BMW Z5 tryllir lýðinn í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2017 12:58 Nýr BMW Z5 er alls ekki slæmur fyrir augað. BMW er fyrirferðarmikið á bílasýningunni í Frankfurt og einn margra bíla sem BMW sýnir nú er hinn tilvonandi Z5 bíll, þó ekki sé víst að bíllinn fái það endanlega nafn. BMW ætlar að hefja sölu á þessum nýja sportbíl á næsta ári, en hann var þróaður í samstarfi við Toyota. Útfærsla Toyota á honum gæti fullt eins fengið nafnið Supra, en það verður bara að koma í ljós eins og í tilfelli BMW. Bíllinn sem sést hér á myndinni er með blæju úr mjúku efni en ekki stáli eins og forverinn og léttir það bílinn umtalsvert. Í yfirbyggingu bílsins er notað talsvert af koltrefjum og svo virðist sem BMW sé mjög umhugað að hafa bílinn sem léttastan. BMW hefur ekki látið uppi hvaða vélar verða í boði, en víst er að það eru aðeins bensínvélar, en heyrst hefur að bjóðast muni að auki tengiltvinnútgáfa og að hún verði fjórhjóladrifin.Bíllinn dró að sér áhugasama gesti í Frankfurt.Alveg viðunandi baksvipur. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent
BMW er fyrirferðarmikið á bílasýningunni í Frankfurt og einn margra bíla sem BMW sýnir nú er hinn tilvonandi Z5 bíll, þó ekki sé víst að bíllinn fái það endanlega nafn. BMW ætlar að hefja sölu á þessum nýja sportbíl á næsta ári, en hann var þróaður í samstarfi við Toyota. Útfærsla Toyota á honum gæti fullt eins fengið nafnið Supra, en það verður bara að koma í ljós eins og í tilfelli BMW. Bíllinn sem sést hér á myndinni er með blæju úr mjúku efni en ekki stáli eins og forverinn og léttir það bílinn umtalsvert. Í yfirbyggingu bílsins er notað talsvert af koltrefjum og svo virðist sem BMW sé mjög umhugað að hafa bílinn sem léttastan. BMW hefur ekki látið uppi hvaða vélar verða í boði, en víst er að það eru aðeins bensínvélar, en heyrst hefur að bjóðast muni að auki tengiltvinnútgáfa og að hún verði fjórhjóladrifin.Bíllinn dró að sér áhugasama gesti í Frankfurt.Alveg viðunandi baksvipur.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent