Chevy Blazer snýr aftur árið 2019 Finnur Thorlacius skrifar 5. september 2017 12:45 Hverjir muna ekki eftir honum þessum? Margir muna eftir Chevrolet Blazer jeppanum sem vinsæll var hérlendis á árum áður, en hefur var framleiddur hjá Chevrolet á árunum 1969 til 1999. Chevrolet ætlar að hefja framleiðslu Blazer aftur eftir 20 ára framleiðsluhlé árið 2019. Þar verður þó ekki fullvaxinn jeppi á ferð sem fær verður um að glíma við miklar torfærur því þessi bíll verður hugsaður til að glíma við samkeppnisbílana Nissan Murano og Ford Edge. Líklega mun nýr Blazer fá sama undirvagn og GMC Acadia og því fellur hann á milli stærðar Equinox og Traverse af Chevrolet bílum. GMC Acadia er næst besti sölubíll GMC á eftir Sierra pallbílnum og því áætlar Chevrolet að nýr Blazer af svipaðri stærð og Acadia muni geta náð fullt eins miklum vinsældum. Fyrir nostalgíusinnaða bílaáhugamenn, ekki síst aðdáendur jeppa, er því athyglivert að bæði ætlar Ford að framleiða nýjan Bronco og Chevrolet nýjan Blazer. Tími jeppanna í henni Ameríku er greinilega núna og fátt fær stöðvað síaukna sölu þeirra. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent
Margir muna eftir Chevrolet Blazer jeppanum sem vinsæll var hérlendis á árum áður, en hefur var framleiddur hjá Chevrolet á árunum 1969 til 1999. Chevrolet ætlar að hefja framleiðslu Blazer aftur eftir 20 ára framleiðsluhlé árið 2019. Þar verður þó ekki fullvaxinn jeppi á ferð sem fær verður um að glíma við miklar torfærur því þessi bíll verður hugsaður til að glíma við samkeppnisbílana Nissan Murano og Ford Edge. Líklega mun nýr Blazer fá sama undirvagn og GMC Acadia og því fellur hann á milli stærðar Equinox og Traverse af Chevrolet bílum. GMC Acadia er næst besti sölubíll GMC á eftir Sierra pallbílnum og því áætlar Chevrolet að nýr Blazer af svipaðri stærð og Acadia muni geta náð fullt eins miklum vinsældum. Fyrir nostalgíusinnaða bílaáhugamenn, ekki síst aðdáendur jeppa, er því athyglivert að bæði ætlar Ford að framleiða nýjan Bronco og Chevrolet nýjan Blazer. Tími jeppanna í henni Ameríku er greinilega núna og fátt fær stöðvað síaukna sölu þeirra.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent