Fimm myndir sem keppa um Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í Bíó Paradís Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. september 2017 13:00 Marta Sigríður er kynningarstjóri í Bíó Paradís þar sem hver viðburðurinn rekur annan. Fréttablaðið/Ernir Norræn kvikmyndahátíð er hafin í Bíó Paradís. Myndirnar sem þar eru sýndar eru allar tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár og eiga það sameiginlegt að vera fyrstu myndir leikstjóranna.„Við erum að sýna fimm kvikmyndir sem allar eru tilnefndar til Norrænu kvikmyndaverðlaunanna í ár,“ segir Marta Sigríður Pétursdóttir, sem er kynningarstjóri í Bíó Paradís. Hún byrjar á að hæla sænsku myndinni Samablóð sem frumsýnd var í gærkvöldi. Hún verður sýnd aftur á morgun og líka á laugardag og þriðjudag. „Þetta er mögnuð mynd. Hún gerist á fyrri hluta 20. aldar og fjallar um hvernig komið var fram við Sama á þeim tíma. Myndin segir sögu ungrar stúlku sem var send á heimvistarskóla og lýsir kynþáttahyggjunni sem þar réð ríkjum. Semsagt stórpólitískt málefni. Þarna er kvenleikstjóri, Amanda Kernell, sem er einnig handritshöfundur. Bak við myndavélina var líka kona, Sophia Olsson, sem var viðstödd frumsýninguna, enda hefur hún sterka tengingu við Ísland, hún vann með Rúnari Rúnarssyni leikstjóra bæði við Eldfjall og Þresti og svo á hún líka hálfíslenskt barn.“ Elle Marja er 14 ára Samastúlka og hreindýrahirðir. Myndin Hjartasteinn er tilnefnd fyrir Íslands hönd að sögn Mörtu. „Þó að langt sé síðan myndin var frumsýnd ætla flestir aðstandendur og leikarar að mæta á sýninguna hjá okkur þann 12. september og svara spurningum eftir hana. Myndir hinna Norðurlandanna eru Tyttö nimeltä Varpu frá Finnlandi, Forældre frá Danmörku og Fluefangere frá Noregi.“ Gaman verður að sjá hver hlýtur verðlaunin en úrslitin verða tilkynnt miðvikudaginn 1. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. Norræna kvikmyndahátíðin í Bíó Paradís stendur yfir dagana 7.-13. september. Um hana má lesa á heimasíðu Bíó Paradís. Menning Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Norræn kvikmyndahátíð er hafin í Bíó Paradís. Myndirnar sem þar eru sýndar eru allar tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár og eiga það sameiginlegt að vera fyrstu myndir leikstjóranna.„Við erum að sýna fimm kvikmyndir sem allar eru tilnefndar til Norrænu kvikmyndaverðlaunanna í ár,“ segir Marta Sigríður Pétursdóttir, sem er kynningarstjóri í Bíó Paradís. Hún byrjar á að hæla sænsku myndinni Samablóð sem frumsýnd var í gærkvöldi. Hún verður sýnd aftur á morgun og líka á laugardag og þriðjudag. „Þetta er mögnuð mynd. Hún gerist á fyrri hluta 20. aldar og fjallar um hvernig komið var fram við Sama á þeim tíma. Myndin segir sögu ungrar stúlku sem var send á heimvistarskóla og lýsir kynþáttahyggjunni sem þar réð ríkjum. Semsagt stórpólitískt málefni. Þarna er kvenleikstjóri, Amanda Kernell, sem er einnig handritshöfundur. Bak við myndavélina var líka kona, Sophia Olsson, sem var viðstödd frumsýninguna, enda hefur hún sterka tengingu við Ísland, hún vann með Rúnari Rúnarssyni leikstjóra bæði við Eldfjall og Þresti og svo á hún líka hálfíslenskt barn.“ Elle Marja er 14 ára Samastúlka og hreindýrahirðir. Myndin Hjartasteinn er tilnefnd fyrir Íslands hönd að sögn Mörtu. „Þó að langt sé síðan myndin var frumsýnd ætla flestir aðstandendur og leikarar að mæta á sýninguna hjá okkur þann 12. september og svara spurningum eftir hana. Myndir hinna Norðurlandanna eru Tyttö nimeltä Varpu frá Finnlandi, Forældre frá Danmörku og Fluefangere frá Noregi.“ Gaman verður að sjá hver hlýtur verðlaunin en úrslitin verða tilkynnt miðvikudaginn 1. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. Norræna kvikmyndahátíðin í Bíó Paradís stendur yfir dagana 7.-13. september. Um hana má lesa á heimasíðu Bíó Paradís.
Menning Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira