Hvetja fólk til að hætta að nota sogrör Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2017 20:41 Jarðarbúar nota fimm milljón sogrör á dag. vísir/getty Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS segist hugleiða það að fjarlægja hin mjög svo óumhverfisvænu drykkjarrör af umbúðum G-mjólkurinnar. Þetta sagði Björn í samtali við Reykjavík síðdegis. Dóra Magnúsdóttir, verkefnisstjóri átaks um plastleysi, hvetur almenning til að taka höndum saman og hverfa frá sogrörunum. Vísir hafði samband við Dóru Magnúsdóttur, landfræðing, sem er ein átta kvenna sem stendur að átakinu Plastlaus september en hún er jafnframt verkefnisstjóri átaksins en hún hvetur Björn eindregið til þess að hætta með sogrörin. Þá segir hún einnig sé mikilvægt að almenningur átti sig á skaðsemi þeirra, þau valdi mikilli umhverfismengun og þau séu í raun algjör óþarfi. Björn sagði í útvarpsþættinum að MS hefði áður gert tilraun til þess að fjarlægja drykkjarrörið af G-mjólkurfernunum en við dræmar undirtektir neytenda. „Þá fengum við nú athugasemdir við það frá neytendum. Það virðist sem sumir séu nokkuð færir í að nota rörin til að hella út í kaffið.“ Björn segir að bæði fréttir af umhverfismengun Bandaríkjamanna og átakið Plastlaus september hafi orðið til þess að fyrirtækið hugleiði nú að fjarlægja sogrörin. Til þess að bregðast við þessu hyggst Björn leggja könnun fyrir neytendur til þess að athuga hvort vilji sé fyrir hendi. „Ég held að almenningur sé miklu meðvitaðri um umhverfisáhrif og neikvæð áhrif umbúða og það er náttúrulega ljóst að það þarf að minnka umbúðamagnið og efla endurvinnslufarvegi,“ segir Björn að lokum. Dóra segir almenning mjög háðan því að sjúga drykki en bendir á að það sé í rauninni algjör óþarfi. Ef ekkert verður að gert verða fleiri sogrör fleiri en fiskarnir í sjónum árið 2050. Jarðarbúar nota um 500 milljón einnota drykkjarröra á dag.Dóra stingur upp á einfaldri hugarfarsbreytingu: „Þegar við fáum okkur gosdrykk heima hjá okkur stingum við ekki rör í glasið okkar en það er eins og allt breytist við að fara á veitingastað þá stingur fólk plaströri ofan í glasið og sýgur drykkinn eins og eitthvað smábarn,“ segir Dóra sem segir þetta vera óþarfa. „Þetta er bull sem við erum búin að venja okkur á og bull sem er búið að „normalíserast.“ Við þurfum að kveikja á perunni og hugsa: „heyrðu, ég þarf ekkert plaströr í hvert skipti sem ég fæ mér drykk á veitingastað, ég bara drekk þetta eins og heima hjá mér,“ segir Dóra. Hún segir að átakið hafi gangið vonum framar: „Þetta hefur verið meiri og skemmtilegri vinna en við áttum von á. Við höfum samskipti við fólk í gegnum vefsíðuna og samfélagsmiðla.“ Þá hafa aðstandendur átaksins staðið fyrir ýmiss konar viðburðum.Dóra Magnúsdóttir, landfræðingur, en ein átta kvenna sem stendur að baki átakinu Plastlaus september.Dóra MagnúsdóttirDóra segir að sífellt fleiri sveitarfélög séu að hugleiða plast- og plastpokaleysi. „Það er svona stóra einfalda skrefið sem flestir geta tekið,“ bendir Dóra á.Hvers vegna er þessi tregða við að hreinlega banna plastpoka?„Það er kannski betra að vekja fólk til vitundarvakningar. Bann fyrir fólk sem hefur ekki vaknað til meðvitundar hljómar kannski eins og forræðishyggja. Ef þú ert búinn að átta þig á því hvað þetta er mikið vandamál og hvað það er auðvelt að sleppa plastpokunum þá finnst þér bannið bara sjálfsagt og eðlilegt,“ segir Dóra til útskýringar. Ég held það skipti miklu máli að hreyfa við og hrífa almenning með í þessari bylgju til þess að koma breytingum á. Það er það sem ég legg mikla áherslu á og okkur hefur tekist að hreyfa við ofboðslega mörgum.Hvað gerist síðan í október?„Þá er fólk vaknað. Þá er búið að hnippa í þig, þú búinn að velta fyrir þér vandanum og verða þér úti um margnota poka og þá detturðu ekkert aftur í sama farið,“ segir Dóra. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS segist hugleiða það að fjarlægja hin mjög svo óumhverfisvænu drykkjarrör af umbúðum G-mjólkurinnar. Þetta sagði Björn í samtali við Reykjavík síðdegis. Dóra Magnúsdóttir, verkefnisstjóri átaks um plastleysi, hvetur almenning til að taka höndum saman og hverfa frá sogrörunum. Vísir hafði samband við Dóru Magnúsdóttur, landfræðing, sem er ein átta kvenna sem stendur að átakinu Plastlaus september en hún er jafnframt verkefnisstjóri átaksins en hún hvetur Björn eindregið til þess að hætta með sogrörin. Þá segir hún einnig sé mikilvægt að almenningur átti sig á skaðsemi þeirra, þau valdi mikilli umhverfismengun og þau séu í raun algjör óþarfi. Björn sagði í útvarpsþættinum að MS hefði áður gert tilraun til þess að fjarlægja drykkjarrörið af G-mjólkurfernunum en við dræmar undirtektir neytenda. „Þá fengum við nú athugasemdir við það frá neytendum. Það virðist sem sumir séu nokkuð færir í að nota rörin til að hella út í kaffið.“ Björn segir að bæði fréttir af umhverfismengun Bandaríkjamanna og átakið Plastlaus september hafi orðið til þess að fyrirtækið hugleiði nú að fjarlægja sogrörin. Til þess að bregðast við þessu hyggst Björn leggja könnun fyrir neytendur til þess að athuga hvort vilji sé fyrir hendi. „Ég held að almenningur sé miklu meðvitaðri um umhverfisáhrif og neikvæð áhrif umbúða og það er náttúrulega ljóst að það þarf að minnka umbúðamagnið og efla endurvinnslufarvegi,“ segir Björn að lokum. Dóra segir almenning mjög háðan því að sjúga drykki en bendir á að það sé í rauninni algjör óþarfi. Ef ekkert verður að gert verða fleiri sogrör fleiri en fiskarnir í sjónum árið 2050. Jarðarbúar nota um 500 milljón einnota drykkjarröra á dag.Dóra stingur upp á einfaldri hugarfarsbreytingu: „Þegar við fáum okkur gosdrykk heima hjá okkur stingum við ekki rör í glasið okkar en það er eins og allt breytist við að fara á veitingastað þá stingur fólk plaströri ofan í glasið og sýgur drykkinn eins og eitthvað smábarn,“ segir Dóra sem segir þetta vera óþarfa. „Þetta er bull sem við erum búin að venja okkur á og bull sem er búið að „normalíserast.“ Við þurfum að kveikja á perunni og hugsa: „heyrðu, ég þarf ekkert plaströr í hvert skipti sem ég fæ mér drykk á veitingastað, ég bara drekk þetta eins og heima hjá mér,“ segir Dóra. Hún segir að átakið hafi gangið vonum framar: „Þetta hefur verið meiri og skemmtilegri vinna en við áttum von á. Við höfum samskipti við fólk í gegnum vefsíðuna og samfélagsmiðla.“ Þá hafa aðstandendur átaksins staðið fyrir ýmiss konar viðburðum.Dóra Magnúsdóttir, landfræðingur, en ein átta kvenna sem stendur að baki átakinu Plastlaus september.Dóra MagnúsdóttirDóra segir að sífellt fleiri sveitarfélög séu að hugleiða plast- og plastpokaleysi. „Það er svona stóra einfalda skrefið sem flestir geta tekið,“ bendir Dóra á.Hvers vegna er þessi tregða við að hreinlega banna plastpoka?„Það er kannski betra að vekja fólk til vitundarvakningar. Bann fyrir fólk sem hefur ekki vaknað til meðvitundar hljómar kannski eins og forræðishyggja. Ef þú ert búinn að átta þig á því hvað þetta er mikið vandamál og hvað það er auðvelt að sleppa plastpokunum þá finnst þér bannið bara sjálfsagt og eðlilegt,“ segir Dóra til útskýringar. Ég held það skipti miklu máli að hreyfa við og hrífa almenning með í þessari bylgju til þess að koma breytingum á. Það er það sem ég legg mikla áherslu á og okkur hefur tekist að hreyfa við ofboðslega mörgum.Hvað gerist síðan í október?„Þá er fólk vaknað. Þá er búið að hnippa í þig, þú búinn að velta fyrir þér vandanum og verða þér úti um margnota poka og þá detturðu ekkert aftur í sama farið,“ segir Dóra.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira