Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 17. september 2017 13:00 Þessir laxar láu í Búðardalsá en hún gaf 255 laxa í sumar. Mynd: www.veida.is Laxveiðiárnar loka nú hver af annari og lokatölur eru að berast úr þeim jafnóðum og við fyrstu sýn er þetta gott sumar í flestum ánum á vesturlandi. Sumarið hefur verið með rólegra móti í mörgum ánum á norðurlandi með einhverjum undantekningum þó en heilt yfir er um gott sumar að ræða á vesturlandi. Norðurá hefur skilað inn sínum lokatölum og þar komu á land 1719 laxar í sumar sem er yfir meðalveiðinni frá 1974 en hún er 1570 laxar. okatölur úr Haffjarðará eru sömuleiðis komnar í hús en hún endaði í 1167 löxum en meðalveiðin í ánni er um 800 laxar svo Haffjarðará er svo sannarlega að skila sínu í sumar sem endra nær. Aðrar ár sem eru búnar að loka og skila inn lokatölum eru Skjálfandafljót með 378 laxa, Búðardalsá með 255 laxa og Krossá á Skarðsströnd með 116 laxa. Við komum til með að fylgjast vel með lokatölum úr ánum og birta þær um leið og þær berast. Mest lesið Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði SVFR semur um Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Strengsmenn áfram með Hofsá Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Biðla til afkomenda Flugumanna Veiði
Laxveiðiárnar loka nú hver af annari og lokatölur eru að berast úr þeim jafnóðum og við fyrstu sýn er þetta gott sumar í flestum ánum á vesturlandi. Sumarið hefur verið með rólegra móti í mörgum ánum á norðurlandi með einhverjum undantekningum þó en heilt yfir er um gott sumar að ræða á vesturlandi. Norðurá hefur skilað inn sínum lokatölum og þar komu á land 1719 laxar í sumar sem er yfir meðalveiðinni frá 1974 en hún er 1570 laxar. okatölur úr Haffjarðará eru sömuleiðis komnar í hús en hún endaði í 1167 löxum en meðalveiðin í ánni er um 800 laxar svo Haffjarðará er svo sannarlega að skila sínu í sumar sem endra nær. Aðrar ár sem eru búnar að loka og skila inn lokatölum eru Skjálfandafljót með 378 laxa, Búðardalsá með 255 laxa og Krossá á Skarðsströnd með 116 laxa. Við komum til með að fylgjast vel með lokatölum úr ánum og birta þær um leið og þær berast.
Mest lesið Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði SVFR semur um Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Strengsmenn áfram með Hofsá Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Biðla til afkomenda Flugumanna Veiði