Mané bjóst aðeins við gulu spjaldi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. september 2017 11:30 Sitt sýnist hverjum um hvort Sadio Mané hafi verðskuldað rautt spjald. Vísir/Getty Sadio Mané, leikmaður Liverpool, bjóst aðeins við því að fá gult spjald eftir viðskipti sín við Ederson, markmann Manchester City, í leik liðanna um síðustu helgi. Mané fór eins og frægt er orðið of hátt með löppina á móti Ederson er þeir voru í kapphlaupi um hver myndi ná fyrst til boltans. Alls þurfti að sauma átta spor í andlitið á Ederson.Liverpool áfrýjaði banni Mané án árangurs og missir hann því af næstu þremur leikjum Liverpool. Bannið gildir þó ekki í Meistaradeildinni og var hann í byrjunarliðinu í jafntefli Liverpool og Sevilla í Meistaradeildinni. Eftir leik ræddi hann rauða spjaldið og bannið við Sky.„Í hreinskilni sagt var ég að einbeita mér meira að markmanninum en spjaldinu. Þegar ég sá rauða spjaldið varð ég hissa vegna þess að ég bjóst aðeins við gulu spjaldi,“ sagði Mané. Hann segir að það sé ekki auðvelt að þurfa að horfa á liðsfélaga sína úr stúkunni en hann þurfi þó bara að bíta í það súra epli. „Ég verð bara að taka þessu og gleyma því. Ég var á eftir boltanum og ég ætlaði mér aldrei að meiða hann. Ég er alls ekki þannig leikmaður og ég vona að hann (Ederson) nái sér fljótt,“ sagði Mané. Meiðsli Ederson virðast þó ekki vera alvarleg en hann var mættur aftur á milli stanganna í auðveldum sigri Manchester City á Feyenoord í Meistaradeildinni í gær.Hér að neðan má sjá Messuna taka fyrir rauða spjaldið umdeilda. Enski boltinn Tengdar fréttir Bann Mane stendur, áfrýjun Liverpool hafnað Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest þriggja leikja bann Sadio Mane, en Liverpool áfrýjaði lengd bannsins. 12. september 2017 14:55 Messan: Sparkar höfuðið af markverði City Sérfræðingar Messunnar voru sammála um að það átti að reka Sadio Mane af velli í leik Liverpool og Manchester City um helgina. 12. september 2017 10:00 Tíu leikmenn Liverpool flengdir á Etihad Liverpool fékk stóran skell í 0-5 tapi gegn Manchester City á Etihad-vellinum í dag en eftir rautt spjald á Sadio Mane undir lok fyrri hálfleiksins var greinilegt í hvað stefndi og keyrðu heimamenn yfir þá rauðklæddu. 9. september 2017 13:30 Sjáðu áverka Ederson | Mynd Markmaður Manchester City, Ederson, skartar vígalegu sári á andliti eftir samstuð hans og Sadio Mane, leikmanns Liverpool, í leik liðanna um helgina. 11. september 2017 22:45 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Fleiri fréttir Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira
Sadio Mané, leikmaður Liverpool, bjóst aðeins við því að fá gult spjald eftir viðskipti sín við Ederson, markmann Manchester City, í leik liðanna um síðustu helgi. Mané fór eins og frægt er orðið of hátt með löppina á móti Ederson er þeir voru í kapphlaupi um hver myndi ná fyrst til boltans. Alls þurfti að sauma átta spor í andlitið á Ederson.Liverpool áfrýjaði banni Mané án árangurs og missir hann því af næstu þremur leikjum Liverpool. Bannið gildir þó ekki í Meistaradeildinni og var hann í byrjunarliðinu í jafntefli Liverpool og Sevilla í Meistaradeildinni. Eftir leik ræddi hann rauða spjaldið og bannið við Sky.„Í hreinskilni sagt var ég að einbeita mér meira að markmanninum en spjaldinu. Þegar ég sá rauða spjaldið varð ég hissa vegna þess að ég bjóst aðeins við gulu spjaldi,“ sagði Mané. Hann segir að það sé ekki auðvelt að þurfa að horfa á liðsfélaga sína úr stúkunni en hann þurfi þó bara að bíta í það súra epli. „Ég verð bara að taka þessu og gleyma því. Ég var á eftir boltanum og ég ætlaði mér aldrei að meiða hann. Ég er alls ekki þannig leikmaður og ég vona að hann (Ederson) nái sér fljótt,“ sagði Mané. Meiðsli Ederson virðast þó ekki vera alvarleg en hann var mættur aftur á milli stanganna í auðveldum sigri Manchester City á Feyenoord í Meistaradeildinni í gær.Hér að neðan má sjá Messuna taka fyrir rauða spjaldið umdeilda.
Enski boltinn Tengdar fréttir Bann Mane stendur, áfrýjun Liverpool hafnað Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest þriggja leikja bann Sadio Mane, en Liverpool áfrýjaði lengd bannsins. 12. september 2017 14:55 Messan: Sparkar höfuðið af markverði City Sérfræðingar Messunnar voru sammála um að það átti að reka Sadio Mane af velli í leik Liverpool og Manchester City um helgina. 12. september 2017 10:00 Tíu leikmenn Liverpool flengdir á Etihad Liverpool fékk stóran skell í 0-5 tapi gegn Manchester City á Etihad-vellinum í dag en eftir rautt spjald á Sadio Mane undir lok fyrri hálfleiksins var greinilegt í hvað stefndi og keyrðu heimamenn yfir þá rauðklæddu. 9. september 2017 13:30 Sjáðu áverka Ederson | Mynd Markmaður Manchester City, Ederson, skartar vígalegu sári á andliti eftir samstuð hans og Sadio Mane, leikmanns Liverpool, í leik liðanna um helgina. 11. september 2017 22:45 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Fleiri fréttir Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira
Bann Mane stendur, áfrýjun Liverpool hafnað Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest þriggja leikja bann Sadio Mane, en Liverpool áfrýjaði lengd bannsins. 12. september 2017 14:55
Messan: Sparkar höfuðið af markverði City Sérfræðingar Messunnar voru sammála um að það átti að reka Sadio Mane af velli í leik Liverpool og Manchester City um helgina. 12. september 2017 10:00
Tíu leikmenn Liverpool flengdir á Etihad Liverpool fékk stóran skell í 0-5 tapi gegn Manchester City á Etihad-vellinum í dag en eftir rautt spjald á Sadio Mane undir lok fyrri hálfleiksins var greinilegt í hvað stefndi og keyrðu heimamenn yfir þá rauðklæddu. 9. september 2017 13:30
Sjáðu áverka Ederson | Mynd Markmaður Manchester City, Ederson, skartar vígalegu sári á andliti eftir samstuð hans og Sadio Mane, leikmanns Liverpool, í leik liðanna um helgina. 11. september 2017 22:45