Sófalýðræði María Bjarnadóttir skrifar 15. september 2017 07:00 Það er mikilvægt að almenningur veiti valdhöfum aðhald. Það þarf að mótmæla óréttlæti og kalla eftir breytingum þegar lög og reglur halda ekki í við samfélagið. Þetta eru algerir grundvallarþættir í lýðræðinu. Í nútímasamfélaginu gerum við þetta á netinu. Undirskriftalistarnir skipta máli þó að niðurstaðan verði ekki alltaf alveg eins og lagt var upp með. Það voru ekki margir sem buðu fram húsaskjól og flugmiðakaup í „Kæra Eygló“ undirskriftasöfnuninni um að hýsa sýrlenska flóttamenn á heimilum sínum. En þrýstingurinn af samstöðunni varð til þess að stjórnvöld settu aukið fjármagn í að taka á móti flóttamönnum í gegnum sameiginlegt alþjóðlegt kerfi. Þar sem það var fjármagnað með skattfé má jafnvel halda því fram að sjálfboðaliðarnir í sófanum hafi sannarlega fjármagnað flugmiðakaupin. Það sem er líka hægt í tölvunni heima hjá sér er að hafa áhrif á meðan á undirbúningi reglna stendur. Það er lýðræðisleg þátttaka sem er innbyggð í kerfið. Umsagnir til þingnefnda eru öllum opnar og leiðbeiningar á vefsíðu Alþingis og hvernig þær skuli settar fram. Hægt er að fá viðtöl við þingmenn án mikillar fyrirhafnar. Það þarf ekki að bíða eftir nýrri stjórnarskrá til þess að vera virk í lýðræðinu, til þess eru fjölmörg tæki nú þegar. Hvernig væri að nýta pólitísku ástríðuna á samfélagsmiðlum í formlega farvegi? Kommenta á þingmál, í stað stöðuuppfærslna. Deila tilkynningum um samráð, ekki upphrópunum. Nú liggur þingmálalisti ríkisstjórnarinnar á vef stjórnarráðsins. Alþingi deildi honum á Twitter. Eitthvað sem er hægt að læka þar? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun
Það er mikilvægt að almenningur veiti valdhöfum aðhald. Það þarf að mótmæla óréttlæti og kalla eftir breytingum þegar lög og reglur halda ekki í við samfélagið. Þetta eru algerir grundvallarþættir í lýðræðinu. Í nútímasamfélaginu gerum við þetta á netinu. Undirskriftalistarnir skipta máli þó að niðurstaðan verði ekki alltaf alveg eins og lagt var upp með. Það voru ekki margir sem buðu fram húsaskjól og flugmiðakaup í „Kæra Eygló“ undirskriftasöfnuninni um að hýsa sýrlenska flóttamenn á heimilum sínum. En þrýstingurinn af samstöðunni varð til þess að stjórnvöld settu aukið fjármagn í að taka á móti flóttamönnum í gegnum sameiginlegt alþjóðlegt kerfi. Þar sem það var fjármagnað með skattfé má jafnvel halda því fram að sjálfboðaliðarnir í sófanum hafi sannarlega fjármagnað flugmiðakaupin. Það sem er líka hægt í tölvunni heima hjá sér er að hafa áhrif á meðan á undirbúningi reglna stendur. Það er lýðræðisleg þátttaka sem er innbyggð í kerfið. Umsagnir til þingnefnda eru öllum opnar og leiðbeiningar á vefsíðu Alþingis og hvernig þær skuli settar fram. Hægt er að fá viðtöl við þingmenn án mikillar fyrirhafnar. Það þarf ekki að bíða eftir nýrri stjórnarskrá til þess að vera virk í lýðræðinu, til þess eru fjölmörg tæki nú þegar. Hvernig væri að nýta pólitísku ástríðuna á samfélagsmiðlum í formlega farvegi? Kommenta á þingmál, í stað stöðuuppfærslna. Deila tilkynningum um samráð, ekki upphrópunum. Nú liggur þingmálalisti ríkisstjórnarinnar á vef stjórnarráðsins. Alþingi deildi honum á Twitter. Eitthvað sem er hægt að læka þar? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.