Hin gleymdu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. september 2017 11:00 Sprengikraftur kjarnorkusprengjunnar sem Norður-Kóreumenn sprengdu á sunnudaginn var á við 120 kílótonn af sprengiefni. Það tók skjálftabylgjuna aðeins 11 mínútur að ferðast 7.630 kílómetra, þangað til jarðskjálftamælar norsku rannsóknarstöðvarinnar NORSAR greindu hana í Heiðmörk í austurhluta Noregs. Sprengjan var margfalt öflugri en sú sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Hiroshima í ágúst 1945 og sú kraftmesta sem ríkið hefur sprengt hingað til. Leiðtogar útlagaríkisins hafa árum saman forgangsraðað auðlindum sínum í eflingu hernaðargetu sinnar á kostnað þegnanna. Þessi áhersla hefur haft skelfilegar afleiðingar fyrir íbúa Norður-Kóreu. Milljónir sultu í hel í landinu á tíunda áratug síðustu aldar, er meiri áhersla var lögð á eflingu hersins. Þær milljónir manna sem búa við örbirgð í Norður-Kóreu gleymast oft í þeirri stöðluðu atburðarás sem fer af stað eftir tilraunir ráðamanna í Norður-Kóreu með kjarnavopn eða eldflaugar. Ögranir Norður-Kóreumanna eru ekki nýjar af nálinni en nú kveður við nýjan tón í þeirri orðræðu sem einkennir viðbrögð við þessum tilraunum. Bandaríkjaforseti hefur viðrað hugmyndir um harðari viðskiptaþvinganir og beinir orðum sínum að Kína og Rússlandi sem eiga í viðskiptum við útlagaríkið. Eins og blaðamaðurinn og rithöfundurinn Mark Bowden útskýrir í umfjöllun sinni um Norður-Kóreu í síðasti tölublaði The Atlantic, þá eru slíkar aðgerðir hreint ekki til þess fallnar að stilla til friðar. Slíkar efnahagslegar árásir koma niður á þeim sem verst hafa það í Norður-Kóreu, auk þess sem óvíst er hvaða áhrif slík bönn hafa á viðhorf yfirvalda í Norður-Kóreu. Sú hugmynd að kjarnavopn ógni á ný heimsfriði með svo beinskeyttum hætti er í senn kunnugleg og skelfileg. Ógnin er ekki lengur bundin við Kóreuskaga, heldur er hún hnattræn. Í slíku andrúmslofti er freistandi að örvænta og leiða hugann að öðru, en eins og Robert Oppenheimer sagði á ævikvöldi sínu, eftir að hafa þróað kjarnorkusprengjuna og síðar barist gegn útbreiðslu hennar, þá er heimurinn sannarlega á leiðinni til heljar – það eina sem stendur í vegi fyrir því að hann fari þangað er vilji okkar til að koma í veg fyrir það. Því ættum við að verða við ósk hinnar norðurkóresku Yeonmi Park, sem flúði Norður-Kóreu árið 2007 og hélt fyrirlestur hér á Íslandi á dögunum. Hún sagði í samtali við Fréttablaðið að Íslendingar ættu að láta sig málefni Norður-Kóreubúa varða. „Enginn getur stöðvað einræðisherrann í að búa til þessar sprengjur […] Breytingarnar verða að eiga sér stað hjá fólkinu.“ Það er óskandi að fulltrúar Íslands á alþjóðavettvangi beinum sjónum að þeirri skelfilegu stöðu sem ríkir í Norður-Kóreu, að við tökum höndum saman við aðrar friðsamar þjóðir og beinum því til allra deiluaðila að leita friðsamlegra lausna þar sem velferð Norður-Kóreubúa verður höfð að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Sprengikraftur kjarnorkusprengjunnar sem Norður-Kóreumenn sprengdu á sunnudaginn var á við 120 kílótonn af sprengiefni. Það tók skjálftabylgjuna aðeins 11 mínútur að ferðast 7.630 kílómetra, þangað til jarðskjálftamælar norsku rannsóknarstöðvarinnar NORSAR greindu hana í Heiðmörk í austurhluta Noregs. Sprengjan var margfalt öflugri en sú sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Hiroshima í ágúst 1945 og sú kraftmesta sem ríkið hefur sprengt hingað til. Leiðtogar útlagaríkisins hafa árum saman forgangsraðað auðlindum sínum í eflingu hernaðargetu sinnar á kostnað þegnanna. Þessi áhersla hefur haft skelfilegar afleiðingar fyrir íbúa Norður-Kóreu. Milljónir sultu í hel í landinu á tíunda áratug síðustu aldar, er meiri áhersla var lögð á eflingu hersins. Þær milljónir manna sem búa við örbirgð í Norður-Kóreu gleymast oft í þeirri stöðluðu atburðarás sem fer af stað eftir tilraunir ráðamanna í Norður-Kóreu með kjarnavopn eða eldflaugar. Ögranir Norður-Kóreumanna eru ekki nýjar af nálinni en nú kveður við nýjan tón í þeirri orðræðu sem einkennir viðbrögð við þessum tilraunum. Bandaríkjaforseti hefur viðrað hugmyndir um harðari viðskiptaþvinganir og beinir orðum sínum að Kína og Rússlandi sem eiga í viðskiptum við útlagaríkið. Eins og blaðamaðurinn og rithöfundurinn Mark Bowden útskýrir í umfjöllun sinni um Norður-Kóreu í síðasti tölublaði The Atlantic, þá eru slíkar aðgerðir hreint ekki til þess fallnar að stilla til friðar. Slíkar efnahagslegar árásir koma niður á þeim sem verst hafa það í Norður-Kóreu, auk þess sem óvíst er hvaða áhrif slík bönn hafa á viðhorf yfirvalda í Norður-Kóreu. Sú hugmynd að kjarnavopn ógni á ný heimsfriði með svo beinskeyttum hætti er í senn kunnugleg og skelfileg. Ógnin er ekki lengur bundin við Kóreuskaga, heldur er hún hnattræn. Í slíku andrúmslofti er freistandi að örvænta og leiða hugann að öðru, en eins og Robert Oppenheimer sagði á ævikvöldi sínu, eftir að hafa þróað kjarnorkusprengjuna og síðar barist gegn útbreiðslu hennar, þá er heimurinn sannarlega á leiðinni til heljar – það eina sem stendur í vegi fyrir því að hann fari þangað er vilji okkar til að koma í veg fyrir það. Því ættum við að verða við ósk hinnar norðurkóresku Yeonmi Park, sem flúði Norður-Kóreu árið 2007 og hélt fyrirlestur hér á Íslandi á dögunum. Hún sagði í samtali við Fréttablaðið að Íslendingar ættu að láta sig málefni Norður-Kóreubúa varða. „Enginn getur stöðvað einræðisherrann í að búa til þessar sprengjur […] Breytingarnar verða að eiga sér stað hjá fólkinu.“ Það er óskandi að fulltrúar Íslands á alþjóðavettvangi beinum sjónum að þeirri skelfilegu stöðu sem ríkir í Norður-Kóreu, að við tökum höndum saman við aðrar friðsamar þjóðir og beinum því til allra deiluaðila að leita friðsamlegra lausna þar sem velferð Norður-Kóreubúa verður höfð að leiðarljósi.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun