Gott skot í Straumfjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 7. september 2017 11:00 Flott veiði úr Straumfjarðaá Mynd: Gunnar Þór Gunnarsson Straumfjarðará hefur verið frekar róleg framan af sumri en þar er helst um að kenna vatnsleysi sem hrjáði ánna í nokkrar vikur. Þegar það rigndi hressilega á vesturlandi um síðustu helgi jókst vatnið í henni hressilega og það er við manninn mælt að veiðin tók góðann kipp. Það hefur verið nokkuð af laxi í ánni en hann leggst djúpt í hyljina í litlu vatni en fer af stað og tökugleðin með um leið og vatnið verður gott. Til að mynda gerði holl sem lauk veiðum 3. sept mjög góða veiði en þeir lönduðu 26 löxum og nokkuð af sjóbirting. Þessi hópur er skipaður vönum veiðimönnum og harðduglegum sem jafnan gera góðar ferðir í Straumfjarðará. Sá sem lengst hefur stundað ánna í þessum hópi er að verða 74 ára og hefur veitt Straumfjarðará í nálægt 70 ár. Hann þurfti þetta árið að styðjast við hækju og var hækjan notuð í amk einu tilviki til að rota lax. Heildarveiðin í Straumfjarðá er komin í 336 laxa en meðalveiðin í ánni er um 370 laxar svo ef restin af haustinu verður í lagi fer þessi skemmtilega á örugglega yfir þá tölu. Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði
Straumfjarðará hefur verið frekar róleg framan af sumri en þar er helst um að kenna vatnsleysi sem hrjáði ánna í nokkrar vikur. Þegar það rigndi hressilega á vesturlandi um síðustu helgi jókst vatnið í henni hressilega og það er við manninn mælt að veiðin tók góðann kipp. Það hefur verið nokkuð af laxi í ánni en hann leggst djúpt í hyljina í litlu vatni en fer af stað og tökugleðin með um leið og vatnið verður gott. Til að mynda gerði holl sem lauk veiðum 3. sept mjög góða veiði en þeir lönduðu 26 löxum og nokkuð af sjóbirting. Þessi hópur er skipaður vönum veiðimönnum og harðduglegum sem jafnan gera góðar ferðir í Straumfjarðará. Sá sem lengst hefur stundað ánna í þessum hópi er að verða 74 ára og hefur veitt Straumfjarðará í nálægt 70 ár. Hann þurfti þetta árið að styðjast við hækju og var hækjan notuð í amk einu tilviki til að rota lax. Heildarveiðin í Straumfjarðá er komin í 336 laxa en meðalveiðin í ánni er um 370 laxar svo ef restin af haustinu verður í lagi fer þessi skemmtilega á örugglega yfir þá tölu.
Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði