Það verður víða grátt um að litast á landinu í dag. Veðurstofan gerir ráð fyrir norðvestan 8 til 13 metrum á sekúndu í dag, en hægari Sunnan- og Vestanlands þar sem verður hvað léttskýjaðast.
Þá mun rigna eitthvað á norðanverðu landinu og verður hitinn á bilinu 7 til 16 stig, hlýjast Suðaustanlands. Með kvöldinu mun hins vegar kólna, ekki síst fyrir norðan, og vind lægja.
Veðurstofan gerir ráð fyrir sambærilegum morgundegi, norðaustan 8 til 13 metrar á sekúndu Suðaustanlands en annars hægari vindur og skúrir. Hiti verður á bilinu 8 til 13 stig með deginum. Nánar á veðurvef Vísis.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Hæg norðaustlæg eða breytileg átt og skúrir, einkum S- og A-til. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast SV-lands.
Á föstudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og skýjað, en léttir til SV-lands. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast syðst.
Á laugardag:
Hægviðri og þurrt að kalla framan af degi, en síðan útlit fyrir vaxandi suðaustanátt með rigningu S- og V-lands um kvöldið. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Líklega áfram norðlæg átt með vætu, einkum N- og A-lands, slyddu til fjalla og heldur kólnandi veður.
Haustveður í kortunum
Stefán Ó. Jónsson skrifar
