314 laxar komnir úr Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 14. september 2017 09:00 Stóra Laxá opnaði feyknavel en veiðin hefur annars verið róleg í sumar. Stóra Laxá byrjaði sumarið afskaplega vel og veiðitölur sem sáust fyrstu dagana gáfu góð fyrirheit fyrir það sem stefndi í gott sumar. Það hefur bara því miður ekki orðið raunin og veiðin í ánni í sumar hefur verið afskaplega róleg fyrir utan opnunardagana. Samkvæmt veiðibókum eru komnir 140 laxar á land á svæði 1 og 2, 49 laxar á svæði 3 og 125 laxar á svæði 4. Heildarveiðin í ánni er sem sagt komin í 314 laxa. Heildarveiðin í fyrra var 620 laxar. Stóra laxá er að vísu vel þekkt fyrir svakaleg skot á haustin þegar haustrigningarar hækka vatnið í ánni en það hefur bara ekki gerst ennþá en lengi má halda í vonina eins og veiðimenn þekkja. Stóra Laxá getur sveiflast mikið í veiðitölum og frá árinu 2000 hefur hún átt fimm ansi mögur ár. Besta árið var 2013 þegar það veiddust 1776 laxar en lélegasta árið var árið 2000 þegar aðeins veiddust 183 laxar í ánni. 2000-2005 voru ansi mögur ár en 2006 var ágætt með veiði up á 709 laxa. Það verður ekki af ánni tekið að þetta er eitt fallegasta veiðisvæði landsins og alveg óháð því þótt þetta ár hafi verið lélegt þá á áin sinn fasta kúnnahóp sem heldur tryggð við hana. Mest lesið Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Mok á Zelduna í Eystri Rangá Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Frábært í Elliðánum en veiðiþjófar stálust í Fossinn Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Veiðin í Jöklu mun betri en í fyrra Veiði
Stóra Laxá byrjaði sumarið afskaplega vel og veiðitölur sem sáust fyrstu dagana gáfu góð fyrirheit fyrir það sem stefndi í gott sumar. Það hefur bara því miður ekki orðið raunin og veiðin í ánni í sumar hefur verið afskaplega róleg fyrir utan opnunardagana. Samkvæmt veiðibókum eru komnir 140 laxar á land á svæði 1 og 2, 49 laxar á svæði 3 og 125 laxar á svæði 4. Heildarveiðin í ánni er sem sagt komin í 314 laxa. Heildarveiðin í fyrra var 620 laxar. Stóra laxá er að vísu vel þekkt fyrir svakaleg skot á haustin þegar haustrigningarar hækka vatnið í ánni en það hefur bara ekki gerst ennþá en lengi má halda í vonina eins og veiðimenn þekkja. Stóra Laxá getur sveiflast mikið í veiðitölum og frá árinu 2000 hefur hún átt fimm ansi mögur ár. Besta árið var 2013 þegar það veiddust 1776 laxar en lélegasta árið var árið 2000 þegar aðeins veiddust 183 laxar í ánni. 2000-2005 voru ansi mögur ár en 2006 var ágætt með veiði up á 709 laxa. Það verður ekki af ánni tekið að þetta er eitt fallegasta veiðisvæði landsins og alveg óháð því þótt þetta ár hafi verið lélegt þá á áin sinn fasta kúnnahóp sem heldur tryggð við hana.
Mest lesið Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Mok á Zelduna í Eystri Rangá Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Frábært í Elliðánum en veiðiþjófar stálust í Fossinn Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Veiðin í Jöklu mun betri en í fyrra Veiði