Loftið, skýið, hinn óbærilegi léttleiki Bergur Ebbi skrifar 15. september 2017 07:00 Stundum bera áhrifamikil fyrirbæri óþjál nöfn. Það á við um það sem við Íslendingar nefnum „erbíenbí“. „AirBnB“ er það skrifað og það hefur oft reynst tungubrjótur. Ég hef margsinnis heyrt Íslendinga kalla það „arbíenbí“ eða bara „ar-en-bí“ sem er réttur framburður á öðru áhrifamiklu fyrirbæri: tónlistarstefnunni RnB, sem á það reyndar sameiginlegt með AirBnB að hafa breytt veröldinni, þó að það sé önnur saga. Það er reyndar varla skrítið þó nafnið AirBnB vefjist fyrir fólki. Að baki því liggur býsna þróuð hugmynd sem er ekki endilega augljós. Fyrirtækið hét fyrst AirBed&Breakfast en nafnið var síðar einfaldað, meðal annars til að falla betur inn sem lén. En „LoftRúm&Morgunverður“? Hvað er það? Bed&Breakfast er að sjálfsögðu vísun í algengt heiti á gististöðum sem veita heimilislegri og afslappaðri stemningu en hefðbundin viðskiptahótel. Á Íslandi eru slíkir staðir oftast nefndir gistiheimili og var þau einmitt stundum að finna í heimahúsum. En svo er það „loft“ hluti orðsins. Hver er hugmyndin með þessu „Air“ á undan hinni orðarununni? Loftið vísar til einnar af meginhugmyndum internetmenningar sem er léttleikinn. Að hægt sé að panta sér herbergi, eða leigja út herbergi, með lítilli fyrirhöfn. Tengingarnar og verðmætin eru falin í skýinu, sem er önnur og skyld hugmynd internetmenningar. Að upplýsingar eigi sér í raun enga heimastöð heldur séu þær ávallt aðgengilegar, svífandi í kringum okkur, eða yfir höfðum okkar eins og ský. Skýið er í raun hægt og rólega að verða jafn afgerandi hugmynd og hugmyndin um „net“, sem var okkar hefðbundna líking fyrir samtengingu tölvukerfa og upplýsinga allt frá árdögum þeirrar menningar og vel fram á síðustu ár. Og vissulega fylgir skýinu ákveðinn léttleiki. Öll tónlist veraldar er fáanleg í gegnum snjallsíma og bráðum mun það sama eiga við um allar bækur og nánast allt sem skrásett hefur verið frá árdögum mannkyns. Leigubílaþjónusta, matur, rómantísk stefnumót, barnapössun og húsaskjól er einnig klæðskerasniðið að þörfum okkar í gegnum snjallsímana. Sítengingin léttir lífið vissulega. Engin þvinguð hæ og bæ. Bara snurðulaus, vel undirbúin viðskipti (allavega þegar allt gengur upp). Ekkert vesen. Mannleg samskipti lágmörkuð. Skýja-svif frá einni snilld til þeirrar næstu. Léttleiki skýs og lofts. Dásamlegur, yndislegur, óbærilegur léttleiki skýsins. Óbærilegur léttleiki? Já. Því fyrirbæri eins og AirBnB með öllum sínum þægindum, er vissulega líka þrúgandi. Í fyrirkomulagi léttleikans getur falist lúmskur yfirgangur, hæg og örugg útfösun persónuleikans. Kannast ekki sumir við að fara inn í AirBnB íbúð í útlöndum og sjá þar sömu IKEA plakötin, sömu stöðluðu húsgögnin og maður sér í sambærilegum íbúðum heima fyrir? Kannast ekki sumir við flatneskjulegar samræður við leigusala, þú klórar-mér-ef-ég-klóra þér samkomulagið um háa stjörnugjöf og ónotin sem fylgja þessum fullkomna samruna viðskiptamenningar og jafningja-kúltúrs? Þá eru gamaldags viðskiptahótel kannski heiðarlegri í flatneskju sinni. Ég vil ekki vera með neikvæðnisraus – ég tel AirBnB hafa flest fram yfir venjuleg hótel – en neikvæðu hliðarnar eru líka til staðar og sumar þeirra eru lúmskar. Það er nefnilega þannig með skýið, loftið eða hvað sem á að kalla þennan anga menningar okkar, að ef eitthvað einkennir hann fremur en annað þá er það lymskan. Þegar þægindin eru slík að við afsölum okkur hægt og rólega mikilvægum gildum eins og einkalífi og sérkennum, því loft er jú alls staðar jafn létt. Og lymskan er slík að við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því. Í San Francisco er markaðsfræðingunum mikið í mun að kalla þessa tækni nöfnum eins og „ský“ eða „loft“ en í raun færi ekki fram mikil eðlisbreyting ef myndmálinu væri hnikað örlítið og sömu fyrirbæri nefnd „gas“, „mistur“ eða „þoka“, því það er líka nokkuð nærri lagi. Við erum öll soldið týnd í mistrinu þessa stundina. Við erum svo tengd, með nefið í hvers manns koppi, svo nálæg hvert öðru og þéttleikinn svo mikill, að í stóra samhenginu erum við kannski jafn týnd og við erum upplýst. Það er nefnilega ekki endilega mikill léttleiki ef það er þéttleiki. Ég hefði aldrei trúað því. Allt þetta loft. Allur þessi léttleiki. Öll þessi þægindi. Allir þessir fögru skýjabólstrar. En samt er ég farinn að heyra hósta. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Stundum bera áhrifamikil fyrirbæri óþjál nöfn. Það á við um það sem við Íslendingar nefnum „erbíenbí“. „AirBnB“ er það skrifað og það hefur oft reynst tungubrjótur. Ég hef margsinnis heyrt Íslendinga kalla það „arbíenbí“ eða bara „ar-en-bí“ sem er réttur framburður á öðru áhrifamiklu fyrirbæri: tónlistarstefnunni RnB, sem á það reyndar sameiginlegt með AirBnB að hafa breytt veröldinni, þó að það sé önnur saga. Það er reyndar varla skrítið þó nafnið AirBnB vefjist fyrir fólki. Að baki því liggur býsna þróuð hugmynd sem er ekki endilega augljós. Fyrirtækið hét fyrst AirBed&Breakfast en nafnið var síðar einfaldað, meðal annars til að falla betur inn sem lén. En „LoftRúm&Morgunverður“? Hvað er það? Bed&Breakfast er að sjálfsögðu vísun í algengt heiti á gististöðum sem veita heimilislegri og afslappaðri stemningu en hefðbundin viðskiptahótel. Á Íslandi eru slíkir staðir oftast nefndir gistiheimili og var þau einmitt stundum að finna í heimahúsum. En svo er það „loft“ hluti orðsins. Hver er hugmyndin með þessu „Air“ á undan hinni orðarununni? Loftið vísar til einnar af meginhugmyndum internetmenningar sem er léttleikinn. Að hægt sé að panta sér herbergi, eða leigja út herbergi, með lítilli fyrirhöfn. Tengingarnar og verðmætin eru falin í skýinu, sem er önnur og skyld hugmynd internetmenningar. Að upplýsingar eigi sér í raun enga heimastöð heldur séu þær ávallt aðgengilegar, svífandi í kringum okkur, eða yfir höfðum okkar eins og ský. Skýið er í raun hægt og rólega að verða jafn afgerandi hugmynd og hugmyndin um „net“, sem var okkar hefðbundna líking fyrir samtengingu tölvukerfa og upplýsinga allt frá árdögum þeirrar menningar og vel fram á síðustu ár. Og vissulega fylgir skýinu ákveðinn léttleiki. Öll tónlist veraldar er fáanleg í gegnum snjallsíma og bráðum mun það sama eiga við um allar bækur og nánast allt sem skrásett hefur verið frá árdögum mannkyns. Leigubílaþjónusta, matur, rómantísk stefnumót, barnapössun og húsaskjól er einnig klæðskerasniðið að þörfum okkar í gegnum snjallsímana. Sítengingin léttir lífið vissulega. Engin þvinguð hæ og bæ. Bara snurðulaus, vel undirbúin viðskipti (allavega þegar allt gengur upp). Ekkert vesen. Mannleg samskipti lágmörkuð. Skýja-svif frá einni snilld til þeirrar næstu. Léttleiki skýs og lofts. Dásamlegur, yndislegur, óbærilegur léttleiki skýsins. Óbærilegur léttleiki? Já. Því fyrirbæri eins og AirBnB með öllum sínum þægindum, er vissulega líka þrúgandi. Í fyrirkomulagi léttleikans getur falist lúmskur yfirgangur, hæg og örugg útfösun persónuleikans. Kannast ekki sumir við að fara inn í AirBnB íbúð í útlöndum og sjá þar sömu IKEA plakötin, sömu stöðluðu húsgögnin og maður sér í sambærilegum íbúðum heima fyrir? Kannast ekki sumir við flatneskjulegar samræður við leigusala, þú klórar-mér-ef-ég-klóra þér samkomulagið um háa stjörnugjöf og ónotin sem fylgja þessum fullkomna samruna viðskiptamenningar og jafningja-kúltúrs? Þá eru gamaldags viðskiptahótel kannski heiðarlegri í flatneskju sinni. Ég vil ekki vera með neikvæðnisraus – ég tel AirBnB hafa flest fram yfir venjuleg hótel – en neikvæðu hliðarnar eru líka til staðar og sumar þeirra eru lúmskar. Það er nefnilega þannig með skýið, loftið eða hvað sem á að kalla þennan anga menningar okkar, að ef eitthvað einkennir hann fremur en annað þá er það lymskan. Þegar þægindin eru slík að við afsölum okkur hægt og rólega mikilvægum gildum eins og einkalífi og sérkennum, því loft er jú alls staðar jafn létt. Og lymskan er slík að við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því. Í San Francisco er markaðsfræðingunum mikið í mun að kalla þessa tækni nöfnum eins og „ský“ eða „loft“ en í raun færi ekki fram mikil eðlisbreyting ef myndmálinu væri hnikað örlítið og sömu fyrirbæri nefnd „gas“, „mistur“ eða „þoka“, því það er líka nokkuð nærri lagi. Við erum öll soldið týnd í mistrinu þessa stundina. Við erum svo tengd, með nefið í hvers manns koppi, svo nálæg hvert öðru og þéttleikinn svo mikill, að í stóra samhenginu erum við kannski jafn týnd og við erum upplýst. Það er nefnilega ekki endilega mikill léttleiki ef það er þéttleiki. Ég hefði aldrei trúað því. Allt þetta loft. Allur þessi léttleiki. Öll þessi þægindi. Allir þessir fögru skýjabólstrar. En samt er ég farinn að heyra hósta. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun