Raforkugeymslur geta hraðað þróun netkerfis hraðhleðslustöðva í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 5. september 2017 14:00 Aðferð Connected Energy er afar hagkvæm með hliðsjón af hratt vaxandi þörf fyrir fleiri hraðhleðslustöðvar. Breska fyrirtækið Connected Energy hefur í samstarfi við Renault látið setja upp tvær raforkugeymslustöðvar, E-STOR, fyrir rafbíla við evrópskar hraðbrautir. Stöðvarnar sem staðsettar eru við hraðbraut í Belgíu og Þýskalandi eru þær fyrstu sinnar tegundar. Tækni Connected Energy felst í því að mörgum öflugum rafhlöðum af nýjustu kynslóð frá Renault er komið fyrir í gámi, þar sem þær eru hlaðnar við lágan rafstraum. Hlöðurnar geyma raforkuna sem síðan er veitt inn á hraðhleðslustöð fyrir utan gáminn þegar rafmagnsbíll kemur til að fá raforku. Að sögn Matthew Lumsden, framkvæmdastjóra Connected Energy er þetta ódýrari aðferð heldur en ef hraðhleðslustöðvarnar væru tengdar við t.d. þriggja fasa tengingu frá almenna raforkukerfinu. Aðferð Connected Energy er því afar hagkvæm með hliðsjón af hratt vaxandi þörf fyrir fleiri hraðhleðslustöðvar samfara fjölgun slíkra bíla í umferðinni. Segir Lumsden að hann vonist til þess að aðferð fyrirtækisins verði til þess að unnt verði að þróa netkerfi hraðhleðslustöðva hraðar en nú er raunin. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent
Breska fyrirtækið Connected Energy hefur í samstarfi við Renault látið setja upp tvær raforkugeymslustöðvar, E-STOR, fyrir rafbíla við evrópskar hraðbrautir. Stöðvarnar sem staðsettar eru við hraðbraut í Belgíu og Þýskalandi eru þær fyrstu sinnar tegundar. Tækni Connected Energy felst í því að mörgum öflugum rafhlöðum af nýjustu kynslóð frá Renault er komið fyrir í gámi, þar sem þær eru hlaðnar við lágan rafstraum. Hlöðurnar geyma raforkuna sem síðan er veitt inn á hraðhleðslustöð fyrir utan gáminn þegar rafmagnsbíll kemur til að fá raforku. Að sögn Matthew Lumsden, framkvæmdastjóra Connected Energy er þetta ódýrari aðferð heldur en ef hraðhleðslustöðvarnar væru tengdar við t.d. þriggja fasa tengingu frá almenna raforkukerfinu. Aðferð Connected Energy er því afar hagkvæm með hliðsjón af hratt vaxandi þörf fyrir fleiri hraðhleðslustöðvar samfara fjölgun slíkra bíla í umferðinni. Segir Lumsden að hann vonist til þess að aðferð fyrirtækisins verði til þess að unnt verði að þróa netkerfi hraðhleðslustöðva hraðar en nú er raunin.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent