveir 2. bekkir. „Við erum í 2.G af því kennarinn okkar heitir Gyða.“ „Við löbbum í röð inn í stofuna. Gyða er með bjöllu og þegar hún hringir henni þá hætta allir að tala. Við erum svo þæg,“ lýsir Lilja. Sara segir Dalskóla vera góðan skóla „Þar er aldrei neinn að stríða.“ Lilja tekur undir það. „Allir eru góðir vinir, alveg sama hvaða tungumál þeir tala, einn strákur talar spænsku og ein stelpa ensku.“ Best að tefja þær ekki lengur, eru þær ekki að æfa fyrir alvörutónleika? Lilja hikar aðeins áður en hún svarar: „Kannski þegar við erum orðnar unglingar. Þá höldum við tónleika saman.“ „Við erum ekki búnar að safna okkur fyrir hljóðfærum,“ útskýrir Sara. „Ég hugsa að við byrjum á að verða söngkonur.“
Krakkar Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira