Stikla úr Vetrarbræðrum: Saga bræðra sem búa í einangraðri verkamannabyggð Stefán Árni Pálsson skrifar 14. september 2017 15:45 Myndin Vetrarbræður hefur fengið góðar viðtökur. Nú styttist óðum í frumsýningu dönsk/íslensku kvikmyndarinnar Vetrarbræður eða Vinterbrodre eftir Hlyn Pálmason. Myndin fékk frábærar móttökur á heimsfrumsýningu sinni erlendis í síðasta mánuði og er að koma í kvikmyndahús á Íslandi núna undir lok september. Vetrarbræður segir frá tveimur bræðrum sem búa í einangraðri verkamannabyggð. Yngri bróðirinn lendir í ofbeldisfullum deilum við vinnufélaga sína þegar heimabrugg hans er talið ástæða þess að maður liggur við dauðans dyr. Stigmagnandi útskúfun hans í framhaldi þess reynir á samstöðu bræðranna en þegar eldri bróðirinn virðist hafa unnið ástir draumastúlku þess yngri fer óhefluð atburðarás af stað. Vetrarbræður er saga um skort á ást og löngun eftir því að vera elskaður og þráður.Styttist í frumsýningu hér á landi Með helstu hlutverk fara Elliott Crosset Hove, Simon Sears, Lars Mikkelsen (House of Cards) og Victoria Carmen Sonne. Myndin verður frumsýnd á Íslandi sem opnunarmynd RIFF þann 28. September kl.18 í Háskólabíó með enskum texta. Í beinu framhaldi af því, þann 29.sept, fer hún í almennar sýningar í Bíó Paradís og verður þar sýnd með íslenskum texta. Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að Vetrarbræðrum sem er hans fyrsta mynd í fullri lengd og er alfarið á danskri tungu. Hlynur hefur getið sér góðs orðs sem leikstjóri síðustu ár en hann útskrifaðist úr Danska kvikmyndaskólanum árið 2013. Útskriftarmynd hans Málarinn (2013), með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, var tilnefnd til Dönsku kvikmyndaverðlaunanna og vann t.a.m. verðlaun fyrir Bestu stuttmynd á bæði kvikmyndahátíðinni í Óðinsvéum og á RIFF. Vetrarbræður var heimsfrumsýnd í ágúst í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno 2017 en eingöngu 18 myndir hlutu þann heiður og var hún eina myndin frá Norðurlöndunum þetta árið. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar og nú orðin 70 ára gömul. Liðin eru 17 ár síðan íslenskur leikstjóri keppti síðast til verðlauna í aðalkeppninni en þá var Baltasar Kormákur að frumsýna fyrstu mynd sína, 101 Reykjavík. Hér að neðan má sjá stiklu úr Vetrarbræðrum. Tengdar fréttir Vetrarbræður keppir um Golden Leopard verðlaunin Á morgun mun Dansk/íslenska kvikmyndin Vetrarbræður, eftir Hlyn Pálmason, verða heimsfrumsýnd. 2. ágúst 2017 16:15 Besti framleiðandi ársins Anton Máni Svansson, framleiðandi kvikmyndarinnar Hjartasteins, sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda, hlaut á dögunum verðlaun sem besti kvikmyndaframleiðandinn á Gautaborgarhátíðinni í Svíþjóð sem þetta árið var haldin í fertugasta sinn. 8. febrúar 2017 13:18 Ferlið var rússíbani Hlynur Pálmason er talinn einn efnilegasti ungi leikstjóri Danmerkur. Sem stendur er Hlynur að leggja lokahönd á kvikmynd sína Vetrarbræður. Meðal leikara í myndinni er Lars Mikkelsen. 2. júní 2016 10:00 Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Nú styttist óðum í frumsýningu dönsk/íslensku kvikmyndarinnar Vetrarbræður eða Vinterbrodre eftir Hlyn Pálmason. Myndin fékk frábærar móttökur á heimsfrumsýningu sinni erlendis í síðasta mánuði og er að koma í kvikmyndahús á Íslandi núna undir lok september. Vetrarbræður segir frá tveimur bræðrum sem búa í einangraðri verkamannabyggð. Yngri bróðirinn lendir í ofbeldisfullum deilum við vinnufélaga sína þegar heimabrugg hans er talið ástæða þess að maður liggur við dauðans dyr. Stigmagnandi útskúfun hans í framhaldi þess reynir á samstöðu bræðranna en þegar eldri bróðirinn virðist hafa unnið ástir draumastúlku þess yngri fer óhefluð atburðarás af stað. Vetrarbræður er saga um skort á ást og löngun eftir því að vera elskaður og þráður.Styttist í frumsýningu hér á landi Með helstu hlutverk fara Elliott Crosset Hove, Simon Sears, Lars Mikkelsen (House of Cards) og Victoria Carmen Sonne. Myndin verður frumsýnd á Íslandi sem opnunarmynd RIFF þann 28. September kl.18 í Háskólabíó með enskum texta. Í beinu framhaldi af því, þann 29.sept, fer hún í almennar sýningar í Bíó Paradís og verður þar sýnd með íslenskum texta. Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að Vetrarbræðrum sem er hans fyrsta mynd í fullri lengd og er alfarið á danskri tungu. Hlynur hefur getið sér góðs orðs sem leikstjóri síðustu ár en hann útskrifaðist úr Danska kvikmyndaskólanum árið 2013. Útskriftarmynd hans Málarinn (2013), með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, var tilnefnd til Dönsku kvikmyndaverðlaunanna og vann t.a.m. verðlaun fyrir Bestu stuttmynd á bæði kvikmyndahátíðinni í Óðinsvéum og á RIFF. Vetrarbræður var heimsfrumsýnd í ágúst í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno 2017 en eingöngu 18 myndir hlutu þann heiður og var hún eina myndin frá Norðurlöndunum þetta árið. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar og nú orðin 70 ára gömul. Liðin eru 17 ár síðan íslenskur leikstjóri keppti síðast til verðlauna í aðalkeppninni en þá var Baltasar Kormákur að frumsýna fyrstu mynd sína, 101 Reykjavík. Hér að neðan má sjá stiklu úr Vetrarbræðrum.
Tengdar fréttir Vetrarbræður keppir um Golden Leopard verðlaunin Á morgun mun Dansk/íslenska kvikmyndin Vetrarbræður, eftir Hlyn Pálmason, verða heimsfrumsýnd. 2. ágúst 2017 16:15 Besti framleiðandi ársins Anton Máni Svansson, framleiðandi kvikmyndarinnar Hjartasteins, sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda, hlaut á dögunum verðlaun sem besti kvikmyndaframleiðandinn á Gautaborgarhátíðinni í Svíþjóð sem þetta árið var haldin í fertugasta sinn. 8. febrúar 2017 13:18 Ferlið var rússíbani Hlynur Pálmason er talinn einn efnilegasti ungi leikstjóri Danmerkur. Sem stendur er Hlynur að leggja lokahönd á kvikmynd sína Vetrarbræður. Meðal leikara í myndinni er Lars Mikkelsen. 2. júní 2016 10:00 Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Vetrarbræður keppir um Golden Leopard verðlaunin Á morgun mun Dansk/íslenska kvikmyndin Vetrarbræður, eftir Hlyn Pálmason, verða heimsfrumsýnd. 2. ágúst 2017 16:15
Besti framleiðandi ársins Anton Máni Svansson, framleiðandi kvikmyndarinnar Hjartasteins, sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda, hlaut á dögunum verðlaun sem besti kvikmyndaframleiðandinn á Gautaborgarhátíðinni í Svíþjóð sem þetta árið var haldin í fertugasta sinn. 8. febrúar 2017 13:18
Ferlið var rússíbani Hlynur Pálmason er talinn einn efnilegasti ungi leikstjóri Danmerkur. Sem stendur er Hlynur að leggja lokahönd á kvikmynd sína Vetrarbræður. Meðal leikara í myndinni er Lars Mikkelsen. 2. júní 2016 10:00