Þarf ég að taka vítamín á veturna? Jóhanna E. Torfadóttir skrifar 14. september 2017 20:00 Jóhanna E. Torfadóttir, næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Þarf ég að taka vítamín á veturna?Svar: Takk fyrir spurninguna. Ef þú borðar mikið af ávöxtum, grænmeti, heilkornavörum, sjávarfangi, baunum, hnetum og jurtaolíum ættir þú að fá nóg af vítamínum með fæðunni, fyrir utan D-vítamín sem við þurfum að taka daglega sem fæðubót. Konur í barneignahugleiðingum þurfa auk þess að taka inn fólasín til að minnka líkur á miðtaugakerfisgöllum hjá fóstri. Við þurfum að taka inn D-vítamín allan ársins hring. Við getum myndað D-vítamín í húðinni með hjálp sólargeisla en ekki ef sólarvörn er notuð. Fæstir fá nægilegt magn af D-vítamíni með fæðunni en það finnst helst í lýsi, feitum fiski og D-vítamínbættum vörum eins og viðbiti, jurtaolíu, jurtamjólk og kúamjólk. Varast skal að taka inn ofurskammta af bætiefnum, sama hvaða næringarefni á í hlut. Það er mikilvægt að gefa ungbörnum D-vítamíndropa frá 1-2 vikna aldri og 6 mánaða til 9 ára þurfa að fá daglega 10 µg (400 alþjóðlegar einingar, IU) af D-vítamíni. Fólk á aldrinum 10-70 ára ætti að fá 15 µg á dag og þeir sem eru komnir yfir sjötugt þurfa 20 µg á dag. D-vítamínskortur veldur erfiðleikum við að nýta kalkið úr fæðunni og það eykur hættu á beinkröm hjá börnum og beinþynningu hjá fullorðnum. Einstaklingar með fæðuofnæmi og fæðuóþol gætu þurft að taka inn vítamín og/eða steinefni háð því hvaða fæðu þarf að sneiða hjá. Járnskortur er algengastur hjá börnum, unglingum og konum á barneignaaldri og því þarf að huga að járnríku fæði fyrir þennan hóp. Grænkerar ættu að taka B12-vítamín sem finnst einungis í fæðutegundum úr dýraríkinu.Niðurstaða: Allir þurfa að taka inn D-vítamín (lýsi, perlur eða töflur) allt árið um kring og konur í barneignahugleiðingum ættu að taka inn fólasín. Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Þarf ég að taka vítamín á veturna?Svar: Takk fyrir spurninguna. Ef þú borðar mikið af ávöxtum, grænmeti, heilkornavörum, sjávarfangi, baunum, hnetum og jurtaolíum ættir þú að fá nóg af vítamínum með fæðunni, fyrir utan D-vítamín sem við þurfum að taka daglega sem fæðubót. Konur í barneignahugleiðingum þurfa auk þess að taka inn fólasín til að minnka líkur á miðtaugakerfisgöllum hjá fóstri. Við þurfum að taka inn D-vítamín allan ársins hring. Við getum myndað D-vítamín í húðinni með hjálp sólargeisla en ekki ef sólarvörn er notuð. Fæstir fá nægilegt magn af D-vítamíni með fæðunni en það finnst helst í lýsi, feitum fiski og D-vítamínbættum vörum eins og viðbiti, jurtaolíu, jurtamjólk og kúamjólk. Varast skal að taka inn ofurskammta af bætiefnum, sama hvaða næringarefni á í hlut. Það er mikilvægt að gefa ungbörnum D-vítamíndropa frá 1-2 vikna aldri og 6 mánaða til 9 ára þurfa að fá daglega 10 µg (400 alþjóðlegar einingar, IU) af D-vítamíni. Fólk á aldrinum 10-70 ára ætti að fá 15 µg á dag og þeir sem eru komnir yfir sjötugt þurfa 20 µg á dag. D-vítamínskortur veldur erfiðleikum við að nýta kalkið úr fæðunni og það eykur hættu á beinkröm hjá börnum og beinþynningu hjá fullorðnum. Einstaklingar með fæðuofnæmi og fæðuóþol gætu þurft að taka inn vítamín og/eða steinefni háð því hvaða fæðu þarf að sneiða hjá. Járnskortur er algengastur hjá börnum, unglingum og konum á barneignaaldri og því þarf að huga að járnríku fæði fyrir þennan hóp. Grænkerar ættu að taka B12-vítamín sem finnst einungis í fæðutegundum úr dýraríkinu.Niðurstaða: Allir þurfa að taka inn D-vítamín (lýsi, perlur eða töflur) allt árið um kring og konur í barneignahugleiðingum ættu að taka inn fólasín.
Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira