Ól upp marga af bestu listamönnum Íslands Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. september 2017 06:00 Þorgerður Ingólfsdóttir hefur stýrt kórastarfi í Menntaskólanum í Hamrahlíð í 50 ár. Hún hefur haft mikil áhrif á marga af fremstu listamönnum Íslands. vísir/stefán „Mér þætti gaman að vita hversu margir Íslendingar hafa unnið sama starfið í hálfa öld, sleitulaust, og skilað jafn góðu verki,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, fyrrverandi nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þorgerður Ingólfsdóttir ætlar að láta af starfi kórstjóra í Menntaskólanum við Hamrahlið í lok október og hefur skólinn auglýst starfið laust. Þorgerður hefur gegnt starfinu allt frá því árið 1967, þegar hún var 23 ára gömul. Árið 1982 stofnaði hún Hamrahlíðarkórinn, fyrir fyrrverandi nemendur skólans. Páll Óskar var í kórnum hjá Þorgerði í tvö ár og segir það hafa verið bæði hollt og gott. „Þarna fékk maður tækifæri til að kynnast íslenskum þjóðlögum og íslenskum tónlistararfi á þann hátt sem ég hefði annars aldrei fengið að kynnast honum,“ segir hann. Páll Óskar segir að fyrir utan hvað verkefnavalið hafi verið flott og krefjandi þá hafi hann lært alls kyns lífsreglur sem hann hafi notið allar götur síðan. „Til dæmis að mæta á réttum tíma á æfingar, að bera virðingu fyrir tíma annars fólks, að takast á við hluti með þolinmæði.“ Einræður Þorgerðar um lífsviðhorf hennar eru Páli Óskari líka hugleiknar. „Ég held að bestu kennararnir séu þannig að þeir fara út fyrir námsefnið og kenna þér einhverjar lífsreglur sem jafnvel foreldrar þínir gleyma að kenna þér,“ segir hann. Söngkonan Sigríður Thorlacius hefur svipaða sögu að segja og Páll Óskar. Hún var samtals í 10 ár hjá Þorgerði, bæði í MH kórnum og Hamrahlíðarkórnum. „Ég held að þetta sé einhver besti skóli sem ég hef farið í,“ segir Sigríður. Sigríður segir merkilegt að hugsa til þess hvernig Þorgerði hafi tekist að halda ákveðnum hljómi og tilteknu yfirbragði á kórnum í alla þessa áratugi, þótt hún sé sífellt með nýtt fólk í kórnum. „Hún er líka frumkvöðull í því að kórinn er alltaf að flytja nýja íslenska músík, músík eftir nútímatónskáld,“ segir Sigríður. Stuðmaðurinn Egill Ólafsson segist eiga Þorgerði feril sinn að þakka. „Þetta var aldeilis makalaust uppeldisstarf fyrir mína parta og leiddi mig inn á þá braut sem ég síðan fylgdi, músíkina,“ segir Egill. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Mér þætti gaman að vita hversu margir Íslendingar hafa unnið sama starfið í hálfa öld, sleitulaust, og skilað jafn góðu verki,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, fyrrverandi nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þorgerður Ingólfsdóttir ætlar að láta af starfi kórstjóra í Menntaskólanum við Hamrahlið í lok október og hefur skólinn auglýst starfið laust. Þorgerður hefur gegnt starfinu allt frá því árið 1967, þegar hún var 23 ára gömul. Árið 1982 stofnaði hún Hamrahlíðarkórinn, fyrir fyrrverandi nemendur skólans. Páll Óskar var í kórnum hjá Þorgerði í tvö ár og segir það hafa verið bæði hollt og gott. „Þarna fékk maður tækifæri til að kynnast íslenskum þjóðlögum og íslenskum tónlistararfi á þann hátt sem ég hefði annars aldrei fengið að kynnast honum,“ segir hann. Páll Óskar segir að fyrir utan hvað verkefnavalið hafi verið flott og krefjandi þá hafi hann lært alls kyns lífsreglur sem hann hafi notið allar götur síðan. „Til dæmis að mæta á réttum tíma á æfingar, að bera virðingu fyrir tíma annars fólks, að takast á við hluti með þolinmæði.“ Einræður Þorgerðar um lífsviðhorf hennar eru Páli Óskari líka hugleiknar. „Ég held að bestu kennararnir séu þannig að þeir fara út fyrir námsefnið og kenna þér einhverjar lífsreglur sem jafnvel foreldrar þínir gleyma að kenna þér,“ segir hann. Söngkonan Sigríður Thorlacius hefur svipaða sögu að segja og Páll Óskar. Hún var samtals í 10 ár hjá Þorgerði, bæði í MH kórnum og Hamrahlíðarkórnum. „Ég held að þetta sé einhver besti skóli sem ég hef farið í,“ segir Sigríður. Sigríður segir merkilegt að hugsa til þess hvernig Þorgerði hafi tekist að halda ákveðnum hljómi og tilteknu yfirbragði á kórnum í alla þessa áratugi, þótt hún sé sífellt með nýtt fólk í kórnum. „Hún er líka frumkvöðull í því að kórinn er alltaf að flytja nýja íslenska músík, músík eftir nútímatónskáld,“ segir Sigríður. Stuðmaðurinn Egill Ólafsson segist eiga Þorgerði feril sinn að þakka. „Þetta var aldeilis makalaust uppeldisstarf fyrir mína parta og leiddi mig inn á þá braut sem ég síðan fylgdi, músíkina,“ segir Egill.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira